Sjötti sigurinn í röð hjá Verstappen Smári Jökull Jónsson skrifar 9. júlí 2023 16:00 Max Verstappen er með yfirburðastöðu í Formúlu 1. Vísir/Getty Það fær ekkert stöðvarð ökuþórinn Max Verstappen í Formúlu 1. Hann vann nú áðan sinn sjötta sigur í röð þegar hann kom fyrstur í mark á Silverstone brautinni í Bretlandi. Max Verstappen hefur haft yfirburði í Formúlu 1 síðustu tvö tímabilin. Hann varð heimsmeistari ökuþóra í fyrra og er langefstur í keppninni í ár og lið hans Red Bull einnig með yfirburði í keppni bílaframleiðanda. Verstappen var á ráspól í dag og vann að lokum öruggan sigur. Lið McLaren átti góðan dag í dag og ökumaður þeirra Lando Norris varð í öðru sæti rúmum þremur sekúndum á eftir Verstappen. Lewis Hamilton á Mercedes varð í þriðja sæti. Absolutely no doubt who was getting this one @LandoNorris is your #F1DriverOfTheDay!#BritishGP #F1 @salesforce pic.twitter.com/4l8sBCHH4n— Formula 1 (@F1) July 9, 2023 Þetta var sjötti sigur Verstappen í röð og ellefti sigur Red Bull í röð sem er jöfnun á meti McLaren síðan Alain Prost og Ayrton Senna óku fyrir liðið árið 1988. Red Bull gæti slegið það met í Ungverjalandi eftir tvær vikur en fyrsti sigur Red Bull í þessari sigurhrinu kom reyndar í síðasta kappakstri síðasta árs. Verstappen er með nærri 100 stiga forystu í keppni ökumanna. Hann er með 255 stig í efsta sæti en samherji hans hjá Red Bull, Sergio Perez, er annar með 156 stig. Red Bull er með örugga forystu í efsta sæti í keppni bílaframleiðenda. Liðið er með 411 stig en Mercedes er í öðru sæti með 203 og Aston Martin í því þriðja með 181 stig. Akstursíþróttir Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Max Verstappen hefur haft yfirburði í Formúlu 1 síðustu tvö tímabilin. Hann varð heimsmeistari ökuþóra í fyrra og er langefstur í keppninni í ár og lið hans Red Bull einnig með yfirburði í keppni bílaframleiðanda. Verstappen var á ráspól í dag og vann að lokum öruggan sigur. Lið McLaren átti góðan dag í dag og ökumaður þeirra Lando Norris varð í öðru sæti rúmum þremur sekúndum á eftir Verstappen. Lewis Hamilton á Mercedes varð í þriðja sæti. Absolutely no doubt who was getting this one @LandoNorris is your #F1DriverOfTheDay!#BritishGP #F1 @salesforce pic.twitter.com/4l8sBCHH4n— Formula 1 (@F1) July 9, 2023 Þetta var sjötti sigur Verstappen í röð og ellefti sigur Red Bull í röð sem er jöfnun á meti McLaren síðan Alain Prost og Ayrton Senna óku fyrir liðið árið 1988. Red Bull gæti slegið það met í Ungverjalandi eftir tvær vikur en fyrsti sigur Red Bull í þessari sigurhrinu kom reyndar í síðasta kappakstri síðasta árs. Verstappen er með nærri 100 stiga forystu í keppni ökumanna. Hann er með 255 stig í efsta sæti en samherji hans hjá Red Bull, Sergio Perez, er annar með 156 stig. Red Bull er með örugga forystu í efsta sæti í keppni bílaframleiðenda. Liðið er með 411 stig en Mercedes er í öðru sæti með 203 og Aston Martin í því þriðja með 181 stig.
Akstursíþróttir Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira