„Karlmenn voru með særandi athugasemdir og reyndu við mig á niðrandi hátt“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 1. júlí 2023 11:30 Dansarinn Bjartey Elín er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Eyrún Haddý Dansarinn Bjartey Elín elskar að leika sér með ólíkar týpur þegar það kemur að klæðaburði og rugla aðeins í norminu. Hún er óhrædd við að fara eigin leiðir í fatavali og rannsaka hvernig framkoma annarra getur breyst eftir því hverju hún klæðist. Bjartey Elín er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Bjartey Elín elskar tjáningarform tískunnar.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Mér finnst gaman að sjá hvernig fólk tjáir sig með fatnaði og gaman að pæla í mismunandi týpum og sögum fólks út frá því hverju það klæðist. Mér sjálfri finnst mjög gaman að fara inn í mismunandi týpur þegar ég klæði mig og rugla pínulítið í norminu. Stundum finnst mér gaman að vera últra kvenleg, stundum er ég meira pönkuð og masculine, stundum er ég prinsessan og stundum er ég nornin en svo elska ég að blanda þessu öllu saman. Bjartey elskar að leika sér með normið.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Ég verð að segja leðurjakkinn minn sem ég keypti mér þegar ég var sautján ára. Hann hefur fylgt mér núna í sex ár og heldur alltaf áfram að gefa. Mér finnst mjög gaman að stæla hann á ólíka vegu. Hann getur verið skemmtileg andstæða við blómapils eða fallið vel inn í pönkara lúkkið. Leðurjakkinn umræddi.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Ég held ekki, miðað við margar vinkonur mínar. Ég byrja oftast á að velja eina flík og bæti svo ofan á það. Því fleiri lög og smáatriði því betra. Oft koma bestu outfittin þegar ég hef stuttan tíma til að velja. Bjartey Elín segir bestu útkomuna oft koma frá því að vera fljót að setja saman outfit. Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég held að fjölbreytni sé besta leiðin til að lýsa stílnum mínum og ég á erfitt með að setja sjálfa mig í eitt box. Ég elska að vera skvísa og töffari. Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Stílinn minn hefur breyst hægt og rólega í gegnum tíðina en aldrei tekið neinum drastískum breytingum. Ég er alltaf að finna nýjar hliðar af sjálfri mér og byggi ofan á stílinn. Svo er ég líka dugleg að taka til í skápnum og losa mig við það sem ég nota ekki. Þannig finnst mér gaman að blanda gömlu við nýtt og stundum geta ný föt gefið gömlu fötunum nýtt hlutverk. Ég á ennþá föt sem ég keypti mér í grunn- og menntaskóla. Bjartey er dugleg að nýta fötin sín vel og á enn flíkur sem hún eignaðist á unglingsárunum.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég sæki mikinn innblástur í vinkonur mínar. Þær eru allar svo töff og flottar á sinn hátt. Bratz dúkkur eru líka stórt inspo og hinar vinkonur mínar líka þær Rachel, Phoebe og Monica, úr Friends. Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Ég reyni að aðskilja venjuleg föt og vinnuföt sem eru íþróttaföt í mínu tilfelli sem dansari. Og annað að hætta við að fara í eitthvað sem mér finnst flott bara út af áliti annarra. Bleika dressið sem Bjartey klæddist.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Ég hef fengið að klæðast alls konar eftirminnilegum flíkum í gegnum dans og leikhús. Ég elska búninga! En ég verð að nefna outfit sem ég fór í á djammið um daginn. Í smá rannsóknar skyni fór ég í öllu bleiku og með kúrekahatt niður í bæ. Mér og vinkonum mínum fannst ég bara mjög sæt og mér fannst gaman að klæðast þessu. En það var áhugavert að sjá hvað fólk kom öðruvísi fram við mig. Ljóshærð, með sítt hár og í öllu bleiku. Ég varð allt í einu með lægri status. Karlmenn voru með særandi athugasemdir og reyndu við mig á niðrandi hátt. Það var eins og þeim fyndist þeir eiga rétt á mér eða að ég væri að biðja um athygli frá þeim. Í lok kvölds þorði ég ekki að labba ein heim. Eftir þetta fór ég mikið að pæla í hvernig litir hafa áhrif á status. Hvort ég hefði lent í því sama ef outfittið væri svart eða hvort dökkhærð kona hefði lent í því sama. Bjartey Elín leikur sér að sínum persónulega stíl og getur ekki sett hann í eitt box. Henni finnst ansi áhugavert að fylgjast með viðbrögðum fólks og framkomu háð því hverju hún klæðist. Eyrún Haddý Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Ég mæli með að kaupa notuð föt. Fyrst og fremst er það betra fyrir jörðina en ég hef líka komist að því að fötin bæði endast betur og ég fíla þau lengur en föt sem ég kaupi ný. Svo er best að fara með vinkonum í second hand búðir og finna föt fyrir hvor aðra. Þannig hef ég oft verslað mér flíkur sem ég elska en hefði aldrei fattað að velja sjálf. Mitt besta ráð er svo að eiga eina flotta og þæginlega skó sem geta pimpað upp hvaða outfit sem er. Hér má fylgjast með Bjarteyju á samfélagsmiðlinum Instagram. Tískutal Tíska og hönnun Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Bjartey Elín elskar tjáningarform tískunnar.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Mér finnst gaman að sjá hvernig fólk tjáir sig með fatnaði og gaman að pæla í mismunandi týpum og sögum fólks út frá því hverju það klæðist. Mér sjálfri finnst mjög gaman að fara inn í mismunandi týpur þegar ég klæði mig og rugla pínulítið í norminu. Stundum finnst mér gaman að vera últra kvenleg, stundum er ég meira pönkuð og masculine, stundum er ég prinsessan og stundum er ég nornin en svo elska ég að blanda þessu öllu saman. Bjartey elskar að leika sér með normið.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Ég verð að segja leðurjakkinn minn sem ég keypti mér þegar ég var sautján ára. Hann hefur fylgt mér núna í sex ár og heldur alltaf áfram að gefa. Mér finnst mjög gaman að stæla hann á ólíka vegu. Hann getur verið skemmtileg andstæða við blómapils eða fallið vel inn í pönkara lúkkið. Leðurjakkinn umræddi.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Ég held ekki, miðað við margar vinkonur mínar. Ég byrja oftast á að velja eina flík og bæti svo ofan á það. Því fleiri lög og smáatriði því betra. Oft koma bestu outfittin þegar ég hef stuttan tíma til að velja. Bjartey Elín segir bestu útkomuna oft koma frá því að vera fljót að setja saman outfit. Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég held að fjölbreytni sé besta leiðin til að lýsa stílnum mínum og ég á erfitt með að setja sjálfa mig í eitt box. Ég elska að vera skvísa og töffari. Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Stílinn minn hefur breyst hægt og rólega í gegnum tíðina en aldrei tekið neinum drastískum breytingum. Ég er alltaf að finna nýjar hliðar af sjálfri mér og byggi ofan á stílinn. Svo er ég líka dugleg að taka til í skápnum og losa mig við það sem ég nota ekki. Þannig finnst mér gaman að blanda gömlu við nýtt og stundum geta ný föt gefið gömlu fötunum nýtt hlutverk. Ég á ennþá föt sem ég keypti mér í grunn- og menntaskóla. Bjartey er dugleg að nýta fötin sín vel og á enn flíkur sem hún eignaðist á unglingsárunum.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég sæki mikinn innblástur í vinkonur mínar. Þær eru allar svo töff og flottar á sinn hátt. Bratz dúkkur eru líka stórt inspo og hinar vinkonur mínar líka þær Rachel, Phoebe og Monica, úr Friends. Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Ég reyni að aðskilja venjuleg föt og vinnuföt sem eru íþróttaföt í mínu tilfelli sem dansari. Og annað að hætta við að fara í eitthvað sem mér finnst flott bara út af áliti annarra. Bleika dressið sem Bjartey klæddist.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Ég hef fengið að klæðast alls konar eftirminnilegum flíkum í gegnum dans og leikhús. Ég elska búninga! En ég verð að nefna outfit sem ég fór í á djammið um daginn. Í smá rannsóknar skyni fór ég í öllu bleiku og með kúrekahatt niður í bæ. Mér og vinkonum mínum fannst ég bara mjög sæt og mér fannst gaman að klæðast þessu. En það var áhugavert að sjá hvað fólk kom öðruvísi fram við mig. Ljóshærð, með sítt hár og í öllu bleiku. Ég varð allt í einu með lægri status. Karlmenn voru með særandi athugasemdir og reyndu við mig á niðrandi hátt. Það var eins og þeim fyndist þeir eiga rétt á mér eða að ég væri að biðja um athygli frá þeim. Í lok kvölds þorði ég ekki að labba ein heim. Eftir þetta fór ég mikið að pæla í hvernig litir hafa áhrif á status. Hvort ég hefði lent í því sama ef outfittið væri svart eða hvort dökkhærð kona hefði lent í því sama. Bjartey Elín leikur sér að sínum persónulega stíl og getur ekki sett hann í eitt box. Henni finnst ansi áhugavert að fylgjast með viðbrögðum fólks og framkomu háð því hverju hún klæðist. Eyrún Haddý Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Ég mæli með að kaupa notuð föt. Fyrst og fremst er það betra fyrir jörðina en ég hef líka komist að því að fötin bæði endast betur og ég fíla þau lengur en föt sem ég kaupi ný. Svo er best að fara með vinkonum í second hand búðir og finna föt fyrir hvor aðra. Þannig hef ég oft verslað mér flíkur sem ég elska en hefði aldrei fattað að velja sjálf. Mitt besta ráð er svo að eiga eina flotta og þæginlega skó sem geta pimpað upp hvaða outfit sem er. Hér má fylgjast með Bjarteyju á samfélagsmiðlinum Instagram.
Tískutal Tíska og hönnun Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira