Fær skilaboð frá ókunnugum Ágúst Beinteinn Árnason skrifar 22. júní 2023 13:40 Ísabella Þorvaldsdóttir ræddi Miss Supranational keppnina við Gústa B á FM957. ARNÓR TRAUSTI „Ef maður vinnur Miss Supranational þá flyturðu til Bangkok og verður með þennan titil í ár og gerir alls konar skemmtilegt. Þú færð að ferðast um heiminn, vinna alls konar góðgerðarstörf svo þetta er voða stórt. Engin íslensk stelpa hefur unnið Miss Supranational hingað til en kannski við breytum því í ár,“ segir Ísabella Þorvaldsdóttir hlæjandi. Ísabella hlaut titilinn Miss Supranational Iceland í fyrrasumar og nú heldur hún til Póllands þar sem hún mætir sömu titilhöfum frá sextíu og sjö öðrum löndum. „Það verður mjög gaman að sjá alla þessa menningu koma saman. Ég er náttúrulega búin að sjá þessar stelpur, svo fallegar, allar geggjaðar. Ég er búin að tala við nokkrar, svo skemmtilegar og ég hlakka mjög mikið til að fá að hitta þær in person.“ Hér í spilaranum fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Ísabellu. Vill opna umræðuna um líffæragjafir „Í Supranational þá erum við öll með góðgerðarstarf sem við vinnum í okkar landi. Ég er að vinna með Barnaspítalanum og mig langar mjög mikið að safna pening fyrir þau í framtíðinni. Ég stend fyrir líffæragjöf þar sem ég fékk nýra úr pabba mínum þegar ég var þiggja ára.“ Þá vill Ísabella opna umræðuna um líffæragjafir: „Mig langar að gera það svona ekki tabú lengur.“ Ísabella var aðeins þriggja ára þegar hún gekk undir nýrnaskiptiaðgerð.INSTAGRAM Margir þættir sem dómararnir taka inn í jöfnuna „Það er náttúrulega alltaf horft á það hvernig þú berð þig, hvernig þú ert á sviði, hvernig þú kemur fram og hvernig þú talar,“ segir Ísabella um það sem dómararnir skoða þegar raðað er í sæti. „Við tölum við dómarana í svona dómaraviðtali. Þá eru þeir bara að dæma hvernig þú ert.“ Aðspurð hvernig tilfinning það sé að standa fyrir framan dómara sem gefa henni einkunn segir Ísabella það stressandi: „Dómarinn er bara að horfa á þig: Hmm hvernig ber hún sig? Hvernig svarar hún? Ég held að það sé mest stressandi parturinn en líka ótrúlega gaman.“ Hún segir ferlið vera mjög uppbyggjandi og sjálfstraustið búið að fara hækkandi eftir keppnina. Eru þetta ekki bara einhverjar stelpur að labba? „Þetta er stórt show. Það eru margir sem hugsa: Eru þetta ekki bara einhverjar stelpur að labba? En þetta er svo mikið stærra. Þetta er alveg bara glimmerið og ljósin og náttúrulega djókin hjá Evu [Ruza], sem er náttúrulega yndisleg,“ segir Ísabella varðandi Miss Universe Iceland keppnina hér heima. Skemmtikrafturinn Eva Ruza hefur séð um að kynna hana. „Manúela [Ósk] og Jorge, eigendur keppninnar, hafa gert þetta virkilega skemmtilegt og mjög svona safe. Allar stelpurnar sem keppa líður ótrúlega vel hjá þeim og líður vel með að fara á þetta svið.“ Þá bætir Ísabella við að þær stelpurnar fái góða og mikla þjálfun áður en þær stíga á stóra sviðið: „Svo það er engin stelpa sem líður illa.“ ARNÓR TRAUSTI Flýgur út til Póllands á sunnudaginn „Ég fer út á sunnudaginn, þetta er bara að gerast,“segir Ísabella sem er bersýnilega spennt fyrir komandi ferðalagi. „Ég verð þarna í þrjár vikur fyrir keppni svo það verður spennandi.“ Keppnin sjálf er haldin 14. júlí í borginni Nowy Sącz og stelpurnar sem keppa sitja ekki auðum höndum þangað til. „Við erum alltaf að gera eitthvað á hverjum einasta degi. Það er alls konar góðgerðarstarfsemi sem við vinnum með. Við erum náttúrulega á æfingum alla daga fyrir þetta seinasta show. Líka að kynnast og bara njóta, ég þarf að muna að njóta og hafa gaman.“ Ísabella segir mikilvægt að leyfa stressinu ekki að taka yfir. „Ég er svona að reyna að hugsa um þetta sem eitthvað skemmtilegt því ég myndi örugglega verða mjög stressuð ef ég væri að hugsa bara: Guð, ég verð þarna á sviðinu, allir horfandi á mig og dómararnir að dæma mig. Svo ég reyni að hugsa um þetta sem eitthvað skemmtilegt og tækifæri til þess að hafa gaman og kynnast öllum.“ Þá hefur Ísabella líka fengið skilaboð úr ókunnugum áttum. „Þetta er svakalegt því það er mikið af fólki sem sendir á mig og mér finnst það svolítið skrýtið þar sem ég er bara stelpa úr Garðabæ og svo kemur eitthvað fólk sem er bara: Oh my god. Ég held með þér. Og ég er bara: Ó, ókei.