„Við hættum að sjá hvers virði mannleg hæfni er“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. júlí 2023 07:31 Halldór Baldursson, yfirkennari við teiknideildina í Myndlistaskólanum í Reykjavík, og verk eftir Guðmund Örn Hafliðason, nemanda hans, úr samvinnuverkefni skólans og Advania. Halldór óttast að kannski sé mannkynið búið að klúðra málunum hvað varðar gervigreindina og það sé of seint að snúa við. Samsett/Advania/MíR/Vilhelm Advania og Myndlistaskólann í Reykjavík fóru í samstarf þar sem nemendur skólans endurgerðu auglýsingar fyrirtækisins sem gervigreind hafði skapað. Halldór Baldursson, kennari við MíR, horfir óttablöndnum augum til gervigreindarframtíðar en nemendur hans eru bjartsýnni. Fyrr á árinu framleiddi Advania markaðsherferð með hjálp gervigreindar sem vakti töluverða athygli vegna óvenjulegra og að einhverju leyti ónáttúrulegra mynda. Þegar Halldór Baldursson, skopteiknari og yfirkennari við teiknideild Myndlistaskólans í Reykjavík, sá herferðina hafði hann samband við Advania til að forvitnast um sköpun auglýsinganna. Nemendur Myndlistaskólans fengu kynningu á tækninni og í kjölfarið kviknaði sú hugmynd að endurgera herferðina með augum nemenda. Eina skilyrðið var að þau þyrftu áfram að nota gervigreind við endurgerðina. Vísir ræddi við Halldór Baldursson um verkefnið og gervigreind. Hryllti við gervigreindar-auglýsingu og hafði samband „Þetta kemur ótrúlega bratt inn, þessi gervigreind, og kemur víða við sögu, þar á meðal við myndsköpun, myndlist og teikningu. Þetta er að gerast á einhverjum hraða sem við skiljum ekki alveg. Fólk spyr sig Er ég að verða óþarfur? og allt það,“ segir Halldór um gervigreindina. „Síðan setur Advania þessa herferð í gang og ég er að vafra á Facebook-inu og sé einhverja hræðilega mynd og hugsa Hvað er eiginlega í gangi? Það var eitthvað rangt við þessa mynd, við þessa auglýsingu.“ „En þau voru í rauninni að húkka mig inn. Þetta var vel gert hjá þeim og svo kemur í ljós að þetta er herferð sem er unnin með gervigreind. Þessi mynd sem náði mér fór gegn ýmsum lögmálum mannsheilans og þekkingar í því hvernig við byggjum upp teikningar og myndir. En aðrar voru býsna vel gerðar,“ segir Halldór. Halldór nefndi ekki hvaða gervigreindarskapaða auglýsing Advania vakti hjá honum forundran en þessar myndir passa við lýsingar hans á myndum sem brjóta gegn hefðbundinni skynjun.Samsett/Advania Halldór er yfirkennari við teiknideild Myndlistaskólans og hugsaði strax með sér að skólinn mætti ekki missa af þessari gervigreindarbylgju. Hann heyrði því í Advania sem flutti kynningu fyrir nemendur hans og í framhaldinu voru nemendurnir látnir vinna eigin útgáfur af auglýsingunum. Hver og einn nemandi fékk eina auglýsingu sem þeir áttu að endurgera. Eina skilyrðið var að setja sig inn í og nota gervigreind við verkefnið. „Þið ætlið ekki að verða óþörf í framtíðinni“ „Ég set þetta í hendurnar á krökkunum, hvernig getið þið nýtt ykkur þessa gervigreind? Þið ætlið ekki að verða óþörf í framtíðinni. Hver nemandi fékk eina af þessum auglýsingum Advania til að díla við,“ segir Halldór. „Þá er þetta líka skólaverkefni, að takast á við að búa til herferð,“ segir hann. Aðspurður hvernig gervigreind nýtist teiknurum segir Halldór þá nálgast hana á mismunandi hátt „Ég hef heyrt frá teiknurum að þau noti þetta mikið til að stilla upp fyrir sig, fá hugmyndir og auðvelda sér vinnuna.“ Halldór Baldursson ræðir við nemendur sína og fulltrúa Advania.Advania Flestir nemendanna hafi nýtt gervigreindina þannig. Einhverjir reyndu að nota hana til að búa til endanlega útgáfu verksins en við það hafi verkið orðið ópersónulegt. „Maður spyr sig hvort það sé það sem við viljum í framtíðinni, að vél búi til myndirnar fyrir okkur. Er okkur kannski alveg sama?