Manuela gerði sem þekkt er garðinn fyrst frægan árið 2002 þegar hún bar sigur úr býtum í fegurðarsamkeppninni Ungfrú Ísland. Síðan þá hefur hún fengist við fjölbreytt störf en er eflaust þekktust fyrir frumkvöðlastarf sitt sem framkvæmdarstýra fegurðarsamkeppninnar Miss Universe Iceland síðastliðin ár.
Manuela lærði fatahönnun við Listaháskóla Íslands ásamt því að stunda nám við Hússtjórnarskólann við Reykjavík en þaðan fluttist hún til Los Angeles í frekara nám. Hún stofnaði síðar fyrirtækið Even labs en seldi hlut sinn í fyrirtækinu þegar hún gerðist vörumerkjastjóri hjá snyrtivöruversluninni Beautybox þar sem hún starfar í dag.
Piparsveinar landsins geta sett sig í stellingar og reimað á sig vonbiðlaskóna.