Mjaldrasysturnar Litla Grá og Litla Hvít komu til Vestmannaeyja árið 2019 frá Kína en í Vestmannaeyjum er athvarf fyrir hvali og önnur sjávardýr. Allt frá því að þær komu til landsins hefur verið unnið að því að koma þeim út í sjólaugina í Klettsvík en til þess að koma þeim þangað þurfti að kynna þær fyrir íslensku veðri og hitastigi.
Eftir langa aðlögun voru þær komnar út en í síðasta mánuði veiktist önnur þeirra og voru þær báðar í kjölfarið fluttar inn. Systrunum líkar illa að vera aðskildar og er nú unnið að því að koma þeim aftur út í Klettsvíkina.