“ Hægt verður að horfa á keppnina Miss Supranational 2023 í beinu streymi á Youtube hinn 14. júlí. „Allir að styðja Ísland,“ segir Ísabella Þorvaldsdóttir að lokum. FM957 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Ísabella hlaut titilinn Miss Supranational Iceland í fyrrasumar og nú heldur hún til Póllands þar sem hún mætir sömu titilhöfum frá sextíu og sjö öðrum löndum. „Það verður mjög gaman að sjá alla þessa menningu koma saman. Ég er náttúrulega búin að sjá þessar stelpur, svo fallegar, allar geggjaðar. Ég er búin að tala við nokkrar, svo skemmtilegar og ég hlakka mjög mikið til að fá að hitta þær in person.“ Hér í spilaranum fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Ísabellu. Vill opna umræðuna um líffæragjafir „Í Supranational þá erum við öll með góðgerðarstarf sem við vinnum í okkar landi. Ég er að vinna með Barnaspítalanum og mig langar mjög mikið að safna pening fyrir þau í framtíðinni. Ég stend fyrir líffæragjöf þar sem ég fékk nýra úr pabba mínum þegar ég var þiggja ára.“ Þá vill Ísabella opna umræðuna um líffæragjafir: „Mig langar að gera það svona ekki tabú lengur.“ Ísabella var aðeins þriggja ára þegar hún gekk undir nýrnaskiptiaðgerð.INSTAGRAM Margir þættir sem dómararnir taka inn í jöfnuna „Það er náttúrulega alltaf horft á það hvernig þú berð þig, hvernig þú ert á sviði, hvernig þú kemur fram og hvernig þú talar,“ segir Ísabella um það sem dómararnir skoða þegar raðað er í sæti. „Við tölum við dómarana í svona dómaraviðtali. Þá eru þeir bara að dæma hvernig þú ert.“ Aðspurð hvernig tilfinning það sé að standa fyrir framan dómara sem gefa henni einkunn segir Ísabella það stressandi: „Dómarinn er bara að horfa á þig: Hmm hvernig ber hún sig? Hvernig svarar hún? Ég held að það sé mest stressandi parturinn en líka ótrúlega gaman.“ Hún segir ferlið vera mjög uppbyggjandi og sjálfstraustið búið að fara hækkandi eftir keppnina. Eru þetta ekki bara einhverjar stelpur að labba? „Þetta er stórt show. Það eru margir sem hugsa: Eru þetta ekki bara einhverjar stelpur að labba? En þetta er svo mikið stærra. Þetta er alveg bara glimmerið og ljósin og náttúrulega djókin hjá Evu [Ruza], sem er náttúrulega yndisleg,“ segir Ísabella varðandi Miss Universe Iceland keppnina hér heima. Skemmtikrafturinn Eva Ruza hefur séð um að kynna hana. „Manúela [Ósk] og Jorge, eigendur keppninnar, hafa gert þetta virkilega skemmtilegt og mjög svona safe. Allar stelpurnar sem keppa líður ótrúlega vel hjá þeim og líður vel með að fara á þetta svið.“ Þá bætir Ísabella við að þær stelpurnar fái góða og mikla þjálfun áður en þær stíga á stóra sviðið: „Svo það er engin stelpa sem líður illa.“ ARNÓR TRAUSTI Flýgur út til Póllands á sunnudaginn „Ég fer út á sunnudaginn, þetta er bara að gerast,“segir Ísabella sem er bersýnilega spennt fyrir komandi ferðalagi. „Ég verð þarna í þrjár vikur fyrir keppni svo það verður spennandi.“ Keppnin sjálf er haldin 14. júlí í borginni Nowy Sącz og stelpurnar sem keppa sitja ekki auðum höndum þangað til. „Við erum alltaf að gera eitthvað á hverjum einasta degi. Það er alls konar góðgerðarstarfsemi sem við vinnum með. Við erum náttúrulega á æfingum alla daga fyrir þetta seinasta show. Líka að kynnast og bara njóta, ég þarf að muna að njóta og hafa gaman.“ Ísabella segir mikilvægt að leyfa stressinu ekki að taka yfir. „Ég er svona að reyna að hugsa um þetta sem eitthvað skemmtilegt því ég myndi örugglega verða mjög stressuð ef ég væri að hugsa bara: Guð, ég verð þarna á sviðinu, allir horfandi á mig og dómararnir að dæma mig. Svo ég reyni að hugsa um þetta sem eitthvað skemmtilegt og tækifæri til þess að hafa gaman og kynnast öllum.“ Þá hefur Ísabella líka fengið skilaboð úr ókunnugum áttum. „Þetta er svakalegt því það er mikið af fólki sem sendir á mig og mér finnst það svolítið skrýtið þar sem ég er bara stelpa úr Garðabæ og svo kemur eitthvað fólk sem er bara: Oh my god. Ég held með þér. Og ég er bara: Ó, ókei.“ Hægt verður að horfa á keppnina Miss Supranational 2023 í beinu streymi á Youtube hinn 14. júlí. „Allir að styðja Ísland,“ segir Ísabella Þorvaldsdóttir að lokum.
FM957 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira