Páll Óskar genginn út: „Ég er hamingjusamasti hommi í heimi“ Íris Hauksdóttir skrifar 22. júní 2023 10:10 Páll Óskar samdi textann af laginu Galið gott, fyrir ástina í lífi sínu. Vísir/Vilhelm Páll Óskar, ástsælasti söngvari þjóðarinnar er genginn út, 53 ára að aldri. Hann segir tilfinninguna vægast sagt áhugaverða. Í kjölfarið gaf hann út lagið Galið gott, ásamt Doctor Victor. Hann segir textann hafa komið til sín eftir að ástin barði að dyrum. „Ég samdi lagið fyrir hann,“ segir Páll Óskar í samtali við blaðakonu Vísis og heldur áfram. „Ég hef ekki búið með neinum öðrum undir sama þaki síðan um tvítugsaldurinn, annars hef ég bara búið með kisum hingað til. Við erum mjög skotnir í hvor öðrum og hamingjusamir, nokkuð sem er magnað að fá að upplifa í fyrsta sinn á gamalsaldri. Auðvitað hef ég upplifað fullt af dásamlegum hlutum í lífinu, en núna veit ég að þau augnablik voru meira tengd gleði- og sigurvímu en hamingju. Ég hef verið skotinn í brjálæðislega flottum gaurum en dæmið gekk aldrei upp.“ Þeir höfðu ekki hugrekki í mig Páll Óskar segir öll sambönd snúast um það þrennt að þora geta og vilja, hingað til hafi eitthvað af því þrennu ekki gengið upp hjá sér. „Í flestum tilfellum höfðu þeir ekki hugrekki í mig, vildu mig ekki eða hreinlega gátu mig ekki. Stundum voru þeir bara til í hausnum á mér, einhver fantasía sem ég var að elta, sem þýðir að auðvitað var líka fullt að hjá mér sjálfum. Ég hafði ekki þá færni sem þarf til þess að búa undir sama þaki og önnur manneskja en loksins er það að smella. Viti menn, hvað gerist þá – sköpunargáfan fer á flug og ég er mættur aftur inn í stúdíó, alveg bullandi ástfanginn. Mitt Víkingalottó heitir Grindr Ég er sennilega hamingjusamasti hommi sem þú hittir í dag. Ég held þú heyrir alveg á þessu lagi hvað ég er hamingjusamur. Ég er að gera þetta lag fyrir hann. Það er svo magnað hvað lífið heldur áfram að koma manni á óvart þegar ég hélt að ég væri búinn að prófa allt. Mig langaði í kærasta og gafst aldrei upp. Ég hélt alltaf áfram að leita, stundum á kolvitlausum stöðum en samt gafst ég aldrei upp. Núna líður mér eins og ég hafi unnið í Víkingalottóinu. Mitt Víkingalottó heitir Grindr.“ Hafði fengið hugmyndir í láni frá gömlum bíómyndum Kærastarnir kynntust í janúar á þessu ári í gegnum stefnumótaforritið Grindr sem er Tinder fyrir homma. Spurður hvernig tilhugalífið hafi þróast segir Páll Óskar allt í ferlinu hafa komið sér á óvart. „Mér raðbrá. Ég var svo ofsalega litaður af ákveðnum hugmyndum sem ég fékk að láni frá gömlum bíómyndum hvernig allt eigi að ganga fyrir sig en fattaði svo að ég er alinn upp á mannskemmandi ranghugmyndum. Raunveruleikinn bankaði upp á strax og við fundum að við yrðum við að gera samkomulag um umgengnisreglur. Regla númer eitt hjá okkur er einföld: Engin verkaskipting. Ég hafði búið einn í húsinu mínu í tuttugu ár og alltaf séð sjálfur um almenn húsverk. Ég ímynda mér að ég sé ennþá einn, spýti í lófana og veð í öll dagleg húsverk. Ef ég kem að þvottavélinni í gangi eða búið að raða öllum handklæðum eftir stærð, þá hefur hann einfaldlega verið á undan mér. Við kunnum að gera öll þessi húsverk einir og við erum báðir hamhleypur til verka.