Fyrrverandi forstjóri Microsoft í Danmörku í stjórn Carbfix Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. júní 2023 14:51 Nana Bule hefur gríðarlega mikla reynslu af stjórnun í tæknigeiranum sem mun nýtast nýrri stjórn Carbfix. Carbfix Ný stjórn Carbfix hf. hefur verið skipuð og er nýr stjórnarformaður hennar Nana Bule, sem var forstjóri Microsoft í Danmörku og á Íslandi þar til fyrr á þessu ári. Í fréttatilkynningu frá Carbfix segir að ný stjórn hafi verið skipuð til að styðja við markmið fyrirtækisins um að leggja verulega af mörkum til loftslagsmála með því að beita Carbfix-tækninni í auknum mæli, bæði hér á landi sem erlendis, til bindingar á CO2 í jarðlögum. Ný í stjórninni eru Nana Bule, stjórnarformaður, Benedikt K. Magnússon, Brynhildur Davíðsdóttir og Tómas Már Sigurðsson. Elín Smáradóttir, yfirlögfræðingur Orkuveitu Reykjavíkur, situr áfram í stjórninni. Reynslumikill stjórnandi Nana Bule hefur yfir tuttugu ára reynslu sem stjórnandi í tæknigeiranum, var forstjóri Microsoft í Danmörku og á Íslandi þar til fyrr á þessu ári og starfar nú sem ráðgjafi hjá Goldman Sachs. Hún er formaður stjórnar danska ráðsins um stafræn málefni og leiðir starfshóp danskra stjórnvalda um endurnýjanlega orku. Hún situr í stjórnum Energinet, Arla Foods og Novo Nordisk Foundation. Ný í stjórninni eru frá vinstri Tómas Már Sigurðsson, Benedikt K. Magnússon og Brynhildur Davíðsdóttir. Aðsent/Vísir/Egill Benedikt K. Magnússon er fjármálastjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Hann var áður sviðsstjóri ráðgjafarsviðs KPMG á Íslandi og hefur yfir tuttugu ára reynslu af ráðgjafarstörfum hjá KPMG, þar sem hann var einnig meðeigandi og stjórnarmaður. Dr. Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands, hefur yfir tuttugu ára reynslu af kennslu, rannsóknum og ráðgjöf þar sem hún hefur m.a. lagt áherslu á orkuskipti, sjálfbærnimat og mótvægisaðgerðir í loftslagsmálum. Hún er varaformaður Loftslagsráðs og situr í stjórn Arctic Circle Foundation. Hún sat í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur árin 2011-2022, síðustu sex árin sem stjórnarformaður. Tómas Már Sigurðsson er forstjóri HS Orku og starfaði áður í sextán ár fyrir Alcoa, m.a. sem forstjóri Alcoa á Íslandi, forstjóri Alcoa í Evrópu og Mið-Austurlöndum og aðstoðarforstjóri Alcoa á heimsvísu. Hann hefur verið formaður Verslunarráðs og setið í stjórnum Samtaka iðnaðarins, Europe Aluminium, Eurometaux og Business Europe. Elín Smáradóttir yfirlögfræðingur Orkuveitu Reykjavíkur situr áfram í stjórninni. Loftslagsmál Vistaskipti Microsoft Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Carbfix segir að ný stjórn hafi verið skipuð til að styðja við markmið fyrirtækisins um að leggja verulega af mörkum til loftslagsmála með því að beita Carbfix-tækninni í auknum mæli, bæði hér á landi sem erlendis, til bindingar á CO2 í jarðlögum. Ný í stjórninni eru Nana Bule, stjórnarformaður, Benedikt K. Magnússon, Brynhildur Davíðsdóttir og Tómas Már Sigurðsson. Elín Smáradóttir, yfirlögfræðingur Orkuveitu Reykjavíkur, situr áfram í stjórninni. Reynslumikill stjórnandi Nana Bule hefur yfir tuttugu ára reynslu sem stjórnandi í tæknigeiranum, var forstjóri Microsoft í Danmörku og á Íslandi þar til fyrr á þessu ári og starfar nú sem ráðgjafi hjá Goldman Sachs. Hún er formaður stjórnar danska ráðsins um stafræn málefni og leiðir starfshóp danskra stjórnvalda um endurnýjanlega orku. Hún situr í stjórnum Energinet, Arla Foods og Novo Nordisk Foundation. Ný í stjórninni eru frá vinstri Tómas Már Sigurðsson, Benedikt K. Magnússon og Brynhildur Davíðsdóttir. Aðsent/Vísir/Egill Benedikt K. Magnússon er fjármálastjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Hann var áður sviðsstjóri ráðgjafarsviðs KPMG á Íslandi og hefur yfir tuttugu ára reynslu af ráðgjafarstörfum hjá KPMG, þar sem hann var einnig meðeigandi og stjórnarmaður. Dr. Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands, hefur yfir tuttugu ára reynslu af kennslu, rannsóknum og ráðgjöf þar sem hún hefur m.a. lagt áherslu á orkuskipti, sjálfbærnimat og mótvægisaðgerðir í loftslagsmálum. Hún er varaformaður Loftslagsráðs og situr í stjórn Arctic Circle Foundation. Hún sat í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur árin 2011-2022, síðustu sex árin sem stjórnarformaður. Tómas Már Sigurðsson er forstjóri HS Orku og starfaði áður í sextán ár fyrir Alcoa, m.a. sem forstjóri Alcoa á Íslandi, forstjóri Alcoa í Evrópu og Mið-Austurlöndum og aðstoðarforstjóri Alcoa á heimsvísu. Hann hefur verið formaður Verslunarráðs og setið í stjórnum Samtaka iðnaðarins, Europe Aluminium, Eurometaux og Business Europe. Elín Smáradóttir yfirlögfræðingur Orkuveitu Reykjavíkur situr áfram í stjórninni.
Loftslagsmál Vistaskipti Microsoft Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira