Eftir nokkuð jafnar upphafsmínútur tók rúmenska liðið völdin í stöðunni 11-10 og stakk íslenska liðið af. Rúmenar skoruðu ellefu mörk gegn fjórum mörkum Íslands í seinni hluta fyrri hálfleiks og staðan var því 22-14 þegar liðin gengu til búningsherbergja.
Aftur var jafnræði á með liðunum í upphafi síðari hálfleiks og íslenska liðið náði mest að minnka muninn niður í fimm mörk í stöðunni 30-25. Nær komst íslenska liðið þó ekki og Rúmenar unnu að lokum nokkuð öruggan átta marka sigur, 41-33.