“ „Ég held að það gæti alveg verið að flestum okkar sé sama. Að þetta muni þróast í þá átt að við sjáum ekki muninn. En þegar maður er að hengja upp myndir heima hjá sér þá vill maður hafa samtalið og nálægðina,“ segir Halldór. „Ef ég tek mig sem dæmi og það sem ég geri fyrir Vísi. Þú vilt að það sé manneskja á bak við að semja þessa brandara og teikna og vera í þessu samfélagslega samtali,“ segir hann um skopmyndir sínar. „Þú myndir upplifa þessar myndir allt öðruvísi ef þú vissir að það væri einhver vél sem væri mötuð af frétt sem einhver gervigreind skrifaði um eitthvað. Við sætum bara í sófanum eins og hlutlausir áhorfendur að lífinu,“ segir hann. Halldór segir að maður vilji hafa nálægðina í listinni og samtalið milli höfundar og áhorfenda. Með gervigreindinni hverfur það.Vísir/Vilhelm Megi ekki taka skemmtilegu störfin af okkur Halldór segir gervigreindina enn komna svo stutt að hún nær til dæmis ekki að apa upp hans stíl. Hann óttast þó framtíð þar sem allt verður vélgert og öll skemmtilegu störfin verða unnin af vélum. En þegar talað er um gervigreind þá nær hún yfir stórt svið, hvað notuðu nemendurnir? „Dall-E er aðgengilegast þannig einhverjir notuðu það. Svo er það Midjourney sem er flinkara að mála og svo er eitthvað sem heitir Stable Diffusion en þá er það eiginlega þannig að þú getur matað forritið með teikningu,“ segir hann og bætir við „ég hef sjálfur reynt að láta Dall-E teikna mynd í mínum stíl en það er alveg vonlaust.“ Ein elsta útgáfa DALL-E skilaði þessum niðurstöðum byggðum á niðurstöðum um drekkandi Sigmund Davíð og reykjandi Bjarna Ben. „Nú er þetta svo nýtt en þetta þróast svo hratt að maður býst við því að þetta komist á það stig að flestir sjái ekki muninn,“ segir Halldór um gervigreindina. „Mér finnst leiðinlegt að þetta tekur af okkur skemmtilegu djobbin, húmanísku og listrænu djobbin. Gervigreindin er léleg í því sem enginn vill vinna við, umönnun og þrif,“ segir Halldór. „Allt verður vélgert, það verður allt eins. Við hættum að sjá hvers virði mannleg hæfni er,“ segir hann um mögulegan dystópískan veruleika. Tvö verk úr samvinnuverkefni Advania og Myndlistaskólans. Verkið til vinstri heitir „Við erum með þér í skýinu“ og er eftir Moiru Dís Bichard. Verkið hægra megin, „Við erum með þér í gagnavinnslunni“ er eftir Emblu Hrönn Vigfúsdóttur.Advania/MíR „Við getum alveg klúðrað þessu“ Halldór segir að með gervigreindinni tapist persónulegt samband milli listamannsins og áhorfandans. Hann segist vera bjartsýnismaður í eðli sínu en óttist að mannkynið sé mögulega komið of langt og geti ekki snúið aftur. „Af hverju erum við að tala um þetta verkefni okkar? Það er kannski af því myndlistin er svo sjáanleg, þú sérð þetta strax og getur dæmt um þetta strax. Það er erfiðara að rýna í texta.“ „Þegar kemur að myndinni þá upplifum við hana svo sterkt og svo auðveldlega.“ Halldór óttast að við séum að fara að klúðra málunum með gervigreindinni.Vísir/Vilhelm „Þegar við erum komin í gervigreind, þá tapast þetta persónulega samband milli listamannsins og áhorfandans. Þetta er eins og að labba eftir Laugaveginum og horfa bara inn um gluggana. Þú ferð aldrei í fötin, ert bara að horfa á þau. Þú ert að upplifa einhvern fallegan heim þar sem allt er svo fallegt og vel gert.