Synapse: Hugarorkan ræður ríkjum í Sýndarveruleika Samúel Karl Ólason skrifar 12. júlí 2023 08:45 nDreams Synapse, nýjasti sýndarveruleikaleikur PSVR2, sýnir mátt tækninnar gífurlega vel. Hann er hraður og skemmtilegur, þó hann geti verið einsleitur á köflum. Í Synapse fær maður að fleygja hlutum og óvinum til og frá með hugarorkunni, skjóta óvini með byssum eða sprengja þá í loft upp. Í Synapse setur maður sig í spor einhvers konar hugarnjósnara, sem fer inn í huga annars manns með því markmiði að finna þar leyndarmál og koma í veg fyrir hryðjuverkaárás. Fyrst þarf maður þó að brjóta sig í gegnum varnir hugans. Það getur maður gert með byssum og með hugarorkunni. Hugmyndin hentar sýndarveruleika einkar vel, þar sem maður notar hendurnar og höfuðhreyfingar til hins ítrasta. Óvinum kastað til og frá Sýndarveruleikabúnaður PlayStation skynjar hvert maður horfir og getur maður gripið kassa, tunnur og óvini með hugarorkunni. Kössunum getur maður kastað í drullusokka eða notað til að skýla sér frá skothríð óvina. Hægt er að grípa óvini og slengja þeim í loftið, jörðina eða kasta þeim langar vegalengdir. Einnig er hægt að draga þá úr skjóli með hugarorkunni og skjóta þá. Tunnur getur maður sprengt í loft upp með því að kremja þær en einnig er hægt að kasta þeim inn í hóp óvina og sprengja þær svo. Þetta er hluti af þeim leiðum sem spilarar geta beitt til að komast í gegnum óvini í Synapse en það er mjög gaman að finna fjölbreyttar leiðir í gegnum borð leiksins. Ein besta lýsingin sem ég hef lesið um Synapse er að manni líður eins og Jedi-Riddara með byssu. Það finnst mér mjög góð lýsing. Jean Grey með byssu kemur einni til greina. Það er allavega gaman að kasta óvinum á loft og skjóta þá svo er þeir falla til jarðar. Það eru margar leiðir til að kála óvinum í Synapse.nDreams Leiknum er stillt upp í þrjá hluta sem skipast upp í níu borð hver. Ef maður deyr, þarf maður að byrja upp á nýtt á borðunum níu en í hverjum hluta leiksins verða óvinirnir öflugari og erfiðari viðureignar. Maður getur þó notað reynslupunkta sem maður safnar til að betrumbæta sig, svo maður eigi auðveldara með að komast í gegnum leikinn. Maður fær betri vopn, aukna getu til að fleygja óvinum til og frá með hugarorkunni og aukið líf, svo eitthvað sé nefnt. Í hverju borði getur maður keypt betri vopn en í lok hvers borðs getur maður einnig valið uppfærslu á kröftum hetjunnar, eins og það að byssukúlur geti farið í gegnum óvini, þeir verði fyrir meiri skaða þegar þeim er kastað með hugarorku og svo framleiðis. Leikurinn lítur vel út. Umhverfið er stílhreint og flott en leikurinn er að mestu svarthvítur. Ég hef engu yfir að kvarta þar fyrir utan þá hina sömu endurtekningu sem ég hef kvartað yfir áður. Borðin níu, sinnum þrír, eru öll þau sömu þannig að umhverfið breytist aldrei. Samantekt-ish Synapse er einn af mínum uppáhalds sýndarveruleikaleikjum hingað til. Hann er hraður og skemmtilegur, þó hann geti verið einsleitur. Það hjálpar þó til að þegar maður spilar sömu borðin aftur, er maður að gera það með ný vopn eða hæfileika í pokahorninu. Skynjarar PSVR 2 sem fylgast með auga manns virka eiginlega merkilega vel. Ég lenti eiginlega aldrei í veseni með hvað ég var að reyna að taka upp með hugarorkunni. Græjan skynjar meira að segja þegar maður reynir að rífa upp mann sem er að skýla sér á bakvið kassa sem einnig er hægt að lyfta. PSVR 2 eigendur landsins, og annars staðar, þegar út í það er farið. Ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum með Synapse. Leikjavísir Leikjadómar Tengdar fréttir PSVR 2: Geimflugið nýtur sín vel í sýndarveruleika Sýndarveruleikinn er kominn aftur, aftur og með honum fylgja tölvuleikir. Mikið af tölvuleikjum, bæði nýjum og gömlum sem hafa verið uppfærðir. Sony hóf nýverið sölu nýrrar kynslóðar sýndarveruleikabúnaðar sem kallast PSVR2. 14. mars 2023 08:46 PSVR2: Barist, púslað og flúið undan risaeðlum Sýndarveruleikinn er kominn aftur, aftur og með honum fylgja tölvuleikir. Mikið af tölvuleikjum, bæði nýjum og gömlum sem hafa verið uppfærðir. Sony hóf nýverið sölu nýrrar kynslóðar sýndarveruleikabúnaðar sem kallast PSVR2. 3. mars 2023 10:09 PSVR2: Sýndarveruleiki Sony siglir skarpt af stað Sýndarveruleikinn er kominn aftur, aftur og með honum fylgja tölvuleikir. Mikið af tölvuleikjum, bæði nýjum og gömlum sem hafa verið uppfærðir. Sony hóf nýverið sölu nýrrar kynslóðar sýndarveruleikabúnaðar sem kallast PSVR2. 2. mars 2023 11:13 Horizon Call of the Mountain: Sýndarveruleikinn nær nýjum hæðum Horizon Call of the Mountain er leikur sem Sony gaf út samhliða nýjum sýndarveruleikabúnaði. Leikurinn sýnir mjög vel burði PSVR 2 og er í senn mjög skemmtilegur, þó klifrið geti verið of mikið. 1. mars 2023 08:01 PSVR2: Er sýndarveruleiki loks að verða móðins? Nýr sýndarveruleikabúnaður Sony sem gefinn verður út í næstu viku er stórt og gott skref í því að gera sýndarveruleika loksins móðins í tölvuleikjaspilun. Búnaðurinn er hannaður til notkunar með PS5 leikjatölvum en mikilvægt verður að halda uppi áhuga í nokkur ár með góðum leikjum. 16. febrúar 2023 13:47 Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Í Synapse setur maður sig í spor einhvers konar hugarnjósnara, sem fer inn í huga annars manns með því markmiði að finna þar leyndarmál og koma í veg fyrir hryðjuverkaárás. Fyrst þarf maður þó að brjóta sig í gegnum varnir hugans. Það getur maður gert með byssum og með hugarorkunni. Hugmyndin hentar sýndarveruleika einkar vel, þar sem maður notar hendurnar og höfuðhreyfingar til hins ítrasta. Óvinum kastað til og frá Sýndarveruleikabúnaður PlayStation skynjar hvert maður horfir og getur maður gripið kassa, tunnur og óvini með hugarorkunni. Kössunum getur maður kastað í drullusokka eða notað til að skýla sér frá skothríð óvina. Hægt er að grípa óvini og slengja þeim í loftið, jörðina eða kasta þeim langar vegalengdir. Einnig er hægt að draga þá úr skjóli með hugarorkunni og skjóta þá. Tunnur getur maður sprengt í loft upp með því að kremja þær en einnig er hægt að kasta þeim inn í hóp óvina og sprengja þær svo. Þetta er hluti af þeim leiðum sem spilarar geta beitt til að komast í gegnum óvini í Synapse en það er mjög gaman að finna fjölbreyttar leiðir í gegnum borð leiksins. Ein besta lýsingin sem ég hef lesið um Synapse er að manni líður eins og Jedi-Riddara með byssu. Það finnst mér mjög góð lýsing. Jean Grey með byssu kemur einni til greina. Það er allavega gaman að kasta óvinum á loft og skjóta þá svo er þeir falla til jarðar. Það eru margar leiðir til að kála óvinum í Synapse.nDreams Leiknum er stillt upp í þrjá hluta sem skipast upp í níu borð hver. Ef maður deyr, þarf maður að byrja upp á nýtt á borðunum níu en í hverjum hluta leiksins verða óvinirnir öflugari og erfiðari viðureignar. Maður getur þó notað reynslupunkta sem maður safnar til að betrumbæta sig, svo maður eigi auðveldara með að komast í gegnum leikinn. Maður fær betri vopn, aukna getu til að fleygja óvinum til og frá með hugarorkunni og aukið líf, svo eitthvað sé nefnt. Í hverju borði getur maður keypt betri vopn en í lok hvers borðs getur maður einnig valið uppfærslu á kröftum hetjunnar, eins og það að byssukúlur geti farið í gegnum óvini, þeir verði fyrir meiri skaða þegar þeim er kastað með hugarorku og svo framleiðis. Leikurinn lítur vel út. Umhverfið er stílhreint og flott en leikurinn er að mestu svarthvítur. Ég hef engu yfir að kvarta þar fyrir utan þá hina sömu endurtekningu sem ég hef kvartað yfir áður. Borðin níu, sinnum þrír, eru öll þau sömu þannig að umhverfið breytist aldrei. Samantekt-ish Synapse er einn af mínum uppáhalds sýndarveruleikaleikjum hingað til. Hann er hraður og skemmtilegur, þó hann geti verið einsleitur. Það hjálpar þó til að þegar maður spilar sömu borðin aftur, er maður að gera það með ný vopn eða hæfileika í pokahorninu. Skynjarar PSVR 2 sem fylgast með auga manns virka eiginlega merkilega vel. Ég lenti eiginlega aldrei í veseni með hvað ég var að reyna að taka upp með hugarorkunni. Græjan skynjar meira að segja þegar maður reynir að rífa upp mann sem er að skýla sér á bakvið kassa sem einnig er hægt að lyfta. PSVR 2 eigendur landsins, og annars staðar, þegar út í það er farið. Ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum með Synapse.
