Fjárfestingafélag Samherja kaupir yfir fimm prósenta hlut í BankNordik

Fjárfestingafélagið Kaldbakur, sem er í eigu íslenska sjávarútvegsrisans Samherja, hefur eignast rúmlega fimm prósenta hlut í færeyska bankanum BankNordik. Kaupin koma á sama tíma og Samherji seldi allt hlutafé sitt í öðru færeysku félagi, útgerðarfyrirtækinu Framherja.
Tengdar fréttir

Samherji færir hlutinn í Högum yfir í fjárfestingafélag
Samherji hefur flutt 4,5 prósenta eignarhlut sinn í Högum, sem er metinn á 3,7 milljarða króna miðað við gengi bréfanna í dag, yfir í fjárfestingafélagið Kaldbak.