ÍBV í viðræðum við Roland Eradze og Carlos kemur ekki: „Búið og var aldrei neitt“ Smári Jökull Jónsson skrifar 10. júlí 2023 11:31 Roland Eradze á í viðræðum við ÍBV um að gerast aðstoðarþjálfari en Carlos Martin var áhugasamur um starfið. Vísir/Bára Dröfn/Diego Margt bendir til þess að Roland Valur Eradze verði næsti aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara ÍBV í handknattleik. Viðræður Eyjamanna við Eradze standa yfir og ríkir bjartsýni að gengið verði frá samningum. Roland Valur Eradze, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta, á í viðræðum við ÍBV um að hann verði næsti aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá félaginu. Viðræður á milli aðila standa yfir og framkvæmdastjóri ÍBV segir að þær gangi vel. Samkvæmt heimildum Sérfræðingsins er ÍBV í viðræðum við Roland Eradze að gerast aðstoðarþjálfari karlaliðsins. Roland hefur síðustu ár verið aðstoðarþjálfari H.C Motor bæði í Úkraínu og þýsku B-deildinni vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Roland lék á sínum tíma með ÍBV. #Handkastið pic.twitter.com/zyYEcJ2Mno— Arnar Daði (@arnardadi) July 10, 2023 „Þetta hefur ekki staðið lengi yfir,“ sagði Ellert Scheving, framkvæmdastjóri ÍBV, í samtali við Vísi. Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson greindi fyrst frá því á Twitter í morgun að samkvæmt hans heimildum stæðu viðræður yfir á milli ÍBV og Roland Vals. „Viðræðurnar ganga vel og við erum bjartsýnir á að þær klárist fljótlega,“ sagði Ellert enn fremur en Roland Eradze hefur verið í þjálfarateymi úkraínska liðsins HC Motor síðan árið 2020. HC Motor tók þátt í Evrópudeildinni í handknattleik í vetur en féll úr leik í 16-liða úrslitum gegn króatíska liðinu RK Nexe. z Þá spilaði liðið í þýsku B-deildinni þar sem ekki var spilað í Úkraínu vegna stríðsins sem þar geysar. Roland Valur lék með Val, Stjörnunni og ÍBV hér á landi sem leikmaður og lék 52 landsleiki fyrir Íslands hönd eftir að hann varð íslenskur ríkisborgari. Þá hefur hann verið í þjálfarateymi yngri landsliða Íslands, hjá FH, Fram og nú síðast í Úkraínu hjá HC Motor. Svava Kristín Grétarsdóttir íþróttafréttamaður ræddi við Roland Val í mars á síðasta ári þegar Rússar réðust inn í Úkraínu. Hann þurfti þá að skilja við leikmenn sína úti í Úkraínu og koma sjálfur heim til Íslands. Carlos Santos fer ekki til Eyja Í síðustu viku bárust fregnir af því að ÍBV hefði haft samband við Carlos Martin Santos, þjálfara Harðar á Ísafirði, um að verða aðstoðarmaður Magnúsar Stefánssonar sem tók við þjálfarastarfinu hjá Íslandsmeisturum ÍBV að tímabilinu loknu. Harðverjar sendu inn kvörtun til HSÍ vegna málsins og óskuðu eftir því að sambandið beitti sér af festu gegn ÍBV þar sem þeir vildu meina að reglur hefðu verið brotnar. Ísfirðingar kröfðust þess að fá 3,5 milljónir fyrir Santos sem ÍBV var ekki tilbúið að borga. Eyjamenn hafa greinilega leitað á önnur mið í kjölfarið og vill Ellert meina að of mikið hafi verið gert úr því máli. „Það er búið og var aldrei neitt,“ sagði Ellert við Vísi í morgun. Eins og áður segir verður Magnús Stefánsson við stjórnvölinn hjá ÍBV á næsta tímabili en hann var aðstoðarmaður Erlings Richardssonar á síðasta tímabili. Þetta verður fyrsta tímabil Magnúsar sem aðalþjálfari og því eflaust kærkomið að fá reynslubolta eins og Roland Eradze inn í teymið. „Við