“ Spurður hvort þetta hafi verið vandamál í fyrri samböndum segir Páll Óskar að það hafi aldrei reynt á slíkt. Páll Óskar segir áhugavert að deila íbúð í fyrsta skipti öðrum manni.Vísir/Vilhelm Vanta bara samstæða vettlinga og húfur Þú segir að þið séuð ólíkir. Hvað er það sem dregur ykkur saman? „Það er þörfin fyrir nándina og samneytið með hvor öðrum. Við erum algjörar dúllur. Við föðmumst örugglega tuttugu og fimm sinnum á dag. Knúsumst allan daginn. Segjum alltaf eitthvað fallegt við hvorn annan. Við leiðumst alltaf þegar við förum í göngutúra og leiðumst meira að segja á leiðinni af bílastæðinu yfir í stórmarkaðinn. Okkur vantar bara húfu og trefil í stíl til að vera aðeins meiri krútt. Fyrst og fremst líður okkur bara svo vel saman og það var eina krafan sem ég hafði sett fyrir sjálfan mig. Ef ég færi í samband þá yrði mér að líða vel með þessum gaur, inni í sama rými og sú vellíðan verður að vera gagnkvæm. Ef maður er með hnút í maganum með einhverjum þá er það rautt ljós sem maður verður að skoða, hlusta á og vinna svo í. Lykillinn er að líða vel saman.“ Páll Óskar segist vera eins og dragdrottning sem hef verið í dragi í þrjátíu og þrjú ár.Ólöf Erla Lagið, Galið gott, verður gefið út þegar klukkan slær miðnætti á morgun. Tildrög þess segist Páll Óskar í raun rekja til heimsfaraldursins. „Um leið og það ástand hætti þurftu allir að fá partýið sitt. Öll skólaböllin og árshátíðarnar vildu sitt og ég fór ekki varhluta af því. Ég man satt best að segja ekki eftir öðru eins. Við Doctor Victor vorum mikið að spila á sömu böllum og hann gaukaði að mér demói af þessu lagi. Ég elskaði það strax og sagðist vilja syngja það. Svo leið eitt og hálft ár. Fólk gerir sér ekki alltaf grein fyrir því hvað lagasmíði getur verið langt ferli. Ég sat bara fyrir framan tölvuna en það kom enginn texti þangað til núna í janúar. Þá dúndrast frá mér lög og textar. Ástin opnaði á sköpunargáfuna.“ Nærandi lækningamáttur lagasmíðanna Nú ert þú þekktur fyrir mikið af lögum tengdum ástarsorg, tengirðu þessar tilfinningar saman í textasmíð? „Já, þetta eru vissulega tvær hliðar á sama peningnum. Ég hef samið dramatísk ástarlög í massavís. Mér fannst ég oft þurfa að semja til að klára sorg og afgreiða sársauka en líka skoða og lækna og heila sjálfan mig. Ég á sannarlega nóg til af slíkum lögum. Þegar maður lendir í áföllum hefur það lækningarmátt. Núna er ég að læra að vera ástfanginn og öfugt við sorgina hefur lagasmíðin þá nærandi áhrif á sálina. Þetta er eins og að vökva blóm. Að skrifa og semja um sjálfan sig þegar þú ert nýlega ástfanginn það nærir mann. Væntumþykjan vex. Páll Óskar segir fallegt þegar hugur og hönd fari saman.Ólöf Erla Rétt eins og í gamla daga þegar fólk handskrifaði ástarbréf með blaði og penna. Það að halda á pennanum og skrifa handskrift, þá er eitthvað sem gerist, þegar hugur og hönd þurfa að vinna saman. Það er eitthvað svo fallegt við það þegar hugur og hönd fá að dansa saman. Hvað ætli margir séu annars enn að senda ástarbréf?“ Lærir íslensku í gegnum textana Páll Óskar vill ekki gefa upp nafn ástmannsins en segir að hann sé ekki íslenskur. Hvernig tengir hann við íslenska lagatextann sem þó er tileinkaður honum? „Það eru engir tungumálaörðuleikar í kringum textana mína. Hann er að læra íslensku í gegnum þá. Mér finnst það fallegt en aðallega fyndið,“ segir Páll Óskar og skellihlær. Hann kemur oft með mér í vinnuna og var fljótur að átta sig á að Páll Óskar er ákveðinn karakter sem ég klæði mig upp í að vera. Hann býr ekki með týpunni sem er á sviðinu. Þetta er í grunninn ekkert ósvipað Bastían bæjarfógeta sem Róbert Arnfinnsson lék svo árum skipti. Ég get lofað þér því að hann gerði stóran greinamun á sér og karakternum og það geri ég líka. Mér þykir vænt um Pál Óskar en ég elska Palla líka Ég nálgast Pál Óskar eins og dragdrottning sem hefur verið í dragi í þrjátíu og þrjú ár. En á meðan ég er meðvitaður um að blanda ekki þessum tveimur gaurum saman, það er að segja Páli Óskari á sviðinu og Palla sem býr heima hjá sér þá gengur lífið mitt mjög vel upp. Mér þykir vænt um Pál Óskar og ég elska Palla líka. Sumarið hjá Páli Óskari fer að mestu í bæjarhátíðir en hann er bókaður allar helgar á hverskyns gigg. Ólöf Erla Ég var feginn hvað kærastinn minn var fljótur að kveikja á muninum þarna á milli því ég fer aldrei upp á svið í einhverju hálfkáki. Ég er alltaf full on og hann hefur brjálæðislega gaman að fylgjast með því.“ Bæjarhátíðarhasarinn að hefjast Sumarið hjá ástardúfunum mun einkennast af miklu stuði en Páll Óskar er bókaður á flest allar bæjarhátíðir landsins. Hann segist þó ekki fyllast köfnunartilfinningar þó hann taki hverju giggi alvarlegum augum. Óformlegt mat blaðakonu er að Gleðigangan tróni yfir öðrum áhugaverðum hátíðum sumarsins. Páll Óskar segist fyrir löngu komin með límið á puttana og flest að smella hvað hana varðar. Ég er komin með allt skrautið og efniviðinn. Mestu lætin byrja samt þremur vikum fyrir en fram að því erum við nær alla daga að dúllast í trukknum. Spurður hvernig hann nái sér eftir vinnutörn segir Páll Óskar svefninn skipta megin máli. „Oftast horfi ég á einhverja rugl bíómynd sem ekki er hægt að finna á streymisveitum. Meðan ég fæ sjö tíma svefn er ég alltaf góður í næsta gigg daginn eftir.“ Tónlist Ástin og lífið Tengdar fréttir „Ég er á þörfinni og hlakka brjálæðislega mikið til“ „Ég var síðast á Þjóðhátíð 2019 þannig að ég er á þörfinni og hlakka brjálæðislega mikið til,“ segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson. 16. júní 2023 11:52 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira
„Ég samdi lagið fyrir hann,“ segir Páll Óskar í samtali við blaðakonu Vísis og heldur áfram. „Ég hef ekki búið með neinum öðrum undir sama þaki síðan um tvítugsaldurinn, annars hef ég bara búið með kisum hingað til. Við erum mjög skotnir í hvor öðrum og hamingjusamir, nokkuð sem er magnað að fá að upplifa í fyrsta sinn á gamalsaldri. Auðvitað hef ég upplifað fullt af dásamlegum hlutum í lífinu, en núna veit ég að þau augnablik voru meira tengd gleði- og sigurvímu en hamingju. Ég hef verið skotinn í brjálæðislega flottum gaurum en dæmið gekk aldrei upp.“ Þeir höfðu ekki hugrekki í mig Páll Óskar segir öll sambönd snúast um það þrennt að þora geta og vilja, hingað til hafi eitthvað af því þrennu ekki gengið upp hjá sér. „Í flestum tilfellum höfðu þeir ekki hugrekki í mig, vildu mig ekki eða hreinlega gátu mig ekki. Stundum voru þeir bara til í hausnum á mér, einhver fantasía sem ég var að elta, sem þýðir að auðvitað var líka fullt að hjá mér sjálfum. Ég hafði ekki þá færni sem þarf til þess að búa undir sama þaki og önnur manneskja en loksins er það að smella. Viti menn, hvað gerist þá – sköpunargáfan fer á flug og ég er mættur aftur inn í stúdíó, alveg bullandi ástfanginn. Mitt Víkingalottó heitir Grindr Ég er sennilega hamingjusamasti hommi sem þú hittir í dag. Ég held þú heyrir alveg á þessu lagi hvað ég er hamingjusamur. Ég er að gera þetta lag fyrir hann. Það er svo magnað hvað lífið heldur áfram að koma manni á óvart þegar ég hélt að ég væri búinn að prófa allt. Mig langaði í kærasta og gafst aldrei upp. Ég hélt alltaf áfram að leita, stundum á kolvitlausum stöðum en samt gafst ég aldrei upp. Núna líður mér eins og ég hafi unnið í Víkingalottóinu. Mitt Víkingalottó heitir Grindr.