Tveir sigrar gegn Norðmönnum í dag Smári Jökull Jónsson skrifar 27. júní 2023 17:29 Tinna Guðrún átti góðan leik fyrir Ísland í dag. Vísir / Hulda Margrét U-20 ára landslið kvenna og U-18 ára lið karla unnu í dag tvo sigra á Noregi á Norðurlandamótinu sem fram fer í Södertälje í Svíþjóð. Um var að ræða fyrstu leiki liðanna á mótinu en bæði liðin leika leiki sína í Södertälje sem er úthverfi sænsku höfuðborgarinnar Stokkhólms. Leikur U-20 ára liðs kvenna gegn Noregi var æsispennandi. Ísland var fjórum stigum yfir í hálfleik 34-30 og leiddi með fimm stigum áður en lokafjórðungurinn hófst. Agnes María Svansdóttir lék vel í dag.Vísir/Hulda Margrét Það bitu norsku stúlkurnar frá sér og tókst að jafna metin með þriggja stiga körfu 43 sekúndum fyrir leikslok. Það varð því að framlengja og þar var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda. Íslenska liðið skoraði tíu stig gegn engu í framlengingunni og unnu að lokum 84-74 sigur. Agnes María Svansdóttir skoraði 18 stig fyrir Ísland og Tinna Guðrún Alexandersdóttir kom næst með 17 stig. Eva Wium Elíasdóttir skoraði 15 stig og Elísabeth Ýr Ægisdóttir 14. Fyrirliðinn Vilborg Jónsdóttir gaf hvorki fleiri né færri en 16 stoðsendingar í leiknum. Stelpurnar mæta næst liði Dana á fimmtudag sem steinlágu gegn Finnum í dag. Öruggt hjá strákunum U-18 ára lið Íslands í karlaflokki mætti einnig Norðmönnum í dag. Þar var ekki eins mikil spenna því íslensku strákarnir unnu öruggan þrjátíu og þriggja stiga sigur. Íslenska liðið var komið með sextán stiga forystu í hálfleik og stigu ekki af bensíngjöfinni í síðari hálfleiknum. Lokatölur 93-60 og óhætt að segja að strákarnir byrji vel á mótinu í Svíþjóð. Kristján Fannar Ingólfsson var stigahæstur hjá Íslandi með 20 stig og Birkir Hrafn Eyþórsson kom næstur með 16 stig. Næsti leikur íslenska liðsins er gegn Eistlandi á morgun. Landslið karla í körfubolta Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira
Um var að ræða fyrstu leiki liðanna á mótinu en bæði liðin leika leiki sína í Södertälje sem er úthverfi sænsku höfuðborgarinnar Stokkhólms. Leikur U-20 ára liðs kvenna gegn Noregi var æsispennandi. Ísland var fjórum stigum yfir í hálfleik 34-30 og leiddi með fimm stigum áður en lokafjórðungurinn hófst. Agnes María Svansdóttir lék vel í dag.Vísir/Hulda Margrét Það bitu norsku stúlkurnar frá sér og tókst að jafna metin með þriggja stiga körfu 43 sekúndum fyrir leikslok. Það varð því að framlengja og þar var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda. Íslenska liðið skoraði tíu stig gegn engu í framlengingunni og unnu að lokum 84-74 sigur. Agnes María Svansdóttir skoraði 18 stig fyrir Ísland og Tinna Guðrún Alexandersdóttir kom næst með 17 stig. Eva Wium Elíasdóttir skoraði 15 stig og Elísabeth Ýr Ægisdóttir 14. Fyrirliðinn Vilborg Jónsdóttir gaf hvorki fleiri né færri en 16 stoðsendingar í leiknum. Stelpurnar mæta næst liði Dana á fimmtudag sem steinlágu gegn Finnum í dag. Öruggt hjá strákunum U-18 ára lið Íslands í karlaflokki mætti einnig Norðmönnum í dag. Þar var ekki eins mikil spenna því íslensku strákarnir unnu öruggan þrjátíu og þriggja stiga sigur. Íslenska liðið var komið með sextán stiga forystu í hálfleik og stigu ekki af bensíngjöfinni í síðari hálfleiknum. Lokatölur 93-60 og óhætt að segja að strákarnir byrji vel á mótinu í Svíþjóð. Kristján Fannar Ingólfsson var stigahæstur hjá Íslandi með 20 stig og Birkir Hrafn Eyþórsson kom næstur með 16 stig. Næsti leikur íslenska liðsins er gegn Eistlandi á morgun.
Landslið karla í körfubolta Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira