Bakfæra 236 milljóna króna þóknanir eftir hrun í eignasafni TFII
![TFII var stofnað af Íslenskum verðbréfum árið 2017 og var þá 3 milljarðar króna að stærð.](https://www.visir.is/i/A320015CFD584742B07D7F1DBEC98AFFD3EF2757F5E0CAC32A2727FEA0900321_713x0.jpg)
Framtakssjóðurinn TFII, sem var þangað til nýlega rekinn af dótturfélagi Íslenskra verðbréfa, tapaði 1,4 milljörðum króna í fyrra þegar tvær stærstu eignir sjóðsins hrundu í verði. Eigendur TFII, sem eru að uppistöðu lífeyrissjóðir, komust að samkomulagi við Íslensk verðbréf um bakfærslu þóknana að fjárhæð 236 milljónir króna þegar samstarfi við sjóðastýringuna var slitið.