Þróttur – Breiðablik 2-4
Nik Chamberlain stýrði Breiðablik til sigurs gegn sínu gamla liði. Birta Georgsdóttir braut ísinn og Karitas Tómasdóttir bætti við rétt fyrir hálfleik.
Sæunn Björnsdóttir minnkaði muninn fyrir Þrótt eftir hornspyrnu í byrjun seinni hálfleiks en skömmu síðar voru Blikar aftur komnir tveimur mörkum yfir þökk sé Vigdísi Lilju Kristjánsdóttur.
Samantha Smith skoraði svo fjórða mark Breiðabliks korteri seinna áður en Caroline Murray minnkaði muninn í 4-2 fyrir Þrótt en þar við sat til enda.
Valur – Fylkir 2-0
Nýkrýndir bikarmeistarar Vals höfðu betur gegn Fylki 2-0. Staðan var jöfn fram að 82. mínútu en þá braut Lillý Rut Hlynsdóttir ísinn og Helena Ósk Hálfdánardóttir bætti við öðru marki í uppbótartíma.