Lífsverk seldi í Kerecis rétt fyrir risasölu upp á 180 milljarða
![Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri og stofnandi Kerecis, segir Lífsverk hafa selt hlut sinn nokkrum mánuðum áður en fyrirtækið var selt fyrir nærri 180 milljarða.](https://www.visir.is/i/E9104B75FA0A6A17791576A6EAD42AD9B44FA7421C47482D3B8B3D4913D0851E_713x0.jpg)
Lífeyrissjóður Verkfræðinga, sem forstjóri og stofnandi Kerecis gagnrýnir harðlega fyrir að hafa sett sig ítrekað upp á móti kaupréttaráætlun félagsins, losaði um hlut sinn skömmu áður en fyrirtækið var selt til alþjóðlegs heilbrigðisrisa í lok síðustu viku fyrir nærri 180 milljarða. Tveir aðrir lífeyrissjóðir, sem komu fyrst inn í hluthafahópinn í fyrra, tvöfölduðu fjárfestingu sína í Kerecis á innan við einu ári.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/BBC263D394966D974AE28971CDE4ADF9FADB3450BABADE1BD7172BA04543057B_308x200.jpg)
Kerecis er fyrsti einhyrningur Íslands
Kerecis er fyrsta íslenska fyrirtækið sem flokkast sem einhyrningur (e. unicorn), sagði Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands og stjórnarmaður í nýsköpunarfyrirtækinu. Hann útskýrði að það orð væri notað yfir nýsköpunarfyrirtæki sem hafa á örskömmum tíma farið frá því að vera sproti í að vera metið á yfir milljarð Bandaríkjadala.