“ Hafði fengið hugmyndir í láni frá gömlum bíómyndum Kærastarnir kynntust í janúar á þessu ári í gegnum stefnumótaforritið Grindr sem er Tinder fyrir homma. Spurður hvernig tilhugalífið hafi þróast segir Páll Óskar allt í ferlinu hafa komið sér á óvart. „Mér raðbrá. Ég var svo ofsalega litaður af ákveðnum hugmyndum sem ég fékk að láni frá gömlum bíómyndum hvernig allt eigi að ganga fyrir sig en fattaði svo að ég er alinn upp á mannskemmandi ranghugmyndum. Raunveruleikinn bankaði upp á strax og við fundum að við yrðum við að gera samkomulag um umgengnisreglur. Regla númer eitt hjá okkur er einföld: Engin verkaskipting. Ég hafði búið einn í húsinu mínu í tuttugu ár og alltaf séð sjálfur um almenn húsverk. Ég ímynda mér að ég sé ennþá einn, spýti í lófana og veð í öll dagleg húsverk. Ef ég kem að þvottavélinni í gangi eða búið að raða öllum handklæðum eftir stærð, þá hefur hann einfaldlega verið á undan mér. Við kunnum að gera öll þessi húsverk einir og við erum báðir hamhleypur til verka.“ Spurður hvort þetta hafi verið vandamál í fyrri samböndum segir Páll Óskar að það hafi aldrei reynt á slíkt. Páll Óskar segir áhugavert að deila íbúð í fyrsta skipti öðrum manni.Vísir/Vilhelm Vanta bara samstæða vettlinga og húfur Þú segir að þið séuð ólíkir. Hvað er það sem dregur ykkur saman? „Það er þörfin fyrir nándina og samneytið með hvor öðrum. Við erum algjörar dúllur. Við föðmumst örugglega tuttugu og fimm sinnum á dag. Knúsumst allan daginn. Segjum alltaf eitthvað fallegt við hvorn annan. Við leiðumst alltaf þegar við förum í göngutúra og leiðumst meira að segja á leiðinni af bílastæðinu yfir í stórmarkaðinn. Okkur vantar bara húfu og trefil í stíl til að vera aðeins meiri krútt. Fyrst og fremst líður okkur bara svo vel saman og það var eina krafan sem ég hafði sett fyrir sjálfan mig. Ef ég færi í samband þá yrði mér að líða vel með þessum gaur, inni í sama rými og sú vellíðan verður að vera gagnkvæm. Ef maður er með hnút í maganum með einhverjum þá er það rautt ljós sem maður verður að skoða, hlusta á og vinna svo í. Lykillinn er að líða vel saman.“ Páll Óskar segist vera eins og dragdrottning sem hef verið í dragi í þrjátíu og þrjú ár.Ólöf Erla Lagið, Galið gott, verður gefið út þegar klukkan slær miðnætti á morgun. Tildrög þess segist Páll Óskar í raun rekja til heimsfaraldursins. „Um leið og það ástand hætti þurftu allir að fá partýið sitt. Öll skólaböllin og árshátíðarnar vildu sitt og ég fór ekki varhluta af því. Ég man satt best að segja ekki eftir öðru eins. Við Doctor Victor vorum mikið að spila á sömu böllum og hann gaukaði að mér demói af þessu lagi. Ég elskaði það strax og sagðist vilja syngja það. Svo leið eitt og hálft ár. Fólk gerir sér ekki alltaf grein fyrir því hvað lagasmíði getur verið langt ferli. Ég sat bara fyrir framan tölvuna en það kom enginn texti þangað til núna í janúar. Þá dúndrast frá mér lög og textar. Ástin opnaði á sköpunargáfuna.“ Nærandi lækningamáttur lagasmíðanna Nú ert þú þekktur fyrir mikið af lögum tengdum ástarsorg, tengirðu þessar tilfinningar saman í textasmíð? „Já, þetta eru vissulega tvær hliðar á sama peningnum. Ég hef samið dramatísk ástarlög í massavís. Mér fannst ég oft þurfa að semja til að klára sorg og afgreiða sársauka en líka skoða og lækna og heila sjálfan mig. Ég á sannarlega nóg til af slíkum lögum. Þegar maður lendir í áföllum hefur það lækningarmátt. Núna er ég að læra að vera ástfanginn og öfugt við sorgina hefur lagasmíðin þá nærandi áhrif á sálina. Þetta er eins og að vökva blóm. Að skrifa og semja um sjálfan sig þegar þú ert nýlega ástfanginn það nærir mann. Væntumþykjan vex. Páll Óskar segir fallegt þegar hugur og hönd fari saman.Ólöf Erla Rétt eins og í gamla daga þegar fólk handskrifaði ástarbréf með blaði og penna. Það að halda á pennanum og skrifa handskrift, þá er eitthvað sem gerist, þegar hugur og hönd þurfa að vinna saman. Það er eitthvað svo fallegt við það þegar hugur og hönd fá að dansa saman. Hvað ætli margir séu annars enn að senda ástarbréf?“ Lærir íslensku í gegnum textana Páll Óskar vill ekki gefa upp nafn ástmannsins en segir að hann sé ekki íslenskur. Hvernig tengir hann við íslenska lagatextann sem þó er tileinkaður honum? „Það eru engir tungumálaörðuleikar í kringum textana mína. Hann er að læra íslensku í gegnum þá. Mér finnst það fallegt en aðallega fyndið,“ segir Páll Óskar og skellihlær. Hann kemur oft með mér í vinnuna og var fljótur að átta sig á að Páll Óskar er ákveðinn karakter sem ég klæði mig upp í að vera. Hann býr ekki með týpunni sem er á sviðinu. Þetta er í grunninn ekkert ósvipað Bastían bæjarfógeta sem Róbert Arnfinnsson lék svo árum skipti. Ég get lofað þér því að hann gerði stóran greinamun á sér og karakternum og það geri ég líka. Mér þykir vænt um Pál Óskar en ég elska Palla líka Ég nálgast Pál Óskar eins og dragdrottning sem hefur verið í dragi í þrjátíu og þrjú ár. En á meðan ég er meðvitaður um að blanda ekki þessum tveimur gaurum saman, það er að segja Páli Óskari á sviðinu og Palla sem býr heima hjá sér þá gengur lífið mitt mjög vel upp. Mér þykir vænt um Pál Óskar og ég elska Palla líka. Sumarið hjá Páli Óskari fer að mestu í bæjarhátíðir en hann er bókaður allar helgar á hverskyns gigg. Ólöf Erla Ég var feginn hvað kærastinn minn var fljótur að kveikja á muninum þarna á milli því ég fer aldrei upp á svið í einhverju hálfkáki. Ég er alltaf full on og hann hefur brjálæðislega gaman að fylgjast með því.“ Bæjarhátíðarhasarinn að hefjast Sumarið hjá ástardúfunum mun einkennast af miklu stuði en Páll Óskar er bókaður á flest allar bæjarhátíðir landsins. Hann segist þó ekki fyllast köfnunartilfinningar þó hann taki hverju giggi alvarlegum augum. Óformlegt mat blaðakonu er að Gleðigangan tróni yfir öðrum áhugaverðum hátíðum sumarsins. Páll Óskar segist fyrir löngu komin með límið á puttana og flest að smella hvað hana varðar. Ég er komin með allt skrautið og efniviðinn. Mestu lætin byrja samt þremur vikum fyrir en fram að því erum við nær alla daga að dúllast í trukknum. Spurður hvernig hann nái sér eftir vinnutörn segir Páll Óskar svefninn skipta megin máli. „Oftast horfi ég á einhverja rugl bíómynd sem ekki er hægt að finna á streymisveitum. Meðan ég fæ sjö tíma svefn er ég alltaf góður í næsta gigg daginn eftir.“
Tónlist Ástin og lífið Tengdar fréttir „Ég er á þörfinni og hlakka brjálæðislega mikið til“ „Ég var síðast á Þjóðhátíð 2019 þannig að ég er á þörfinni og hlakka brjálæðislega mikið til,“ segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson. 16. júní 2023 11:52 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira
„Ég er á þörfinni og hlakka brjálæðislega mikið til“ „Ég var síðast á Þjóðhátíð 2019 þannig að ég er á þörfinni og hlakka brjálæðislega mikið til,“ segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson. 16. júní 2023 11:52