erum að horfa í og nýta hans reyslu og sérþekkingu,“ sagði Ellert Scheving framkvæmdastjóri við Vísi en Roland Valur myndi einnig koma að markmannsþjálfun hjá ÍBV. Olís-deild karla ÍBV Hörður Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Roland Valur Eradze, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta, á í viðræðum við ÍBV um að hann verði næsti aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá félaginu. Viðræður á milli aðila standa yfir og framkvæmdastjóri ÍBV segir að þær gangi vel. Samkvæmt heimildum Sérfræðingsins er ÍBV í viðræðum við Roland Eradze að gerast aðstoðarþjálfari karlaliðsins. Roland hefur síðustu ár verið aðstoðarþjálfari H.C Motor bæði í Úkraínu og þýsku B-deildinni vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Roland lék á sínum tíma með ÍBV. #Handkastið pic.twitter.com/zyYEcJ2Mno— Arnar Daði (@arnardadi) July 10, 2023 „Þetta hefur ekki staðið lengi yfir,“ sagði Ellert Scheving, framkvæmdastjóri ÍBV, í samtali við Vísi. Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson greindi fyrst frá því á Twitter í morgun að samkvæmt hans heimildum stæðu viðræður yfir á milli ÍBV og Roland Vals. „Viðræðurnar ganga vel og við erum bjartsýnir á að þær klárist fljótlega,“ sagði Ellert enn fremur en Roland Eradze hefur verið í þjálfarateymi úkraínska liðsins HC Motor síðan árið 2020. HC Motor tók þátt í Evrópudeildinni í handknattleik í vetur en féll úr leik í 16-liða úrslitum gegn króatíska liðinu RK Nexe. z Þá spilaði liðið í þýsku B-deildinni þar sem ekki var spilað í Úkraínu vegna stríðsins sem þar geysar. Roland Valur lék með Val, Stjörnunni og ÍBV hér á landi sem leikmaður og lék 52 landsleiki fyrir Íslands hönd eftir að hann varð íslenskur ríkisborgari. Þá hefur hann verið í þjálfarateymi yngri landsliða Íslands, hjá FH, Fram og nú síðast í Úkraínu hjá HC Motor. Svava Kristín Grétarsdóttir íþróttafréttamaður ræddi við Roland Val í mars á síðasta ári þegar Rússar réðust inn í Úkraínu. Hann þurfti þá að skilja við leikmenn sína úti í Úkraínu og koma sjálfur heim til Íslands. Carlos Santos fer ekki til Eyja Í síðustu viku bárust fregnir af því að ÍBV hefði haft samband við Carlos Martin Santos, þjálfara Harðar á Ísafirði, um að verða aðstoðarmaður Magnúsar Stefánssonar sem tók við þjálfarastarfinu hjá Íslandsmeisturum ÍBV að tímabilinu loknu. Harðverjar sendu inn kvörtun til HSÍ vegna málsins og óskuðu eftir því að sambandið beitti sér af festu gegn ÍBV þar sem þeir vildu meina að reglur hefðu verið brotnar. Ísfirðingar kröfðust þess að fá 3,5 milljónir fyrir Santos sem ÍBV var ekki tilbúið að borga. Eyjamenn hafa greinilega leitað á önnur mið í kjölfarið og vill Ellert meina að of mikið hafi verið gert úr því máli. „Það er búið og var aldrei neitt,“ sagði Ellert við Vísi í morgun. Eins og áður segir verður Magnús Stefánsson við stjórnvölinn hjá ÍBV á næsta tímabili en hann var aðstoðarmaður Erlings Richardssonar á síðasta tímabili. Þetta verður fyrsta tímabil Magnúsar sem aðalþjálfari og því eflaust kærkomið að fá reynslubolta eins og Roland Eradze inn í teymið. „Við erum að horfa í og nýta hans reyslu og sérþekkingu,“ sagði Ellert Scheving framkvæmdastjóri við Vísi en Roland Valur myndi einnig koma að markmannsþjálfun hjá ÍBV.
Olís-deild karla ÍBV Hörður Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti