Svona endast karlmenn lengur í rúminu Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 10. júní 2023 20:27 Um 40 prósent karlmanna á öllum aldri glíma við ótímabært sáðlát. Getty Ótímabært sáðlát (e. Premature ejaculation) gerist innan við sextíu sekúndum eftir að samfarir hefjast, eða áður en þú eða maki þinn eruð tilbúin að ljúka athöfninni. Um 40 prósent karlmanna á öllum aldri glíma við vandann. Breski kynlífssérfræðingurinn og rithöfundurinn Tracey Cox birti lista á vefsíðu sinni með ráðum hvernig karlmenn geta enst lengur í rúminu án þess að fá sáðlát. „Af öllum þeim spurningum sem ég fæ frá karlmönnum er þessi ávallt efst á listanum,“ segir Cox og bendir á að margir karlmenn eiga það til ofmeta það sem flokkast sem ótímabært sáðlát. „Sannleikurinn er sá að meðalmaðurinn endist í um tvær til fimm mínútur.“ Cox spurði hóp karlmanna hversu lengir þeir töldu aðrir menn endast í rúminu, flestir sögðu á bilinu tíu til sextíu mínútur. Hér að neðan má finna ráð sem geta hjálpað karlmönnum að endast lengur í rúminu. Ekki trúa öllu sem þú heyrir „Að endast lengur gerir þig ekki að betri elskhuga, sérstaklega ef þú ert að sofa hjá konu, þar sem flestar konur fá fullnægingu við örvun á sníp.“ Talið er aðeins um átján prósent kvenna fái fullnægingu í gegnum leggöng. „Ljúktu þér hratt af og gefðu henni svo unaðslega fullnægingu með munnmökum eða handafimi.“ Talið er aðeins 18 prósent kvenna fái fullnægingu í gegnum leggöng.Getty Heilbrigt líferni samsvarar heilbrigðu typpi Með heilbrigðu líferni eykur þú heilbrigði typpisins að sögn Cox. Hún ráðleggur karlmönnum að borða hollt, hreyfa sig og huga að andlegri heilsu. Þá sé mikilvægt að hætta að reykja og hafa neyslu áfengis í hófi. Heilsusamlegt líferni getur stuðlað að heilbrigðu typpi.Getty Stundaðu sjálfsfróun fyrir samfarir Til að endast sem lengst í rúminu væri sjálfsfróun fyrir samfarir góð hugmynd, sérstaklega ef þú hefur ekki stundað kynlíf í lengri tíma. Sjálfsfróun fyrir samfarir getur hjálpað til við að endast lengur.Getty Notaðu smokk Með notkun smokks verður næmni typpisins minni og getur því hjálpað til við að endast lengur í samförum. Smokkurinn getur dregið úr næmni typpisins.Getty Krem sem deyfir og seinkar Ef smokkurinn virkar ekki getur verið ráð að prófa sig áfram með svokallað seinkunar-krem (e. delay cream). Kremið hefur þau áhrif að deyfa typpið sem dregur úr næmni og seinkar sáðláti, án þess þó að hafa áhrif á stinningu typpisins. „Prófaðu kremið fyrst í sjálfsfróun áður en þú stundar kynlíf en hafðu í huga að kremið getur einnig haft deyfandi áhrif á makann.“ Krem getur hjálpað til við að seinka sáðláti.Getty Breyttu aðferðinni við sjálfsfróun Fjölbreytt aðferð í sjálfsfróun getur endurforritað typpið, ef svo má að orði komast, og lengt tímann að sáðláti. „Ef það tekur þig aðeins nokkrar sekúndur eða mínútur að fá fullnægingu við sjálfsfróun ertu búinn að forrita typpið við þann tíma. Með breyttri tækni og örvun á önnur svæði typpisins getur þú lengt tímann sem þú endist.“ Slík forritun á það til að tengjast sjálfsfróun á yngri árum sem þurfti að klára hratt og örugglega svo enginn myndi labba óvart inn til manns. Umræðan um sjálfsfróun hefur oft og tíðum verið neikvæð og getur ýtt undir skömm og sektarkennd. Getty Styrktu grindarbotnsvöðvana Reglulegar grindarbotnsæfingar geta bætt ristruflun um 75 prósent hjá karlmönnum en hjálpar einnig til við að hafa betri stjórn á sáðláti. Æfingarnar hafa oft verið kenndar við konur sem hafa verið hvattar til að æfa grindarbotninn eftir barnsburð. „Æfðu þig að stoppa pissubununa sem sýnir bæði hvort þú kunnir að spenna grindarbotninn og hvort hann sé nógu sterkur. Önnur leið er að reyna að lyfta eistunum án þess að nota hendur.