Einstakar ljósmyndir sýna stemninguna um borð í Gullfossi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 16. júlí 2023 08:00 Stefán Þorvaldsson Farþegaskipið Gullfoss var í siglingum á árunum 1950 – 1973 og sigldi á milli Íslands, Danmerkur og Skotlands. Á þessum tíma voru ferðirnar sveipar miklum ævintýraljóma. „Útþráin eykur mátt Ung verður gömul þrá Syngjum og söndum dátt Dvelur oss gleðin hjá Lifum vér ljúfan dag Létt eru þessi kjör Gullfoss með glæstum brag Greiðir oss heillaför“ söng Ellý Vilhjálms í laginu Sumarauka sem kom út árið 1964. Rómantíkin sveif yfir vötnum Í ritinu Það er kominn gestur, sem SAF gaf út árið 2014 er stemningunni um borð í Gullfossi lýst á þennan veg: „Tvö farrými voru um borð og jafnvel þrjú á sumrin og aðstaða farþeganna því nokkuð misjöfn. Millilandaferðirnar voru fínustu skemmtisiglingar. Á morgnana röltu farþegarnir um þilförin, spiluðu, lásu eða sóluðu sig ef þannig viðraði. Í hádeginu var boðið upp á málsverð sem átti fáa sína líka, glæsilegt kalt borð með 30 mismunandi réttum. Eftir hádegi var komið að hlutverki skemmtanastjórans, en því gegndi um tíma Hermann Ragnar Stefánsson danskennari. Þá var farið í félagsvist eða spilað bingó áður en boðið var upp á kaffi og vel útilátið meðlæti. Fyrir kvöldmat klæddu allir sig upp. Karlarnir fóru í dökk jakkaföt og konurnar í brakandi siffonkjóla. Síðan var komið saman á barnum þar sem blandaðir voru kokteilar í gríð og erg. Í matsalnum var svo snæddur fjögurra rétta kvöldverður en að honum loknum fór fram kvöldvaka í reyksalnum, tónleikar í músíksalnum, eða jafnvel ball á dekkinu." Andrúmsloftið í skipinu á þessum gullaldarárum var heillandi. „Þetta var rómantískur staður, skipið – alveg stafna á milli,“ segir Helgi Ívarsson sem var lengi í áhöfninni. Á öðrum stað kemur fram að þegar leið að lokum sjöunda áratugarins var ljóst að rekstrargrundvöllur fyrir íslenskt farþegaskip var ekki lengur til staðar og áætlunarsiglingar yfir Atlantshafið almennt að leggjast af. Flugið hafði leyst siglingar af hólmi og tími til kominn að leggja nafntogaðasta farþegaskipi landsmanna. Alls fór Gullfoss 456 ferðir milli landa á þessum árum og flutti samtals 156.000 farþega. Síðustu árin sem skipið var í förum milli landa að vetri til voru farþegarnir að meðaltali aðeins 10-15 talsins. Áhöfnin var eftir sem áður jafn fjölmenn, eða 67 manns. „Ómurinn af glaumi og gleði í reyksalnum var þagnaður. Gullfoss var seldur úr landi haustið 1973. Skipið endaði á botni Rauðahafsins eftir að hafa orðið eldi að bráð um jólin 1976. Mörgum var mikil eftirsjá að Gullfossi.“ Einstök heimild um gamla tíma Meðfylgjandi ljósmyndir eru flestar teknar á árunum 1954 til 1955 og er í eigu Þorvalds Stefánssonar, bónda á Otradal og áhugaljósmyndara. „Faðir minn Stefán Þorvaldsson var barþjónn á Gullfossi. Hann var einnig barþjónn í Glaumbæ, Naustinu, Hótel Sögu og Hótel Esju,“ segir Þorvaldur í samtali við Vísi. „Hann tók þessar myndir sem varðveittust í geymslu þar til ég fór að gramsa og hef síðan eytt töluverðum tíma að skanna í stafrænt form.“ Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Einu sinni var... Ferðalög Skipaflutningar Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
„Útþráin eykur mátt Ung verður gömul þrá Syngjum og söndum dátt Dvelur oss gleðin hjá Lifum vér ljúfan dag Létt eru þessi kjör Gullfoss með glæstum brag Greiðir oss heillaför“ söng Ellý Vilhjálms í laginu Sumarauka sem kom út árið 1964. Rómantíkin sveif yfir vötnum Í ritinu Það er kominn gestur, sem SAF gaf út árið 2014 er stemningunni um borð í Gullfossi lýst á þennan veg: „Tvö farrými voru um borð og jafnvel þrjú á sumrin og aðstaða farþeganna því nokkuð misjöfn. Millilandaferðirnar voru fínustu skemmtisiglingar. Á morgnana röltu farþegarnir um þilförin, spiluðu, lásu eða sóluðu sig ef þannig viðraði. Í hádeginu var boðið upp á málsverð sem átti fáa sína líka, glæsilegt kalt borð með 30 mismunandi réttum. Eftir hádegi var komið að hlutverki skemmtanastjórans, en því gegndi um tíma Hermann Ragnar Stefánsson danskennari. Þá var farið í félagsvist eða spilað bingó áður en boðið var upp á kaffi og vel útilátið meðlæti. Fyrir kvöldmat klæddu allir sig upp. Karlarnir fóru í dökk jakkaföt og konurnar í brakandi siffonkjóla. Síðan var komið saman á barnum þar sem blandaðir voru kokteilar í gríð og erg. Í matsalnum var svo snæddur fjögurra rétta kvöldverður en að honum loknum fór fram kvöldvaka í reyksalnum, tónleikar í músíksalnum, eða jafnvel ball á dekkinu." Andrúmsloftið í skipinu á þessum gullaldarárum var heillandi. „Þetta var rómantískur staður, skipið – alveg stafna á milli,“ segir Helgi Ívarsson sem var lengi í áhöfninni. Á öðrum stað kemur fram að þegar leið að lokum sjöunda áratugarins var ljóst að rekstrargrundvöllur fyrir íslenskt farþegaskip var ekki lengur til staðar og áætlunarsiglingar yfir Atlantshafið almennt að leggjast af. Flugið hafði leyst siglingar af hólmi og tími til kominn að leggja nafntogaðasta farþegaskipi landsmanna. Alls fór Gullfoss 456 ferðir milli landa á þessum árum og flutti samtals 156.000 farþega. Síðustu árin sem skipið var í förum milli landa að vetri til voru farþegarnir að meðaltali aðeins 10-15 talsins. Áhöfnin var eftir sem áður jafn fjölmenn, eða 67 manns. „Ómurinn af glaumi og gleði í reyksalnum var þagnaður. Gullfoss var seldur úr landi haustið 1973. Skipið endaði á botni Rauðahafsins eftir að hafa orðið eldi að bráð um jólin 1976. Mörgum var mikil eftirsjá að Gullfossi.“ Einstök heimild um gamla tíma Meðfylgjandi ljósmyndir eru flestar teknar á árunum 1954 til 1955 og er í eigu Þorvalds Stefánssonar, bónda á Otradal og áhugaljósmyndara. „Faðir minn Stefán Þorvaldsson var barþjónn á Gullfossi. Hann var einnig barþjónn í Glaumbæ, Naustinu, Hótel Sögu og Hótel Esju,“ segir Þorvaldur í samtali við Vísi. „Hann tók þessar myndir sem varðveittust í geymslu þar til ég fór að gramsa og hef síðan eytt töluverðum tíma að skanna í stafrænt form.“ Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson
Einu sinni var... Ferðalög Skipaflutningar Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“