“ „Ég er í eðli mínu bjartsýnismaður en núna er ég kominn á sextugsaldur og það er komin einhver úrill tilfinning, við getum alveg klúðrað þessu. „Það gerist alltaf annað slagið í mannkynssögunni að mannkynið fer að hræra of mikið í pottinum, klúðra of miklu og það er ekki endilega eitthvað gott sem tekur við. Við erum meðvituð um að það er líka möguleiki.“ Gervigreindin muni hafa svipuð áhrif og ljósmyndin hafði Tveir nemenda Halldórs voru ekki eins hræddir við gervigreindina, hún muni ekki koma í stað myndlistarfólks heldur nýtist frekar sem viðbót í verkfærakistuna. Bæði gætu þau hugsað sér að vinna áfram með gervigreind. Mist vann þessa mynd upp úr mynd sem var titluð „Við erum með þér í versluninni“.Advania „Mér fannst þetta mjög skemmtilegt verkefni. Ég hef sjálf mikinn áhuga á því hvernig myndlist þróast í tengslum við tækni,“ sagði Mist Reykdal Magnúsdóttir um verkefnið. „Um leið og ég heyrði um svona gervigreind var það smá áhyggjuefni en maður fattaði eiginlega strax að þetta myndi ekki taka yfir aðalstörf hjá myndlistarmönnum,“ segir hún. Maður geti frekar litið á áhrif gervigreindarinnar eins og áhrif ljósmyndunar á málaralist. „Þetta er annað tæki sem myndlistarmenn geta notað til þess að veita innblástur.“ Mist hefur sjálf notað gervigreind áður við listsköpun og notaði það síðan aftur í lokaverkefninu sínu. Hún segist alveg geta hugsað sér að nota gervigreind áfram. Óttaðist gervigreindina í fyrstu en er orðinn rólegri Annar nemandi, Breki Björnsson, hafði aldrei notað gervigreindina áður en orðið var við hana víða og hafði gaman af verkefninu. Vélmenni aðstoðar mann.Advania Breki sagðist áður hafa deilt áhyggjum svartsýnna spámanna um áhrif gervigreindarinnar en hann væri aðeins rólegri eftir að hafa notað sjálf tólin. „Í byrjun var skoðun mín gagnvart gervigreindin neikvæð en hún er hlutlausari núna,“ segir Breki um áhrif gervigreindar á myndlistina. Heldurðu að þú munir nýta þér gervigreindina í myndlist? „Alveg hiklaust, til þess að fylla upp í og skapa litla díteila sem maður nennir kannski ekki að nostra við. Ég hugsa að fyrir mig geti þetta verið tól til að flýta fyrir,“ segir hann um gervigreindina sem hann telur að muni aldrei koma alveg í stað myndlistar. Gervigreind Myndlist Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Fyrr á árinu framleiddi Advania markaðsherferð með hjálp gervigreindar sem vakti töluverða athygli vegna óvenjulegra og að einhverju leyti ónáttúrulegra mynda. Þegar Halldór Baldursson, skopteiknari og yfirkennari við teiknideild Myndlistaskólans í Reykjavík, sá herferðina hafði hann samband við Advania til að forvitnast um sköpun auglýsinganna. Nemendur Myndlistaskólans fengu kynningu á tækninni og í kjölfarið kviknaði sú hugmynd að endurgera herferðina með augum nemenda. Eina skilyrðið var að þau þyrftu áfram að nota gervigreind við endurgerðina. Vísir ræddi við Halldór Baldursson um verkefnið og gervigreind. Hryllti við gervigreindar-auglýsingu og hafði samband „Þetta kemur ótrúlega bratt inn, þessi gervigreind, og kemur víða við sögu, þar á meðal við myndsköpun, myndlist og teikningu. Þetta er að gerast á einhverjum hraða sem við skiljum ekki alveg. Fólk spyr sig Er ég að verða óþarfur? og allt það,“ segir Halldór um gervigreindina. „Síðan setur Advania þessa herferð í gang og ég er að vafra á Facebook-inu og sé einhverja hræðilega mynd og hugsa Hvað er eiginlega í gangi? Það var eitthvað rangt við þessa mynd, við þessa auglýsingu.“ „En þau voru í rauninni að húkka mig inn. Þetta var vel gert hjá þeim og svo kemur í ljós að þetta er herferð sem er unnin með gervigreind. Þessi mynd sem náði mér fór gegn ýmsum lögmálum mannsheilans og þekkingar í því hvernig við byggjum upp teikningar og myndir. En aðrar voru býsna vel gerðar,“ segir Halldór. Halldór nefndi ekki hvaða gervigreindarskapaða auglýsing Advania vakti hjá honum forundran en þessar myndir passa við lýsingar hans á myndum sem brjóta gegn hefðbundinni skynjun.Samsett/Advania Halldór er yfirkennari við teiknideild Myndlistaskólans og hugsaði strax með sér að skólinn mætti ekki missa af þessari gervigreindarbylgju. Hann heyrði því í Advania sem flutti kynningu fyrir nemendur hans og í framhaldinu voru nemendurnir látnir vinna eigin útgáfur af auglýsingunum. Hver og einn nemandi fékk eina auglýsingu sem þeir áttu að endurgera. Eina skilyrðið var að setja sig inn í og nota gervigreind við verkefnið. „Þið ætlið ekki að verða óþörf í framtíðinni“ „Ég set þetta í hendurnar á krökkunum, hvernig getið þið nýtt ykkur þessa gervigreind? Þið ætlið ekki að verða óþörf í framtíðinni. Hver nemandi fékk eina af þessum auglýsingum Advania til að díla við,“ segir Halldór. „Þá er þetta líka skólaverkefni, að takast á við að búa til herferð,“ segir hann. Aðspurður hvernig gervigreind nýtist teiknurum segir Halldór þá nálgast hana á mismunandi hátt „Ég hef heyrt frá teiknurum að þau noti þetta mikið til að stilla upp fyrir sig, fá hugmyndir og auðvelda sér vinnuna.“ Halldór Baldursson ræðir við nemendur sína og fulltrúa Advania.Advania Flestir nemendanna hafi nýtt gervigreindina þannig. Einhverjir reyndu að nota hana til að búa til endanlega útgáfu verksins en við það hafi verkið orðið ópersónulegt. „Maður spyr sig hvort það sé það sem við viljum í framtíðinni, að vél búi til myndirnar fyrir okkur. Er okkur kannski alveg sama?“ „Ég held að það gæti alveg verið að flestum okkar sé sama. Að þetta muni þróast í þá átt að við sjáum ekki muninn. En þegar maður er að hengja upp myndir heima hjá sér þá vill maður hafa samtalið og nálægðina,“ segir Halldór. „Ef ég tek mig sem dæmi og það sem ég geri fyrir Vísi. Þú vilt að það sé manneskja á bak við að semja þessa brandara og teikna og vera í þessu samfélagslega samtali,“ segir hann um skopmyndir sínar. „Þú myndir upplifa þessar myndir allt öðruvísi ef þú vissir að það væri einhver vél sem væri mötuð af frétt sem einhver gervigreind skrifaði um eitthvað. Við sætum bara í sófanum eins og hlutlausir áhorfendur að lífinu,“ segir hann. Halldór segir að maður vilji hafa nálægðina í listinni og samtalið milli höfundar og áhorfenda. Með gervigreindinni hverfur það.Vísir/Vilhelm Megi ekki taka skemmtilegu störfin af okkur Halldór segir gervigreindina enn komna svo stutt að hún nær til dæmis ekki að apa upp hans stíl. Hann óttast þó framtíð þar sem allt verður vélgert og öll skemmtilegu störfin verða unnin af vélum. En þegar talað er um gervigreind þá nær hún yfir stórt svið, hvað notuðu nemendurnir? „Dall-E er aðgengilegast þannig einhverjir notuðu það. Svo er það Midjourney sem er flinkara að mála og svo er eitthvað sem heitir Stable Diffusion en þá er það eiginlega þannig að þú getur matað forritið með teikningu,“ segir hann og bætir við „ég hef sjálfur reynt að láta Dall-E teikna mynd í mínum stíl en það er alveg vonlaust.