Svifið ofan úr Kömbunum á ógnarhraða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. júlí 2023 19:24 Á efri mynd til vinstri má sjá fréttamann heldur skelkaðan, áður en hann hélt af stað niður sviflínuna. Um leið og ferðin var hafin var þó ekki fyrir neinum ótta að fara. Hann komst svo heill niður að lokum, og áttaði sig á því að hann hafði ekkert að óttast. Vísir/Vésteinn/Arnar Kílómetralöng sviflína í Hveragerði verður formlega opnuð gestum á morgun. Fréttastofan tók forskot á sæluna í dag og kynnti sér þessa nýjung í afþreyingu á Suðurlandi. Mega Zip line verður tekin formlega í gagnið á morgun, en fyrstu ferðir voru þó farnar í dag. Fyrst fékk að fara Svava Berglind Grétarsdóttir, sem fékk ferðina í afmælisgjöf frá eiginmanni sínum. Fyrsta ferðin var boðin upp til styrktar ME-félaginu. Sviflínan liggur ofan úr Kömbunum og niður í áttina að gönguleiðinni inn í Reykjadal. Framkvæmdastjórinn segir markmiðið að búa til nýja afþreyingu fyrir Íslendinga sem og ferðamenn, þar sem náttúruan spili stórt hlutverk. Hallgrímur Kristinsson er framkvæmdastjóri Mega Zipline.Vísir/Arnar „Og hér á bak við mig er Svartagljúfur, sem er falin náttúruperla sem við erum að opna aðgengi að með því að leggja göngustíg meðfram því. Það er hluti af því að renna sér hér í þessari langstærstu sviflínu landsins,“ segir Hallgrímur Kristinsson, framkvæmdastjóri Mega Zipline. Hallgrímur var rétt nýkominn úr sviflínuferð þegar við náðum tali af honum. „Þetta var stórkostleg skemmtun og ég ætla bara að leyfa þér að finna fyrir því á eftir,“ sagði Hallgrímur og beindi orðum sínum þar að fréttamanni. Og þá var ekkert eftir nema að prófa sjálfur, eftir að hafa græjað sig rétt upp, allt eftir kúnstarinnar reglum. Sjón er sögu ríkari og hér að neðan má sjá fréttamann spreyta sig á ferðinni niður, í liggjandi stöðu, til að njóta sem best þess útsýnis sem ferðin hefur upp á að bjóða. Einnig er hægt að fara sitjandi niður, en þá er auðveldara að stjórna hraða ferðarinnar. Ofurmenni á allt að 120 kílómetra hraða Hallgrímur segir að starfsemin sé nokkuð háð veðri, en einstaklega veðursælt var við Svartagljúfur í dag. „Við vonumst til að geta haft opið allt árið, en það verða auðvitað einhverjir dagar þar sem ekki verður hægt að hafa opið.“ Hann segir sviflínuna alls ekki aðeins fyrir áhættusækna adrenalínfíkla. „Þetta er algjörlega fyrir meðaljóninn. Það er svolítið hægt að stjórna hraðanum, eftir því hvernig þú ferð niður. Ég fór sitjandi niður og ef ég baða út höndum og fótum eins og krossfiskur þá fer ég hægar en ef ég hef hendurnar nálægt mér og er eins og pensill, þá fer ég mun hraðar.“ Þeir sem fari liggjandi með höfuðið á undan, eins og Ofurmennið (e. Superman), fari hraðar. „Við erum að tala um sirka 120 kílómetra hraða,“ segir Hallgrímur aðspurður hver mesti mögulegi hraðinn sé. „Það er kannski ekki fyrir alla, en það er vissulega gaman að prófa það, fyrir þá sem það vilja.“ Hveragerði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Sjá meira
Mega Zip line verður tekin formlega í gagnið á morgun, en fyrstu ferðir voru þó farnar í dag. Fyrst fékk að fara Svava Berglind Grétarsdóttir, sem fékk ferðina í afmælisgjöf frá eiginmanni sínum. Fyrsta ferðin var boðin upp til styrktar ME-félaginu. Sviflínan liggur ofan úr Kömbunum og niður í áttina að gönguleiðinni inn í Reykjadal. Framkvæmdastjórinn segir markmiðið að búa til nýja afþreyingu fyrir Íslendinga sem og ferðamenn, þar sem náttúruan spili stórt hlutverk. Hallgrímur Kristinsson er framkvæmdastjóri Mega Zipline.Vísir/Arnar „Og hér á bak við mig er Svartagljúfur, sem er falin náttúruperla sem við erum að opna aðgengi að með því að leggja göngustíg meðfram því. Það er hluti af því að renna sér hér í þessari langstærstu sviflínu landsins,“ segir Hallgrímur Kristinsson, framkvæmdastjóri Mega Zipline. Hallgrímur var rétt nýkominn úr sviflínuferð þegar við náðum tali af honum. „Þetta var stórkostleg skemmtun og ég ætla bara að leyfa þér að finna fyrir því á eftir,“ sagði Hallgrímur og beindi orðum sínum þar að fréttamanni. Og þá var ekkert eftir nema að prófa sjálfur, eftir að hafa græjað sig rétt upp, allt eftir kúnstarinnar reglum. Sjón er sögu ríkari og hér að neðan má sjá fréttamann spreyta sig á ferðinni niður, í liggjandi stöðu, til að njóta sem best þess útsýnis sem ferðin hefur upp á að bjóða. Einnig er hægt að fara sitjandi niður, en þá er auðveldara að stjórna hraða ferðarinnar. Ofurmenni á allt að 120 kílómetra hraða Hallgrímur segir að starfsemin sé nokkuð háð veðri, en einstaklega veðursælt var við Svartagljúfur í dag. „Við vonumst til að geta haft opið allt árið, en það verða auðvitað einhverjir dagar þar sem ekki verður hægt að hafa opið.“ Hann segir sviflínuna alls ekki aðeins fyrir áhættusækna adrenalínfíkla. „Þetta er algjörlega fyrir meðaljóninn. Það er svolítið hægt að stjórna hraðanum, eftir því hvernig þú ferð niður. Ég fór sitjandi niður og ef ég baða út höndum og fótum eins og krossfiskur þá fer ég hægar en ef ég hef hendurnar nálægt mér og er eins og pensill, þá fer ég mun hraðar.“ Þeir sem fari liggjandi með höfuðið á undan, eins og Ofurmennið (e. Superman), fari hraðar. „Við erum að tala um sirka 120 kílómetra hraða,“ segir Hallgrímur aðspurður hver mesti mögulegi hraðinn sé. „Það er kannski ekki fyrir alla, en það er vissulega gaman að prófa það, fyrir þá sem það vilja.“
Hveragerði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Sjá meira