Lífið

Zucker­berg til í að slást við Musk

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Milljarðamæringarnir munu að öllum líkindum ekki mætast í búrinu í Vegas en um grín er að ræða.
Milljarðamæringarnir munu að öllum líkindum ekki mætast í búrinu í Vegas en um grín er að ræða. Vísir

Mark Zucker­berg, eig­andi sam­fé­lags­miðilsins Face­book, segist vera til í að mæta Elon Musk, eig­anda sam­fé­lags­miðilsins Twitter í slags­málum. Nokkuð ljóst er að um grín er að ræða en Face­book vinnur nú að þróun nýs sam­fé­lags­miðils sem er keim­líkur Twitter.

Elon Musk bryddaði upp á hug­myndinni að slags­málum á milli sín og Zucker­berg á Twitter. Þar sagðist hann til í að mæta hinum milljarða­mæringnum í búrinu. Undan­farnar vikur hefur móður­fé­lag Face­book, Meta, unnið að þróun sam­fé­lags­miðils sem verður í beinni sam­keppni við Twitter og er tölu­vert líkari miðlinum en Face­book.

Zucker­berg, sem er eig­andi Face­book og Insta­gram birti þá skjá­skot af færslu Musk og bað Musk ein­fald­lega um að gefa upp stað­setningu á bar­daganum. Svaraði hann því þá að þeir ættu að mætast í Vegas Octagon, bar­daga­höllinni í Las Vegas þar sem UFC bar­dagar fara fram.

„Ég er með þetta frá­bæra trikk sem ég kalla „rostunginn,“ þar sem ég ligg ofan á and­stæðingnum og geri ekkert,“ skrifar Musk léttur í bragði á Twitter. Hann segist ekki hreyfa sig neitt að ráði, nema þegar hann leiki sér með börnunum sínum.

Mark Zucker­berg virðist hins­vegar vera í besta formi lífs síns, ef marka má fréttir breska ríkis­út­varpsins. Hann hefur undan­farin ár stundað strangar æfingar í bar­daga­í­þróttum líkt og jui jitsu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×