“ Ein elsta útgáfa DALL-E skilaði þessum niðurstöðum byggðum á niðurstöðum um drekkandi Sigmund Davíð og reykjandi Bjarna Ben. „Nú er þetta svo nýtt en þetta þróast svo hratt að maður býst við því að þetta komist á það stig að flestir sjái ekki muninn,“ segir Halldór um gervigreindina. „Mér finnst leiðinlegt að þetta tekur af okkur skemmtilegu djobbin, húmanísku og listrænu djobbin. Gervigreindin er léleg í því sem enginn vill vinna við, umönnun og þrif,“ segir Halldór. „Allt verður vélgert, það verður allt eins. Við hættum að sjá hvers virði mannleg hæfni er,“ segir hann um mögulegan dystópískan veruleika. Tvö verk úr samvinnuverkefni Advania og Myndlistaskólans. Verkið til vinstri heitir „Við erum með þér í skýinu“ og er eftir Moiru Dís Bichard. Verkið hægra megin, „Við erum með þér í gagnavinnslunni“ er eftir Emblu Hrönn Vigfúsdóttur.Advania/MíR „Við getum alveg klúðrað þessu“ Halldór segir að með gervigreindinni tapist persónulegt samband milli listamannsins og áhorfandans. Hann segist vera bjartsýnismaður í eðli sínu en óttist að mannkynið sé mögulega komið of langt og geti ekki snúið aftur. „Af hverju erum við að tala um þetta verkefni okkar? Það er kannski af því myndlistin er svo sjáanleg, þú sérð þetta strax og getur dæmt um þetta strax. Það er erfiðara að rýna í texta.“ „Þegar kemur að myndinni þá upplifum við hana svo sterkt og svo auðveldlega.“ Halldór óttast að við séum að fara að klúðra málunum með gervigreindinni.Vísir/Vilhelm „Þegar við erum komin í gervigreind, þá tapast þetta persónulega samband milli listamannsins og áhorfandans. Þetta er eins og að labba eftir Laugaveginum og horfa bara inn um gluggana. Þú ferð aldrei í fötin, ert bara að horfa á þau. Þú ert að upplifa einhvern fallegan heim þar sem allt er svo fallegt og vel gert.“ „Ég er í eðli mínu bjartsýnismaður en núna er ég kominn á sextugsaldur og það er komin einhver úrill tilfinning, við getum alveg klúðrað þessu. „Það gerist alltaf annað slagið í mannkynssögunni að mannkynið fer að hræra of mikið í pottinum, klúðra of miklu og það er ekki endilega eitthvað gott sem tekur við. Við erum meðvituð um að það er líka möguleiki.“ Gervigreindin muni hafa svipuð áhrif og ljósmyndin hafði Tveir nemenda Halldórs voru ekki eins hræddir við gervigreindina, hún muni ekki koma í stað myndlistarfólks heldur nýtist frekar sem viðbót í verkfærakistuna. Bæði gætu þau hugsað sér að vinna áfram með gervigreind. Mist vann þessa mynd upp úr mynd sem var titluð „Við erum með þér í versluninni“.Advania „Mér fannst þetta mjög skemmtilegt verkefni. Ég hef sjálf mikinn áhuga á því hvernig myndlist þróast í tengslum við tækni,“ sagði Mist Reykdal Magnúsdóttir um verkefnið. „Um leið og ég heyrði um svona gervigreind var það smá áhyggjuefni en maður fattaði eiginlega strax að þetta myndi ekki taka yfir aðalstörf hjá myndlistarmönnum,“ segir hún. Maður geti frekar litið á áhrif gervigreindarinnar eins og áhrif ljósmyndunar á málaralist. „Þetta er annað tæki sem myndlistarmenn geta notað til þess að veita innblástur.“ Mist hefur sjálf notað gervigreind áður við listsköpun og notaði það síðan aftur í lokaverkefninu sínu. Hún segist alveg geta hugsað sér að nota gervigreind áfram. Óttaðist gervigreindina í fyrstu en er orðinn rólegri Annar nemandi, Breki Björnsson, hafði aldrei notað gervigreindina áður en orðið var við hana víða og hafði gaman af verkefninu. Vélmenni aðstoðar mann.Advania Breki sagðist áður hafa deilt áhyggjum svartsýnna spámanna um áhrif gervigreindarinnar en hann væri aðeins rólegri eftir að hafa notað sjálf tólin. „Í byrjun var skoðun mín gagnvart gervigreindin neikvæð en hún er hlutlausari núna,“ segir Breki um áhrif gervigreindar á myndlistina. Heldurðu að þú munir nýta þér gervigreindina í myndlist? „Alveg hiklaust, til þess að fylla upp í og skapa litla díteila sem maður nennir kannski ekki að nostra við. Ég hugsa að fyrir mig geti þetta verið tól til að flýta fyrir,“ segir hann um gervigreindina sem hann telur að muni aldrei koma alveg í stað myndlistar.
Gervigreind Myndlist Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira