Guðjón Valur er á sínu þriðja ári sem þjálfari Gummerbach. Þetta er annað árið í röð sem Guðjóni Val hlotnast þessi heiður en hann var valinn þjálfari ársins í næst efstu deild- í fyrra þegar Gummersbach vann sér sæti í efstu deild.
Forsvarsmenn þýsku deildarinnar tilkynntu um valið í kvöld en Gummersbach vann einmitt sigur gegn Göppingen í úrvalsdeildinni í kvöld.
Der Aufstiegs-Trainer des VfL Gummersbach Gudjon Valur Sigurdsson ist Trainer der Saison 2 2 /2 3 in der LIQUI MOLY HBL Herzlichen Glückwunsch!
— LIQUI MOLY HBL (@liquimoly_hbl) June 8, 2023
_____#LIQUIMOLYHBL #Handball pic.twitter.com/K7dkqYqy78
„Þetta var erfiðari ákvörðun heldur en í fyrra en á endanum varð fyrrum heimsklassa hornamaðurinn efstur á blaði,“ segir í yfirlýsingu deildarinnar.
„Guðjón Valur og VFL Gummersbach hafa haldið áfram í Liqui-Moly deildinni þar sem þeir hættu í næst efstu deild með frábærum árangri. Þeir gáfu það út snemma að þeir ætluðu sér að halda sér í deildinni og eru sem stendur á meðal tíu efstu liða deildarinnar í sterkustu deild í heimi.“
Þá er einnig minnst á leikmenn sem hafa þróast undir handleiðslu Guðjón Vals en Elliði Snær Viðarsson og Hákon Daði Styrmisson eru á mála hjá Gummersbach.
Herzlichen Glückwunsch! Gudjon Valur Sigurdsson bekommt in seinem dritten Jahr als Coach bereits die zweite Auszeichnung als Trainer der Saison. Gerecht, oder was sagt ihr?
— handball-world.news (@handballwelt) June 8, 2023
Mehr unter: https://t.co/DKgY5Xcghu pic.twitter.com/LU9t0jbP1g
„Liðið gerði engin risastór félagaskipti fyrir tímabilið en gerði vel með mörgum ungum leikmönnum, aðlaðandi handbolta og íslenskum karakter - sterkri vörn og milum hraða,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni.
Gummersbach er í tíunda sæti þegar ein umferð er eftir af þýsku deildinni en liðið gæti lyft sér ofar með sigri í lokaumferðinni.