KSÍ hafnar kröfu KR Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. ágúst 2024 17:52 Framkvæmdastjóri KSÍ, Jörundur Áki Sveinsson. vísir Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur hafnað kröfu KR um sigur á HK í leik liðanna sem átti að fara fram í Bestu deild karla í knattspyrnu á dögunum. Þannig er mál með vexti að leikur HK og KR í Kórnum fór ekki fram þar sem annað mark vallarins var ónýtt. Náð var í varamörk en þau stóðust ekki kröfur dómara leiksins og á endanum var leiknum frestað. KR-ingar kröfðust þess að þeim yrði dæmdur 3-0 sigur í leiknum en í yfirlýsingu frá félaginu er beint á að málið sé fordæmisgefandi og því telja KR-ingar brýnt að dómstólar KSÍ úrskurði í málinu. Hvað gerist þegar græjurnar eru ekki í lagi á leikstað og hver ber ábyrgð á því? KR-ingar telja jafnframt að ákvörðun stjórnar KSÍ mismuni félögum, og benda á að KR og Vestra hafi fyrr í sumar verið gert að spila á varavöllum þegar vellir félaganna voru ónothæfir. Málið skapi hættu á að félög geri velli sína ónothæfa sjái þau sér hag í því. Þá benda KR-ingar á að ákvörðun stjórnar KSÍ byggi á grein 15.6 í reglugerð um knattspyrnumót, en þar er talað um „óviðráðanlegar orsakir“ fyrir því að leikur fari ekki fram, svo sem veður eða ástand vallar. Ástæðan fyrir frestuninni í Kórnum var ekki vegna óviðráðanlegs atviks, að mati KR-inga. Nú hefur KSÍ hafnað þeirri kröfu. Á vef sambandsins segir: „Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur kveðið upp úrskurð í kærumáli nr. 8/2024. Hefur nefndin hafnað kröfu KR um að félaginu verði dæmdur 0-3 sigur í leik liðsins við HK í Bestu deild karla. Einnig hefur aga- og úrskurðarnefnd hafnað kröfu KR um ómerkingu á ákvörðun mótanefndar KSÍ að finna leik HK og KR nýjan leiktíma.“ Leikurinn mun fara fram þann 22. ágúst næstkomandi eða á fimmtudaginn kemur. Hér að neðan má sjá nánari útskýringu á ákvörðun KSÍ. Hér má svo lesa úrskurðinn í heild sinni. […] Er í málinu, af hálfu kæranda, gerð krafa um afar íþyngjandi viðurlög í garð kærða HK. Að mati nefndarinnar og á grundvelli almennra lagasjónarmiða þarf skýr viðurlagaheimild að vera fyrir hendi þannig að víst megi telja að tiltekin viðurlög liggi við tilgreindu broti, sbr. þegar lið mætir ekki til leiks, sbr. 35. grein reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót, eða þegar lið teflir fram ólöglegum leikmanni, sbr. 36. grein sömu reglugerðar. Það er mat nefndarinnar að þau viðurlög, sem kærandi gerir kröfu um vegna brota kærða HK við framkvæmd fyrirhugaðs leiks HK og KR í Bestu deild karla, hafi ekki viðhlítandi stoð í lögum- eða reglugerðum KSÍ. Verður aðalkröfu kæranda, um KR verði dæmdur 0-3 sigur í leik liðsins við kærða HK, því hafnað. […] Að mati aga- og úrskurðarnefndar er niðurlag greinar 15.6 skýrt og afdráttarlaust um hver afdrif leiks, sem farist hefur fyrir og ekki verið flautaður á, skuli vera. Með vísan til þessa og greinar 34.6. reglugerðar knattspyrnumót er ekki fallist á það með kæranda að mótanefnd KSÍ hafi ekki verið heimilt á að finna leik HK og KR nýjan leiktíma. Samkvæmt grein 34.6. sker mótanefnd