Sport

Besta hnefaleikakona Íslands ber að ofan á Instagram

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valgerður Guðsteinsdóttir hefur lagt mikið á sig og er stolt af skrokknum sínum.
Valgerður Guðsteinsdóttir hefur lagt mikið á sig og er stolt af skrokknum sínum. Instagram/@valgerdurgud

Íslenska hnefaleikakonan Valgerður Guðsteinsdóttir hefur vakið athygli fyrir öfluga framgöngu í hringnum á síðustu árum.

Valgerður er eina íslenska atvinnukonan í hnefaleikum en það tók hana aðeins fjörutíu sekúndur að rota síðasta mótherja sinn sem Mariami Nutsubidze frá Georgíu í bardaga sem fór fram í Alingsås í Svíþjóð í maí.

Nú síðast vakti Valgerður athygli fyrir færslu á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem henni fannst tími á að fara aðeins út fyrir þægindarammann sinn.

Valgerður birti þar mynd af sér ber að ofan á Instagram reikningi sínum. Valgerður birtir myndina með valdeflandi orðum um sjálfsuppgötvun og hugrekki að hræðast ekki að vera hún sjálf. Hún vill vera frjáls og stolt af sjálfri sér sem hún sýnir á sérstakan hátt.

„Hér er eitthvað utan við þennan hefðbundna glugga minn að þurfa alltaf að vera siðprúð,“ skrifaði Valgerður Guðsteinsdóttir en hún skrifaði færslu sína á ensku.

„Ég vil þakka líkamanum mínum sem hefur komið mér í gegnum svo margt, mótaður af ástríðu minni fyrir hnefaleikum og skrokkur sem er enn að verða sterkari og hraðari. Ég er á réttri leið,“ skrifaði Valgerður.

Það má sjá þessa færslu Valgerðar hér fyrir neðan.

Box

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×