Sport

Kristín fer heim með silfur af HM

Hjörvar Ólafsson skrifar
Kristín Þórhallsdóttir getur verið stolt af árangri sínum. 
Kristín Þórhallsdóttir getur verið stolt af árangri sínum.  Mynd/Skjáskot

Krist­ín Þór­halls­dótt­ir hlaut silfurverðlaun í sam­an­lögðum ár­angri á heims­meist­ara­mót­inu í klass­ísk­um kraft­lyft­ing­um sem fram fer í St. Ju­li­ans á Möltu um helgina.

Krist­ín tók þátt í keppni í -84 kg flokki en fyr­ir mótið var Krist­ín skráð með ann­an besta ár­ang­ur­inn af keppendum mótsins.

Í fyrstu grein dagsins, hnébeygju, varð Krist­ín í öðru sæti en það var beygja upp á 210 kg sem skilaði henni því sæt. Kristín lyfti svo 125 kg upp í næstu grein sem var bekkpressa og varð hún í þriðja sæti í þeirri grein.  

Lokagrein keppninnar var síðan rétt­stöðulyfta þar fóru 230 kg á loft hjá Kristínu og fjórða sætið niðurstaðan í lokagreininni. 

Sam­an­lagt lyfti Krist­ín 565 kg á mótinu sem leiddi til þess að hún fékk silfurverðlaun um hálsinn.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×