Lífið

BBQ kóngurinn: Grilluð Chicago-style pizza

Boði Logason skrifar
Alfreð Fannar Björnsson er betur þekktur sem BBQ kóngurinn
Alfreð Fannar Björnsson er betur þekktur sem BBQ kóngurinn Stöð 2

Ný sería af BBQ kónginum fór af stað í gærkvöldi þegar grillmeistarinn Alfreð Fannar Björnsson tók upp grillspaðann á nýjan leik.

Í fyrsta þættinum grillaði hann meðal annars pönnupizzu og sjónvarpsköku.

„Ég ætla að gera vinsælustu pizzuna, pepperóni-pizza, með nóg af osti og nóg af sósu. Hún er geggjuð!“

Hér er hægt að nálgast klippu úr þættinum og fyrir neðan má sjá uppskriftina og aðferð.

Alvöru Chicago style pönnu pizza

Olía

350g pizzadeig

Rifinn ostur

Pepparóní

Pizzasósa

Smyrjið 25 cm pottjárnspönnu með olíu.

Fletjið deigið út í pönnunni með höndunum.

Setjið fyrst ostinn og pepparóní svo vel af pizzasósu.

Stráið svo auka osti og pepparóníi yfir í lokin.

Styllið grillið á 240 gráður og eldið pizzuna á óbeinum hita í 25 - 30 mínútur.

Hvítlauksolía

4 hvítlauksgeirar

Grillsalt (salt með hvítlauk)

Handfylli steinselja

Pipar

Olía

Kremjið hvítlauk í morteli ásamt grillsalti.

Bætið steinselju, pipar og olíu út í og kremjið saman.

Sjónvarpsköku pizza

Olía

250g pizzadeig

Sjónvarpsköku fylling:

100g smjör

80ml rjómi

200g púðursykur

150g kókosmjöl

Smyrjið 20 cm steypujárnspönnu með olíu.

Fletjið deigið út í pönnunni með höndunum.

Kyndið grillið í 240 gráður og eldið pizzuna á óbeinum hita í 25 -30 mínútur

Bræðið saman í potti smjör, rjóma og púðursykur.

Takið pottinn af hitanum og bætið kókosmjöli saman við.

Þegar 5 - 10 mínútur eru eftir af eldunartíma pizzunar setjið þið fyllinguna ofan á.

BBQ kóngurinn er sýndur á Stöð 2 alla fimmtudaga klukkan 18:55






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.