Ingó spilar á Goslokahátíð en ekki Þjóðhátíð Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 28. júní 2023 14:24 Ingó veðurguð mun koma fram á Goslokahátið 2023. Stöð 2 Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, þekktur undir listamannsnafninu Ingó veðurguð, mun koma fram á Goslokahátíðinni í Vestmannaeyjum. Hátíðin hefst næstkomandi mánudag og stendur yfir í viku. Ingó mun spila á staðnum Zame föstudagskvöldið 7. júli samkvæmt staðarmiðlinum Eyjafréttir. Dagskrána má nálgast á Facebook- síðu hátíðarinnar. Stýrði Brekkusöngnum sjö ár í röð Blaðamaður heyrði í kynningarfulltrúa Þjóðhátíðarnefndar sem staðfesti að Ingó mun ekki koma fram á Þjóðhátíð í ár. Sumarið 2021 steig Ingó úr sviðsljósinu eftir að yfir tuttugu konur greindu frá meintu kynferðisofbeldi og áreitni af hálfu tónlistarmannsins á samfélagsmiðlinum TikTok. Sögurnar voru nafnlausar og voru birtar af reikningi baráttuhópsins Öfga. Frásagnirnar leiddu til þess að Ingó var afbókaður á Þjóðhátíð en hann hafði áður stýrt Brekkusöngnum sjö ár í röð. Giggar um allt land Ingó hélt tónleika í Bæjarbíói í Hafnarfirði 19. maí síðastliðinn undir heitinu, Ingó Bestu lög allra tíma. Vegna góðra undirtekta mun hann endurtaka leikinn 27. júlí næstkomandi og stíga á svið í tilefni af bæjar- og tónlistarhátiðinni, Hjarta Hafnarfjarðar, og taka svokallaða Þjóðhátíðarupphitun. Á heimasíðu viðburðarins kemur fram að hann muni spila víða um land í sumar ásamt saxófónleikaranum Bjössa sax og Einari Erni Jónssyni, hljómborðsleikara. Þjóðhátíð í Eyjum Tónleikar á Íslandi Hafnarfjörður Vestmannaeyjar Tónlist Tengdar fréttir Kærasta Ingólfs segir yfirlýsta femínista hafa ítrekað beitt sig ofbeldi Alexandra Eir Davíðsdóttir segist ítrekað hafa verið beitt ofbeldi af hálfu hópa sem segjast berjast gegn ofbeldi og réttindum kvenna, einungis vegna þess hver maki hennar er. Hún segir þetta fólk hafa birt heimilisfang hennar opinberlega svo hægt væri að eggja húsið eða beita hana eða kærasta hennar líkamlegu ofbeldi. 7. mars 2023 12:31 Ingó hyggur á stórtónleika í Háskólabíó í mars Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, hyggst halda stórtónleika í Háskólabíó á nýju ári. Samkvæmt heimildum fréttastofu verða tónleikarnir haldnir undir yfirskriftinni „Loksins gigg“, föstudaginn 10. mars. Formleg miðasala er ekki hafin en vinir og vandamenn hafa verið beðnir um að taka kvöldið frá. 30. desember 2022 15:19 Ingó áfrýjar til Landsréttar Ingólfur Þórarinsson mun áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll 30. maí síðastliðinn. Héraðsdómur sýknaði Sindra Þór Sigríðarson Hilmarsson af stefnu Ingólfs um meiðyrði. 22. júní 2022 11:20 Mest lesið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum Lífið Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Býður í sósupartý í Smekkleysu á sunnudag Fréttatía vikunnar: Hlustendaverðlaunin, sjötugsafmæli og gjaldþrot Svona var stemningin á Nasa Sjá meira
Hátíðin hefst næstkomandi mánudag og stendur yfir í viku. Ingó mun spila á staðnum Zame föstudagskvöldið 7. júli samkvæmt staðarmiðlinum Eyjafréttir. Dagskrána má nálgast á Facebook- síðu hátíðarinnar. Stýrði Brekkusöngnum sjö ár í röð Blaðamaður heyrði í kynningarfulltrúa Þjóðhátíðarnefndar sem staðfesti að Ingó mun ekki koma fram á Þjóðhátíð í ár. Sumarið 2021 steig Ingó úr sviðsljósinu eftir að yfir tuttugu konur greindu frá meintu kynferðisofbeldi og áreitni af hálfu tónlistarmannsins á samfélagsmiðlinum TikTok. Sögurnar voru nafnlausar og voru birtar af reikningi baráttuhópsins Öfga. Frásagnirnar leiddu til þess að Ingó var afbókaður á Þjóðhátíð en hann hafði áður stýrt Brekkusöngnum sjö ár í röð. Giggar um allt land Ingó hélt tónleika í Bæjarbíói í Hafnarfirði 19. maí síðastliðinn undir heitinu, Ingó Bestu lög allra tíma. Vegna góðra undirtekta mun hann endurtaka leikinn 27. júlí næstkomandi og stíga á svið í tilefni af bæjar- og tónlistarhátiðinni, Hjarta Hafnarfjarðar, og taka svokallaða Þjóðhátíðarupphitun. Á heimasíðu viðburðarins kemur fram að hann muni spila víða um land í sumar ásamt saxófónleikaranum Bjössa sax og Einari Erni Jónssyni, hljómborðsleikara.
Þjóðhátíð í Eyjum Tónleikar á Íslandi Hafnarfjörður Vestmannaeyjar Tónlist Tengdar fréttir Kærasta Ingólfs segir yfirlýsta femínista hafa ítrekað beitt sig ofbeldi Alexandra Eir Davíðsdóttir segist ítrekað hafa verið beitt ofbeldi af hálfu hópa sem segjast berjast gegn ofbeldi og réttindum kvenna, einungis vegna þess hver maki hennar er. Hún segir þetta fólk hafa birt heimilisfang hennar opinberlega svo hægt væri að eggja húsið eða beita hana eða kærasta hennar líkamlegu ofbeldi. 7. mars 2023 12:31 Ingó hyggur á stórtónleika í Háskólabíó í mars Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, hyggst halda stórtónleika í Háskólabíó á nýju ári. Samkvæmt heimildum fréttastofu verða tónleikarnir haldnir undir yfirskriftinni „Loksins gigg“, föstudaginn 10. mars. Formleg miðasala er ekki hafin en vinir og vandamenn hafa verið beðnir um að taka kvöldið frá. 30. desember 2022 15:19 Ingó áfrýjar til Landsréttar Ingólfur Þórarinsson mun áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll 30. maí síðastliðinn. Héraðsdómur sýknaði Sindra Þór Sigríðarson Hilmarsson af stefnu Ingólfs um meiðyrði. 22. júní 2022 11:20 Mest lesið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum Lífið Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Býður í sósupartý í Smekkleysu á sunnudag Fréttatía vikunnar: Hlustendaverðlaunin, sjötugsafmæli og gjaldþrot Svona var stemningin á Nasa Sjá meira
Kærasta Ingólfs segir yfirlýsta femínista hafa ítrekað beitt sig ofbeldi Alexandra Eir Davíðsdóttir segist ítrekað hafa verið beitt ofbeldi af hálfu hópa sem segjast berjast gegn ofbeldi og réttindum kvenna, einungis vegna þess hver maki hennar er. Hún segir þetta fólk hafa birt heimilisfang hennar opinberlega svo hægt væri að eggja húsið eða beita hana eða kærasta hennar líkamlegu ofbeldi. 7. mars 2023 12:31
Ingó hyggur á stórtónleika í Háskólabíó í mars Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, hyggst halda stórtónleika í Háskólabíó á nýju ári. Samkvæmt heimildum fréttastofu verða tónleikarnir haldnir undir yfirskriftinni „Loksins gigg“, föstudaginn 10. mars. Formleg miðasala er ekki hafin en vinir og vandamenn hafa verið beðnir um að taka kvöldið frá. 30. desember 2022 15:19
Ingó áfrýjar til Landsréttar Ingólfur Þórarinsson mun áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll 30. maí síðastliðinn. Héraðsdómur sýknaði Sindra Þór Sigríðarson Hilmarsson af stefnu Ingólfs um meiðyrði. 22. júní 2022 11:20