Fótbolti

Breyta rang­stöðu­reglunni þökk sé Wen­ger

Jón Már Ferro skrifar
Vonandi leiðir nýja reglan til þess að færri mörk verði dæmd af vegna rangstöðu.
Vonandi leiðir nýja reglan til þess að færri mörk verði dæmd af vegna rangstöðu. vísir/Getty

FIFA hyggst breyta rangstöðureglunni á þann veg að allur líkami sóknarmanns þarf að vera fyrir innan líkama varnarmanns til að vera dæmdur rangstæður. Nýja reglan verður prófuð í sumum leikjum í Hollandi, á Ítalíu og í Svíþjóð á komandi leiktíð.

Breytingarnar eiga að auðvelda dómurum að skera úr um hvort leikmaður sé réttstæður eða rangstæður. Frá því að VAR, myndbandsdómgæsla, var sett á laggirnar fyrir nokkrum árum hafa dómarar átt í miklum erfiðleikum með að skera úr um hvort leikmaður sé rangstæður eða ekki. 

Að margra mati hafa of mörg mörk verið dæmd af vegna þess að örlítill hluti leikmanns er fyrir innan. Oft svo lítill hluti að augað á erfitt með að greina það.

Arsene Wenger hefur starfað við þróunarmál fyrir hönd FIFA frá árinu 2019 en hann kynnti tillöguna fyrst í mars 2021. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×