“ Sterkir grindabotnsvöðvar eru allra meina bót fyrir typpið.Getty Stundaðu kynlíf oftar Því oftar sem þú stundað kynlíf því meiri stjórn hefur þú á fullnægingunni að sögn Cox: „Það er eðlilegt að geta ekki haft stjórn á sér ef þú hefur ekki stundað kynlíf í lengri tíma. Þó svo að þú eigir ekki maka hjálpar sjálfsfróun líka til að endast lengur í rúminu.“ Meira kynlíf meira þol.Getty Slepptu uppáhaldskynlífsstellingunni Ákveðnar kynlífsstellingar geta ýtt undir meiri spennu og aukna örvun hjá karlmönnum. Til þess að endast sem lengst er ráðlagt velja þá stellingu sem krefst meiri einbeitingar og veitir minni örvun. „Ráðlagt er að sleppa því að stunda kynlíf í trúboðastellingunni og hundastellingunni (e. doggy-style).“ Sumar kynlífsstellingar hafa meiri örvandi áhrif en aðrar.Getty Kynlíf Tengdar fréttir Kennslumyndband í að finna G-blettinn vandfundna Fullnæging kvenna í gegnum leggöng getur reynst mörgum erfið og er talið að aðeins átján prósent kvenna fái fullnægingu á þann veg, án annarrar örvunar líkt og á sníp eða með kynlífstækjum. 12. maí 2023 22:01 Mælir með að geyma snípinn þar til síðast Æfingin skapar meistarann er setning sem flestir kannast við og á hún ekki síður við í kynlífi en öðru, hvað þá í munnmökum. Ítarlegar leiðbeiningar um píkuunað sem ættu að geta gagnast kynlífsiðkendum eru aðgengilegar á samfélagsmiðlum kynlífstækjaverslunarinnar Losta. 17. apríl 2023 20:30 Mismunandi leiðir til að stunda kynlíf án samfara Elskendur eiga það til að festast í sömu rútínunni í kynlífi eins og svo mörgu öðru í lífinu. Kynlíf getur verið leikur og skemmtun án þess að snúast eingöngu um samfarir eða innsetningu typpis eða leikfanga í leggöng eða rass. 18. maí 2023 20:00 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
Breski kynlífssérfræðingurinn og rithöfundurinn Tracey Cox birti lista á vefsíðu sinni með ráðum hvernig karlmenn geta enst lengur í rúminu án þess að fá sáðlát. „Af öllum þeim spurningum sem ég fæ frá karlmönnum er þessi ávallt efst á listanum,“ segir Cox og bendir á að margir karlmenn eiga það til ofmeta það sem flokkast sem ótímabært sáðlát. „Sannleikurinn er sá að meðalmaðurinn endist í um tvær til fimm mínútur.“ Cox spurði hóp karlmanna hversu lengir þeir töldu aðrir menn endast í rúminu, flestir sögðu á bilinu tíu til sextíu mínútur. Hér að neðan má finna ráð sem geta hjálpað karlmönnum að endast lengur í rúminu. Ekki trúa öllu sem þú heyrir „Að endast lengur gerir þig ekki að betri elskhuga, sérstaklega ef þú ert að sofa hjá konu, þar sem flestar konur fá fullnægingu við örvun á sníp.“ Talið er aðeins um átján prósent kvenna fái fullnægingu í gegnum leggöng. „Ljúktu þér hratt af og gefðu henni svo unaðslega fullnægingu með munnmökum eða handafimi.“ Talið er aðeins 18 prósent kvenna fái fullnægingu í gegnum leggöng.Getty Heilbrigt líferni samsvarar heilbrigðu typpi Með heilbrigðu líferni eykur þú heilbrigði typpisins að sögn Cox. Hún ráðleggur karlmönnum að borða hollt, hreyfa sig og huga að andlegri heilsu. Þá sé mikilvægt að hætta að reykja og hafa neyslu áfengis í hófi. Heilsusamlegt líferni getur stuðlað að heilbrigðu typpi.Getty Stundaðu sjálfsfróun fyrir samfarir Til að endast sem lengst í rúminu væri sjálfsfróun fyrir samfarir góð hugmynd, sérstaklega ef þú hefur ekki stundað kynlíf í lengri tíma. Sjálfsfróun fyrir samfarir getur hjálpað til við að endast lengur.Getty Notaðu smokk Með notkun smokks verður næmni typpisins minni og getur því hjálpað til við að endast lengur í samförum. Smokkurinn getur dregið úr næmni typpisins.Getty Krem sem deyfir og seinkar Ef smokkurinn virkar ekki getur verið ráð að prófa sig áfram með svokallað seinkunar-krem (e. delay cream). Kremið hefur þau áhrif að deyfa typpið sem dregur úr næmni og seinkar sáðláti, án þess þó að hafa áhrif á stinningu typpisins. „Prófaðu kremið fyrst í sjálfsfróun áður en þú stundar kynlíf en hafðu í huga að kremið getur einnig haft deyfandi áhrif á makann.“ Krem getur hjálpað til við að seinka sáðláti.Getty Breyttu aðferðinni við sjálfsfróun Fjölbreytt aðferð í sjálfsfróun getur endurforritað typpið, ef svo má að orði komast, og lengt tímann að sáðláti. „Ef það tekur þig aðeins nokkrar sekúndur eða mínútur að fá fullnægingu við sjálfsfróun ertu búinn að forrita typpið við þann tíma. Með breyttri tækni og örvun á önnur svæði typpisins getur þú lengt tímann sem þú endist.“ Slík forritun á það til að tengjast sjálfsfróun á yngri árum sem þurfti að klára hratt og örugglega svo enginn myndi labba óvart inn til manns. Umræðan um sjálfsfróun hefur oft og tíðum verið neikvæð og getur ýtt undir skömm og sektarkennd. Getty Styrktu grindarbotnsvöðvana Reglulegar grindarbotnsæfingar geta bætt ristruflun um 75 prósent hjá karlmönnum en hjálpar einnig til við að hafa betri stjórn á sáðláti. Æfingarnar hafa oft verið kenndar við konur sem hafa verið hvattar til að æfa grindarbotninn eftir barnsburð. „Æfðu þig að stoppa pissubununa sem sýnir bæði hvort þú kunnir að spenna grindarbotninn og hvort hann sé nógu sterkur. Önnur leið er að reyna að lyfta eistunum án þess að nota hendur.“ Sterkir grindabotnsvöðvar eru allra meina bót fyrir typpið.Getty Stundaðu kynlíf oftar Því oftar sem þú stundað kynlíf því meiri stjórn hefur þú á fullnægingunni að sögn Cox: „Það er eðlilegt að geta ekki haft stjórn á sér ef þú hefur ekki stundað kynlíf í lengri tíma. Þó svo að þú eigir ekki maka hjálpar sjálfsfróun líka til að endast lengur í rúminu.“ Meira kynlíf meira þol.Getty Slepptu uppáhaldskynlífsstellingunni Ákveðnar kynlífsstellingar geta ýtt undir meiri spennu og aukna örvun hjá karlmönnum. Til þess að endast sem lengst er ráðlagt velja þá stellingu sem krefst meiri einbeitingar og veitir minni örvun. „Ráðlagt er að sleppa því að stunda kynlíf í trúboðastellingunni og hundastellingunni (e. doggy-style).“ Sumar kynlífsstellingar hafa meiri örvandi áhrif en aðrar.Getty
Kynlíf Tengdar fréttir Kennslumyndband í að finna G-blettinn vandfundna Fullnæging kvenna í gegnum leggöng getur reynst mörgum erfið og er talið að aðeins átján prósent kvenna fái fullnægingu á þann veg, án annarrar örvunar líkt og á sníp eða með kynlífstækjum. 12. maí 2023 22:01 Mælir með að geyma snípinn þar til síðast Æfingin skapar meistarann er setning sem flestir kannast við og á hún ekki síður við í kynlífi en öðru, hvað þá í munnmökum. Ítarlegar leiðbeiningar um píkuunað sem ættu að geta gagnast kynlífsiðkendum eru aðgengilegar á samfélagsmiðlum kynlífstækjaverslunarinnar Losta. 17. apríl 2023 20:30 Mismunandi leiðir til að stunda kynlíf án samfara Elskendur eiga það til að festast í sömu rútínunni í kynlífi eins og svo mörgu öðru í lífinu. Kynlíf getur verið leikur og skemmtun án þess að snúast eingöngu um samfarir eða innsetningu typpis eða leikfanga í leggöng eða rass. 18. maí 2023 20:00 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
Kennslumyndband í að finna G-blettinn vandfundna Fullnæging kvenna í gegnum leggöng getur reynst mörgum erfið og er talið að aðeins átján prósent kvenna fái fullnægingu á þann veg, án annarrar örvunar líkt og á sníp eða með kynlífstækjum. 12. maí 2023 22:01
Mælir með að geyma snípinn þar til síðast Æfingin skapar meistarann er setning sem flestir kannast við og á hún ekki síður við í kynlífi en öðru, hvað þá í munnmökum. Ítarlegar leiðbeiningar um píkuunað sem ættu að geta gagnast kynlífsiðkendum eru aðgengilegar á samfélagsmiðlum kynlífstækjaverslunarinnar Losta. 17. apríl 2023 20:30
Mismunandi leiðir til að stunda kynlíf án samfara Elskendur eiga það til að festast í sömu rútínunni í kynlífi eins og svo mörgu öðru í lífinu. Kynlíf getur verið leikur og skemmtun án þess að snúast eingöngu um samfarir eða innsetningu typpis eða leikfanga í leggöng eða rass. 18. maí 2023 20:00