Handbolti

Valur stað­festir komu Antons: Mun sinna þremur stöðum innan fé­lagsins

Aron Guðmundsson skrifar
Anton er mættur aftur á Hlíðarenda
Anton er mættur aftur á Hlíðarenda Mynd: Valur

Anton Rúnarsson hefur verið ráðinn yfirþjálfari yngri flokka Vals í handbolta en auk þess verður hann aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki karla sem og leikmaður liðsins. Allt þetta staðfestir Valur í tilkynningu. 

Anton er uppalinn og þá hefur hann leikið með meistaraflokki félagsins, er margfaldur Íslandsmeistari með Val og var árið 2021 valinn mikilvægasti leikmaður úrslitakeppni efstu deildar.

Eftir það tímabil hélt hann aftur út í atvinnumennsku, þá 33 ára gamall og gekk til liðs við TV Emsdetten. Hann snýr nú aftur á Hlíðarenda. 

„Anton hefur verið ráðinn yfir­þjálfari yngri flokka Vals og tekur við því kefli af Óskari Bjarna Óskar­syni sem ráðinn var á dögunum aðal­þjálfari meistara­flokks karla,“ segir í tilkynningu frá Val. 

„Anton mun einnig vera annar tveggja að­stoðar­þjálfara hjá meistara­flokki og verður þar með hluti af teymi þeirra Óskars og Björg­vins.Anton mun að auki vera hluti af leik­manna­hópi Vals á tíma­bilinu og mun Anton því hafa í nægu að snúast og verður gaman að fá hann og hans fjöl­skyldu aftur niður að Hlíðar­enda.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×