Ellefta umferðin hófst í gær með leik Þróttar og Selfoss og umferðin klárast í kvöld með fjórum leikjum.
Tveir leikir hefjast klukkan 18:00 og útsending fyrir þá báða hefst tíu mínútum fyrr. ÍBV tekur á móti Stjörnunni á Stöð 2 Sport 5 og Þór/KA sækir Keflvíkinga heim á rás Bestu-deildarinnar.
Þá hefst bein útsending á Stöð 2 Sport frá Kaplakrika klukkan 19:00 þar sem spútniklið FH tekur á móti Íslandsmeisturum Vals. Fimm mínútum síðar hefst svo bein útsending á rás Bestu-deildarinnar frá leik Breiðabliks og Tindastóls.