Sport

Dagskráin í dag: Erkifjendur mætast í úrslitum spænska körfuboltans

Hjörvar Ólafsson skrifar
Nicolas Laprovittola og Guerschon Yabusele berjast um spænska meistaratitilinn. 
Nicolas Laprovittola og Guerschon Yabusele berjast um spænska meistaratitilinn.  Vísir/Getty

Barca og Real Madrid mætast öðru sinni baráttu sinni um sigur í spænsku efstu deildinni í körfubolta karla, ACB-deildinni, í dag. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport auk þess sem keppni heldur áfram á Amundi German Masters og Meijer LPGA Class-mótaröðunum. 

Leikur Barca og Real Madrid er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 en útsending frá þeim leik hefst klukkan 16.20. Barca leiðir 1-0 í því einvígi eftir sigur í fyrsta leik liðanna. 

Byrjað verður svo að sýna frá Amundi German Masters á Stöð 2 Sport 4 klukkan 11.00. Mótið er hluti af LET-mótaröðinni. 

Þá hefst útsending frá Meijer LPGA Classic-mótinu klukkan 17.00 en sýnt verður frá því móti sömuleiðis á Stöð 2 Sport 4. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×