Sigurbogi þegar heimsmeistarar í dansi komu til landsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. júlí 2023 10:55 Flugvallarþjónusta Isavia sprautaði vatni yfir flugvél Play við heimkomuna á laugardagskvöld, dönsurum til heiðurs. Bílarnir eru afar öflugir og sprauta allt að fjögur þúsund lítrum af vatni á mínútu með þakbyssu. Um helgina lauk formlega keppni um sjö þúsund dansara frá öllum heimshornum í Braga í Portúgal. Alls kepptu 250 ungir dansarar frá Íslandi frá ellefu dansskólum og þeim til stuðnings voru foreldrar, systkini, ömmur, afa, vinir og vandamenn. Danskompaní frá Keflavík kom, sá og sigraði og lenti á laugardagskvöld heima undir heiðursbunu flugvallarþjónustu Isavia á Keflavíkurflugvelli, - með sex gullverðlaun, tvö silfur og eitt brons í farteskinu. „Þrotlausar æfingar, frábærlega útfærð atriði danshöfunda í túlkun dansararanna sem Íslendingarnir buðu uppá í Braga skiluðu sér svo sannarlega í Altice Forum og hinu virðulega Circo Theatre í Braga þar sem dansað var frá morgni til kvölds. Spennan var mikil enda stórkostleg atriði í boði þessa viku sem keppnin stóð yfir,“ segir í tilkynningu. Þetta var í þriðja skipti sem Ísland tekur þátt í þessari keppni. Fulltrúar Íslands kepptu í Braga fyrir fjórum árum (2019) og í San Sebastian á Spáni í fyrra. Undankeppni á Íslandi er haldin í febrúar ár hvert og hafa þau atriði sem ná yfir 70 stigum kost á að taka þátt í alþjóðakeppninni. Keppni þessi var fyrst haldin árið 2004 og hefur hún vaxið og stækkað með ári hverju. Það er dansarinn Chantelle Carey sem hafði frumkvæði að þátttöku Íslands í þessu heimsmeistaramóti ungra dansara og hvattíslenska dansskóla til þess að taka þátt og spreyta sig á heimssviðinu gegn jafnöldrum sínum. Hópatriði frá Dansskóla Birnu Björns lenti í fjórða sæti aðeins 0,3 stigum frá bronsverðlaunum og eitt atriði frá JSB komst auk þess í úrslit í lyrical flokknum. Tvö atriði frá Danskompaní tóku auk þess þátt í Gala-keppni þar sem keppt var þvert á flokka og unnu þau bæði gullverðlaun. Keppnin verður haldin í Tékklandi að ári og má telja líklegt að margir dansskólanna hyggi á för þangað. Dans Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Sjá meira
Danskompaní frá Keflavík kom, sá og sigraði og lenti á laugardagskvöld heima undir heiðursbunu flugvallarþjónustu Isavia á Keflavíkurflugvelli, - með sex gullverðlaun, tvö silfur og eitt brons í farteskinu. „Þrotlausar æfingar, frábærlega útfærð atriði danshöfunda í túlkun dansararanna sem Íslendingarnir buðu uppá í Braga skiluðu sér svo sannarlega í Altice Forum og hinu virðulega Circo Theatre í Braga þar sem dansað var frá morgni til kvölds. Spennan var mikil enda stórkostleg atriði í boði þessa viku sem keppnin stóð yfir,“ segir í tilkynningu. Þetta var í þriðja skipti sem Ísland tekur þátt í þessari keppni. Fulltrúar Íslands kepptu í Braga fyrir fjórum árum (2019) og í San Sebastian á Spáni í fyrra. Undankeppni á Íslandi er haldin í febrúar ár hvert og hafa þau atriði sem ná yfir 70 stigum kost á að taka þátt í alþjóðakeppninni. Keppni þessi var fyrst haldin árið 2004 og hefur hún vaxið og stækkað með ári hverju. Það er dansarinn Chantelle Carey sem hafði frumkvæði að þátttöku Íslands í þessu heimsmeistaramóti ungra dansara og hvattíslenska dansskóla til þess að taka þátt og spreyta sig á heimssviðinu gegn jafnöldrum sínum. Hópatriði frá Dansskóla Birnu Björns lenti í fjórða sæti aðeins 0,3 stigum frá bronsverðlaunum og eitt atriði frá JSB komst auk þess í úrslit í lyrical flokknum. Tvö atriði frá Danskompaní tóku auk þess þátt í Gala-keppni þar sem keppt var þvert á flokka og unnu þau bæði gullverðlaun. Keppnin verður haldin í Tékklandi að ári og má telja líklegt að margir dansskólanna hyggi á för þangað.
Dans Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Sjá meira