Leikjavísir Leikjadómar Tengdar fréttir PSVR 2: Geimflugið nýtur sín vel í sýndarveruleika Sýndarveruleikinn er kominn aftur, aftur og með honum fylgja tölvuleikir. Mikið af tölvuleikjum, bæði nýjum og gömlum sem hafa verið uppfærðir. Sony hóf nýverið sölu nýrrar kynslóðar sýndarveruleikabúnaðar sem kallast PSVR2. 14. mars 2023 08:46 PSVR2: Barist, púslað og flúið undan risaeðlum Sýndarveruleikinn er kominn aftur, aftur og með honum fylgja tölvuleikir. Mikið af tölvuleikjum, bæði nýjum og gömlum sem hafa verið uppfærðir. Sony hóf nýverið sölu nýrrar kynslóðar sýndarveruleikabúnaðar sem kallast PSVR2. 3. mars 2023 10:09 PSVR2: Sýndarveruleiki Sony siglir skarpt af stað Sýndarveruleikinn er kominn aftur, aftur og með honum fylgja tölvuleikir. Mikið af tölvuleikjum, bæði nýjum og gömlum sem hafa verið uppfærðir. Sony hóf nýverið sölu nýrrar kynslóðar sýndarveruleikabúnaðar sem kallast PSVR2. 2. mars 2023 11:13 Horizon Call of the Mountain: Sýndarveruleikinn nær nýjum hæðum Horizon Call of the Mountain er leikur sem Sony gaf út samhliða nýjum sýndarveruleikabúnaði. Leikurinn sýnir mjög vel burði PSVR 2 og er í senn mjög skemmtilegur, þó klifrið geti verið of mikið. 1. mars 2023 08:01 PSVR2: Er sýndarveruleiki loks að verða móðins? Nýr sýndarveruleikabúnaður Sony sem gefinn verður út í næstu viku er stórt og gott skref í því að gera sýndarveruleika loksins móðins í tölvuleikjaspilun. Búnaðurinn er hannaður til notkunar með PS5 leikjatölvum en mikilvægt verður að halda uppi áhuga í nokkur ár með góðum leikjum. 16. febrúar 2023 13:47 Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
PSVR 2: Geimflugið nýtur sín vel í sýndarveruleika Sýndarveruleikinn er kominn aftur, aftur og með honum fylgja tölvuleikir. Mikið af tölvuleikjum, bæði nýjum og gömlum sem hafa verið uppfærðir. Sony hóf nýverið sölu nýrrar kynslóðar sýndarveruleikabúnaðar sem kallast PSVR2. 14. mars 2023 08:46
PSVR2: Barist, púslað og flúið undan risaeðlum Sýndarveruleikinn er kominn aftur, aftur og með honum fylgja tölvuleikir. Mikið af tölvuleikjum, bæði nýjum og gömlum sem hafa verið uppfærðir. Sony hóf nýverið sölu nýrrar kynslóðar sýndarveruleikabúnaðar sem kallast PSVR2. 3. mars 2023 10:09
PSVR2: Sýndarveruleiki Sony siglir skarpt af stað Sýndarveruleikinn er kominn aftur, aftur og með honum fylgja tölvuleikir. Mikið af tölvuleikjum, bæði nýjum og gömlum sem hafa verið uppfærðir. Sony hóf nýverið sölu nýrrar kynslóðar sýndarveruleikabúnaðar sem kallast PSVR2. 2. mars 2023 11:13
Horizon Call of the Mountain: Sýndarveruleikinn nær nýjum hæðum Horizon Call of the Mountain er leikur sem Sony gaf út samhliða nýjum sýndarveruleikabúnaði. Leikurinn sýnir mjög vel burði PSVR 2 og er í senn mjög skemmtilegur, þó klifrið geti verið of mikið. 1. mars 2023 08:01
PSVR2: Er sýndarveruleiki loks að verða móðins? Nýr sýndarveruleikabúnaður Sony sem gefinn verður út í næstu viku er stórt og gott skref í því að gera sýndarveruleika loksins móðins í tölvuleikjaspilun. Búnaðurinn er hannaður til notkunar með PS5 leikjatölvum en mikilvægt verður að halda uppi áhuga í nokkur ár með góðum leikjum. 16. febrúar 2023 13:47