„Ég hef enga trú á því að þeir hafi verið að vanmeta okkur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. júlí 2023 23:30 Óskar Hrafn Þorvaldsson er þjálfari Breiðabliks. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik sigraði Shamrock Rovers með einu marki gegn engu í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og halda heim á Kópavogsvöll með forystuna fyrir seinni leikinn í einvíginu. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum ánægður með þennan sterka útisigur. Hann segir góða byrjun á leiknum hafa lagt grunninn að sigrinum í kvöld. „Ég er bara mjög sáttur með úrslitin, sáttur við frammistöðuna í fyrri hálfleik, hún var frábær og lagði grunninn að sigrinum. Svo þurftum við aðeins að þjást og verjast í seinni hálfleik, sem var viðbúið á móti jafn öflugu liði og vel spilandi eins og Shamrock er,“ segir Óskar. Shamrock er sigursælasta lið Írlands og komst í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Liðið spilaði sjö heimaleiki í Evrópukeppnum á síðasta tímabili og tapaði aðeins einum. „Við höfum oft spilað vel í Evrópuleikjum á móti sterkum liðum en úrslitin hafa ekki alltaf fylgt frammistöðunni, í dag gerðist það og það er auðvitað bara gleðilegt. Þetta er erfiður útivöllur, það eru ekki mörg lið sem koma hingað í Evrópuleikjum og sækja sigur,“ segir Óskar. Liðið spilar ólíkan fótbolta frá því sem þekkist af Írlandi, beita mikilli hápressu, með fimm manna varnarlínu og reyna oftar en ekki að spila sig út frá aftasta manni. Óskar segir mikilvægt að vera sjálfum sér trúr, sama hver andstæðingurinn er. „Við reyndum bara að vera trúir því sem við erum, halda í okkar sjálfsmynd sem fótboltalið. Það er að pressa þegar við erum ekki með boltann og halda honum þegar við erum með hann, vera rólegir og reyna að hafa stjórn á leiknum. Mér fannst það ganga vel í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik lentum við í smá eltingaleik og menn voru orðnir þreyttir í endann. Auðvitað bara gleðilegt og sennilega þroskamerki á liðinu að við lendum aðeins undir í seinni hálfleik en náum samt einhvern veginn að klára leikinn,“ segir Óskar. Blikarnir byrjuðu leikinn einmitt af gríðarlegum krafti og komst yfir í fyrri hálfleik eftir mörg hættuleg færi. Getur verið að það hafi komið Shamrock mönnum á óvart hversu vel spilandi Breiðabliks liðið er? „Ég efast um það, þeir eru búnir að sjá fullt af leikjum og undirbúa sig vel. Þeir taka áhættu á að spila einum sínum besta manni sem er búinn að vera meiddur, Jack Byrne, þeir hvíla engann og fara í þennan leik vitandi það að við erum ágætis lið. Ég hef enga trú á því að þeir hafi verið að vanmeta okkur en kannski bjuggust þeir ekki við okkur svona aggressívum,“ segir Óskar. Seinni leikur viðureignarinnar fer fram eftir slétta viku. Sigurvegari þessa einvígis mætir svo FC Kaupmannahöfn í næstu umferð. „Við áttum okkur á því að við megum ekki fara fram úr sjálfum okkur, þetta er bara fyrri hálfleikur og við eigum seinni leikinn eftir. Þó hann sé á Kópavogsvelli þar sem okkur líður vel þá þurfum við að eiga enn betri leik þar til að fara áfram,“ segir Óskar. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
„Ég er bara mjög sáttur með úrslitin, sáttur við frammistöðuna í fyrri hálfleik, hún var frábær og lagði grunninn að sigrinum. Svo þurftum við aðeins að þjást og verjast í seinni hálfleik, sem var viðbúið á móti jafn öflugu liði og vel spilandi eins og Shamrock er,“ segir Óskar. Shamrock er sigursælasta lið Írlands og komst í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Liðið spilaði sjö heimaleiki í Evrópukeppnum á síðasta tímabili og tapaði aðeins einum. „Við höfum oft spilað vel í Evrópuleikjum á móti sterkum liðum en úrslitin hafa ekki alltaf fylgt frammistöðunni, í dag gerðist það og það er auðvitað bara gleðilegt. Þetta er erfiður útivöllur, það eru ekki mörg lið sem koma hingað í Evrópuleikjum og sækja sigur,“ segir Óskar. Liðið spilar ólíkan fótbolta frá því sem þekkist af Írlandi, beita mikilli hápressu, með fimm manna varnarlínu og reyna oftar en ekki að spila sig út frá aftasta manni. Óskar segir mikilvægt að vera sjálfum sér trúr, sama hver andstæðingurinn er. „Við reyndum bara að vera trúir því sem við erum, halda í okkar sjálfsmynd sem fótboltalið. Það er að pressa þegar við erum ekki með boltann og halda honum þegar við erum með hann, vera rólegir og reyna að hafa stjórn á leiknum. Mér fannst það ganga vel í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik lentum við í smá eltingaleik og menn voru orðnir þreyttir í endann. Auðvitað bara gleðilegt og sennilega þroskamerki á liðinu að við lendum aðeins undir í seinni hálfleik en náum samt einhvern veginn að klára leikinn,“ segir Óskar. Blikarnir byrjuðu leikinn einmitt af gríðarlegum krafti og komst yfir í fyrri hálfleik eftir mörg hættuleg færi. Getur verið að það hafi komið Shamrock mönnum á óvart hversu vel spilandi Breiðabliks liðið er? „Ég efast um það, þeir eru búnir að sjá fullt af leikjum og undirbúa sig vel. Þeir taka áhættu á að spila einum sínum besta manni sem er búinn að vera meiddur, Jack Byrne, þeir hvíla engann og fara í þennan leik vitandi það að við erum ágætis lið. Ég hef enga trú á því að þeir hafi verið að vanmeta okkur en kannski bjuggust þeir ekki við okkur svona aggressívum,“ segir Óskar. Seinni leikur viðureignarinnar fer fram eftir slétta viku. Sigurvegari þessa einvígis mætir svo FC Kaupmannahöfn í næstu umferð. „Við áttum okkur á því að við megum ekki fara fram úr sjálfum okkur, þetta er bara fyrri hálfleikur og við eigum seinni leikinn eftir. Þó hann sé á Kópavogsvelli þar sem okkur líður vel þá þurfum við að eiga enn betri leik þar til að fara áfram,“ segir Óskar.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira