Körfubolti

Belgar í úrslit í fyrsta skiptið í sögunni

Jón Már Ferro skrifar
Alba Torrens, leikmaður Spánar, var rosaleg í sigri gegn Ungverjum.
Alba Torrens, leikmaður Spánar, var rosaleg í sigri gegn Ungverjum. vísir/getty

Spánverjar og Belgar leika til úrslita á Evrópumeistaramóti kvenna í körfubolta. Undanúrslitin fóru fram í dag með leik Spánar gegn Ungverjum og Belga gegn Frökkum. 

Þrátt fyrir að Spánverjar hafi síðast spilað í undanaúrslitum á mótinu árið 1997, gerðu þeir sér lítið fyrir og unnu níu stiga sigur. Alba Torrens fór fyrir spænska liðinu, skoraði 27 stig af þeim 69 sem liðið skoraði og var besti maður vallarins.

Belgar eru á leiðinni í úrslitaleikinn í fyrsta skiptið í sögunni og skrá sig þannig á spjöld sögunnar. Þær belgísku unnu með 67 stigum gegn 63. 

Það helsta sem skildi Belga að frá þeim frönsku voru tíu þriggja stiga körfur sem þær settu í leiknum. Það reyndist franska liðinu of erfitt sem lenti meðal annars 17 stigum undir í leiknum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×