KSÍ úr öllum vafaatriðum varðandi framkvæmd móts og einstakra leikja og hefur hún rétt til þess að breyta leikstað eða leikstund. Er kröfu kæranda um ómerkingu á ákvörðun mótanefndar KSÍ því hafnað. […] Með vísan til áðurnefndrar greinar 32.1 laga KSÍ og 4. greinar starfsreglna mótanefndar KSÍ er ljóst að ákvörðunarvald um frestun leikja og hvenær þeir skuli settir á að nýju falli í hlut mótanefndar KSÍ. Er því ljóst að aga- og úrskurðarnefnd hefur ekki úrskurðarvald um kröfu kæranda um að leik HK og KR í Bestu deild karla sem settur hefur verið 22. ágúst nk. verði frestað á meðan mál þetta er til lykta leitt. Er þeirri kröfu því vísað frá aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KSÍ KR HK Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Þannig er mál með vexti að leikur HK og KR í Kórnum fór ekki fram þar sem annað mark vallarins var ónýtt. Náð var í varamörk en þau stóðust ekki kröfur dómara leiksins og á endanum var leiknum frestað. KR-ingar kröfðust þess að þeim yrði dæmdur 3-0 sigur í leiknum en í yfirlýsingu frá félaginu er beint á að málið sé fordæmisgefandi og því telja KR-ingar brýnt að dómstólar KSÍ úrskurði í málinu. Hvað gerist þegar græjurnar eru ekki í lagi á leikstað og hver ber ábyrgð á því? KR-ingar telja jafnframt að ákvörðun stjórnar KSÍ mismuni félögum, og benda á að KR og Vestra hafi fyrr í sumar verið gert að spila á varavöllum þegar vellir félaganna voru ónothæfir. Málið skapi hættu á að félög geri velli sína ónothæfa sjái þau sér hag í því. Þá benda KR-ingar á að ákvörðun stjórnar KSÍ byggi á grein 15.6 í reglugerð um knattspyrnumót, en þar er talað um „óviðráðanlegar orsakir“ fyrir því að leikur fari ekki fram, svo sem veður eða ástand vallar. Ástæðan fyrir frestuninni í Kórnum var ekki vegna óviðráðanlegs atviks, að mati KR-inga. Nú hefur KSÍ hafnað þeirri kröfu. Á vef sambandsins segir: „Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur kveðið upp úrskurð í kærumáli nr. 8/2024. Hefur nefndin hafnað kröfu KR um að félaginu verði dæmdur 0-3 sigur í leik liðsins við HK í Bestu deild karla. Einnig hefur aga- og úrskurðarnefnd hafnað kröfu KR um ómerkingu á ákvörðun mótanefndar KSÍ að finna leik HK og KR nýjan leiktíma.“ Leikurinn mun fara fram þann 22. ágúst næstkomandi eða á fimmtudaginn kemur. Hér að neðan má sjá nánari útskýringu á ákvörðun KSÍ. Hér má svo lesa úrskurðinn í heild sinni. […] Er í málinu, af hálfu kæranda, gerð krafa um afar íþyngjandi viðurlög í garð kærða HK. Að mati nefndarinnar og á grundvelli almennra lagasjónarmiða þarf skýr viðurlagaheimild að vera fyrir hendi þannig að víst megi telja að tiltekin viðurlög liggi við tilgreindu broti, sbr. þegar lið mætir ekki til leiks, sbr. 35. grein reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót, eða þegar lið teflir fram ólöglegum leikmanni, sbr. 36. grein sömu reglugerðar. Það er mat nefndarinnar að þau viðurlög, sem kærandi gerir kröfu um vegna brota kærða HK við framkvæmd fyrirhugaðs leiks HK og KR í Bestu deild karla, hafi ekki viðhlítandi stoð í lögum- eða reglugerðum KSÍ. Verður aðalkröfu kæranda, um KR verði dæmdur 0-3 sigur í leik liðsins við kærða HK, því hafnað. […] Að mati aga- og úrskurðarnefndar er niðurlag greinar 15.6 skýrt og afdráttarlaust um hver afdrif leiks, sem farist hefur fyrir og ekki verið flautaður á, skuli vera. Með vísan til þessa og greinar 34.6. reglugerðar knattspyrnumót er ekki fallist á það með kæranda að mótanefnd KSÍ hafi ekki verið heimilt á að finna leik HK og KR nýjan leiktíma. Samkvæmt grein 34.6. sker mótanefnd KSÍ úr öllum vafaatriðum varðandi framkvæmd móts og einstakra leikja og hefur hún rétt til þess að breyta leikstað eða leikstund. Er kröfu kæranda um ómerkingu á ákvörðun mótanefndar KSÍ því hafnað. […] Með vísan til áðurnefndrar greinar 32.1 laga KSÍ og 4. greinar starfsreglna mótanefndar KSÍ er ljóst að ákvörðunarvald um frestun leikja og hvenær þeir skuli settir á að nýju falli í hlut mótanefndar KSÍ. Er því ljóst að aga- og úrskurðarnefnd hefur ekki úrskurðarvald um kröfu kæranda um að leik HK og KR í Bestu deild karla sem settur hefur verið 22. ágúst nk. verði frestað á meðan mál þetta er til lykta leitt. Er þeirri kröfu því vísað frá aga- og úrskurðarnefnd KSÍ.
[…] Er í málinu, af hálfu kæranda, gerð krafa um afar íþyngjandi viðurlög í garð kærða HK. Að mati nefndarinnar og á grundvelli almennra lagasjónarmiða þarf skýr viðurlagaheimild að vera fyrir hendi þannig að víst megi telja að tiltekin viðurlög liggi við tilgreindu broti, sbr. þegar lið mætir ekki til leiks, sbr. 35. grein reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót, eða þegar lið teflir fram ólöglegum leikmanni, sbr. 36. grein sömu reglugerðar. Það er mat nefndarinnar að þau viðurlög, sem kærandi gerir kröfu um vegna brota kærða HK við framkvæmd fyrirhugaðs leiks HK og KR í Bestu deild karla, hafi ekki viðhlítandi stoð í lögum- eða reglugerðum KSÍ. Verður aðalkröfu kæranda, um KR verði dæmdur 0-3 sigur í leik liðsins við kærða HK, því hafnað. […] Að mati aga- og úrskurðarnefndar er niðurlag greinar 15.6 skýrt og afdráttarlaust um hver afdrif leiks, sem farist hefur fyrir og ekki verið flautaður á, skuli vera. Með vísan til þessa og greinar 34.6. reglugerðar knattspyrnumót er ekki fallist á það með kæranda að mótanefnd KSÍ hafi ekki verið heimilt á að finna leik HK og KR nýjan leiktíma. Samkvæmt grein 34.6. sker mótanefnd KSÍ úr öllum vafaatriðum varðandi framkvæmd móts og einstakra leikja og hefur hún rétt til þess að breyta leikstað eða leikstund. Er kröfu kæranda um ómerkingu á ákvörðun mótanefndar KSÍ því hafnað. […] Með vísan til áðurnefndrar greinar 32.1 laga KSÍ og 4. greinar starfsreglna mótanefndar KSÍ er ljóst að ákvörðunarvald um frestun leikja og hvenær þeir skuli settir á að nýju falli í hlut mótanefndar KSÍ. Er því ljóst að aga- og úrskurðarnefnd hefur ekki úrskurðarvald um kröfu kæranda um að leik HK og KR í Bestu deild karla sem settur hefur verið 22. ágúst nk. verði frestað á meðan mál þetta er til lykta leitt. Er þeirri kröfu því vísað frá aga- og úrskurðarnefnd KSÍ.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KSÍ KR HK Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira