Einstakar ljósmyndir sýna stemninguna um borð í Gullfossi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 16. júlí 2023 08:00 Stefán Þorvaldsson Farþegaskipið Gullfoss var í siglingum á árunum 1950 – 1973 og sigldi á milli Íslands, Danmerkur og Skotlands. Á þessum tíma voru ferðirnar sveipar miklum ævintýraljóma. „Útþráin eykur mátt Ung verður gömul þrá Syngjum og söndum dátt Dvelur oss gleðin hjá Lifum vér ljúfan dag Létt eru þessi kjör Gullfoss með glæstum brag Greiðir oss heillaför“ söng Ellý Vilhjálms í laginu Sumarauka sem kom út árið 1964. Rómantíkin sveif yfir vötnum Í ritinu Það er kominn gestur, sem SAF gaf út árið 2014 er stemningunni um borð í Gullfossi lýst á þennan veg: „Tvö farrými voru um borð og jafnvel þrjú á sumrin og aðstaða farþeganna því nokkuð misjöfn. Millilandaferðirnar voru fínustu skemmtisiglingar. Á morgnana röltu farþegarnir um þilförin, spiluðu, lásu eða sóluðu sig ef þannig viðraði. Í hádeginu var boðið upp á málsverð sem átti fáa sína líka, glæsilegt kalt borð með 30 mismunandi réttum. Eftir hádegi var komið að hlutverki skemmtanastjórans, en því gegndi um tíma Hermann Ragnar Stefánsson danskennari. Þá var farið í félagsvist eða spilað bingó áður en boðið var upp á kaffi og vel útilátið meðlæti. Fyrir kvöldmat klæddu allir sig upp. Karlarnir fóru í dökk jakkaföt og konurnar í brakandi siffonkjóla. Síðan var komið saman á barnum þar sem blandaðir voru kokteilar í gríð og erg. Í matsalnum var svo snæddur fjögurra rétta kvöldverður en að honum loknum fór fram kvöldvaka í reyksalnum, tónleikar í músíksalnum, eða jafnvel ball á dekkinu." Andrúmsloftið í skipinu á þessum gullaldarárum var heillandi. „Þetta var rómantískur staður, skipið – alveg stafna á milli,“ segir Helgi Ívarsson sem var lengi í áhöfninni. Á öðrum stað kemur fram að þegar leið að lokum sjöunda áratugarins var ljóst að rekstrargrundvöllur fyrir íslenskt farþegaskip var ekki lengur til staðar og áætlunarsiglingar yfir Atlantshafið almennt að leggjast af. Flugið hafði leyst siglingar af hólmi og tími til kominn að leggja nafntogaðasta farþegaskipi landsmanna. Alls fór Gullfoss 456 ferðir milli landa á þessum árum og flutti samtals 156.000 farþega. Síðustu árin sem skipið var í förum milli landa að vetri til voru farþegarnir að meðaltali aðeins 10-15 talsins. Áhöfnin var eftir sem áður jafn fjölmenn, eða 67 manns. „Ómurinn af glaumi og gleði í reyksalnum var þagnaður. Gullfoss var seldur úr landi haustið 1973. Skipið endaði á botni Rauðahafsins eftir að hafa orðið eldi að bráð um jólin 1976. Mörgum var mikil eftirsjá að Gullfossi.“ Einstök heimild um gamla tíma Meðfylgjandi ljósmyndir eru flestar teknar á árunum 1954 til 1955 og er í eigu Þorvalds Stefánssonar, bónda á Otradal og áhugaljósmyndara. „Faðir minn Stefán Þorvaldsson var barþjónn á Gullfossi. Hann var einnig barþjónn í Glaumbæ, Naustinu, Hótel Sögu og Hótel Esju,“ segir Þorvaldur í samtali við Vísi. „Hann tók þessar myndir sem varðveittust í geymslu þar til ég fór að gramsa og hef síðan eytt töluverðum tíma að skanna í stafrænt form.“ Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Einu sinni var... Ferðalög Skipaflutningar Mest lesið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Menning Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Fleiri fréttir Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Sjá meira
„Útþráin eykur mátt Ung verður gömul þrá Syngjum og söndum dátt Dvelur oss gleðin hjá Lifum vér ljúfan dag Létt eru þessi kjör Gullfoss með glæstum brag Greiðir oss heillaför“ söng Ellý Vilhjálms í laginu Sumarauka sem kom út árið 1964. Rómantíkin sveif yfir vötnum Í ritinu Það er kominn gestur, sem SAF gaf út árið 2014 er stemningunni um borð í Gullfossi lýst á þennan veg: „Tvö farrými voru um borð og jafnvel þrjú á sumrin og aðstaða farþeganna því nokkuð misjöfn. Millilandaferðirnar voru fínustu skemmtisiglingar. Á morgnana röltu farþegarnir um þilförin, spiluðu, lásu eða sóluðu sig ef þannig viðraði. Í hádeginu var boðið upp á málsverð sem átti fáa sína líka, glæsilegt kalt borð með 30 mismunandi réttum. Eftir hádegi var komið að hlutverki skemmtanastjórans, en því gegndi um tíma Hermann Ragnar Stefánsson danskennari. Þá var farið í félagsvist eða spilað bingó áður en boðið var upp á kaffi og vel útilátið meðlæti. Fyrir kvöldmat klæddu allir sig upp. Karlarnir fóru í dökk jakkaföt og konurnar í brakandi siffonkjóla. Síðan var komið saman á barnum þar sem blandaðir voru kokteilar í gríð og erg. Í matsalnum var svo snæddur fjögurra rétta kvöldverður en að honum loknum fór fram kvöldvaka í reyksalnum, tónleikar í músíksalnum, eða jafnvel ball á dekkinu." Andrúmsloftið í skipinu á þessum gullaldarárum var heillandi. „Þetta var rómantískur staður, skipið – alveg stafna á milli,“ segir Helgi Ívarsson sem var lengi í áhöfninni. Á öðrum stað kemur fram að þegar leið að lokum sjöunda áratugarins var ljóst að rekstrargrundvöllur fyrir íslenskt farþegaskip var ekki lengur til staðar og áætlunarsiglingar yfir Atlantshafið almennt að leggjast af. Flugið hafði leyst siglingar af hólmi og tími til kominn að leggja nafntogaðasta farþegaskipi landsmanna. Alls fór Gullfoss 456 ferðir milli landa á þessum árum og flutti samtals 156.000 farþega. Síðustu árin sem skipið var í förum milli landa að vetri til voru farþegarnir að meðaltali aðeins 10-15 talsins. Áhöfnin var eftir sem áður jafn fjölmenn, eða 67 manns. „Ómurinn af glaumi og gleði í reyksalnum var þagnaður. Gullfoss var seldur úr landi haustið 1973. Skipið endaði á botni Rauðahafsins eftir að hafa orðið eldi að bráð um jólin 1976. Mörgum var mikil eftirsjá að Gullfossi.“ Einstök heimild um gamla tíma Meðfylgjandi ljósmyndir eru flestar teknar á árunum 1954 til 1955 og er í eigu Þorvalds Stefánssonar, bónda á Otradal og áhugaljósmyndara. „Faðir minn Stefán Þorvaldsson var barþjónn á Gullfossi. Hann var einnig barþjónn í Glaumbæ, Naustinu, Hótel Sögu og Hótel Esju,“ segir Þorvaldur í samtali við Vísi. „Hann tók þessar myndir sem varðveittust í geymslu þar til ég fór að gramsa og hef síðan eytt töluverðum tíma að skanna í stafrænt form.“ Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson
Einu sinni var... Ferðalög Skipaflutningar Mest lesið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Menning Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Fleiri fréttir Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Sjá meira