Búist við kuldahreti Máni Snær Þorláksson skrifar 12. júlí 2023 13:46 Samvæmt Bliku er von á kuldahreti. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að sumarið sé þó ekki búið. Veðurstofa Íslands Veðrið hefur leikið við landsmenn síðustu daga en allt sem er gott tekur enda, eða pásu öllu heldur. Búist er við kuldahreti á næstu dögum en veðurfræðingur segir þó að það eigi eftir að hlýna aftur í næstu viku. Veðurfréttavefurinn Blika deilir færslu á Facebook-síðu sinni í dag þar sem farið er yfir veðurspána fyrir næstu daga. Þar kemur fram að búist sé við kuldahreti, allar líkur séu á kaldri stroku sem fari yfir landið seint á morgun og á föstudag. Þá segir að það eigi eftir að snjóa í hærri fjöll og jökla um norðanvert landið. „Kaldast verður á föstudagsmorguninn og hita spáð niður undir frostmark á Hveravöllum svo dæmi sé tekið,“ segir í færslunni. Hiti geti orðið lægstur um fimm gráður á láglendi vestanlands. Líklega sé betra að vara tjaldbúa, sérstaklega þá sem eru á hálendinu, við vosbúð aðfaranótt föstudags. Helga Ívarsdóttir, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við fréttastofu að sumarið sé þó ekki búið. „Þetta gerist alveg. Það er lægð sem kemur að landinu úr norðaustri og hún dregur með sér svolítið kaldara loft og úrkomu. Þannig á norðanverðu landinu má búast við rigningu og hitinn er ekki mikill.“ Búist sé við fjögurra til níu stiga hita á láglendi en kaldara verður á fjallvegum og hálendinu. „Þetta verður örugglega slyddukennt þar,“ segir Helga. Einnig sé von á snjókomu í fjallatoppana en ekki sé búist við slyddu á láglendi. Sem fyrr segir mun sumarið koma aftur þó það taki sér pásu í nokkra daga. „Núna næstu daga eru norðlægar áttir en það á að hlýna á þriðjudaginn aftur á þessu svæði. Þá verður vindur aðeins austlægari og það hlýnar. Þannig þetta eru nokkrir dagar. Það verður svalt á þessum slóðum næstu daga en mesta úrkoman er á morgun. Síðan verður ekki eins mikil úrkoma.“ Veður Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Dregur úr vindi þegar líður á daginn Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Hlýnandi veður Veðurviðvaranir um helgina Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Rigning sunnan- og vestantil og kólnar síðdegis Dálítil væta og bætir í vind Hæg suðlæg átt og hiti að tíu stigum Mild sunnanátt og dálítil væta Væta af og til Íbúar á austari hluta landsins gætu séð til tunglmyrkvans Norðlæg átt en bjart að mestu sunnanlands Hiti að tíu stigum en víða næturfrost Vestlæg átt leikur um landið Víða allhvass vindur norðantil síðdegis Yfirleitt hægur vindur en allvíða él Breytileg átt og einhver él á sveimi Rólegt veður næstu daga Vindasamt og rigning Sjá meira
Veðurfréttavefurinn Blika deilir færslu á Facebook-síðu sinni í dag þar sem farið er yfir veðurspána fyrir næstu daga. Þar kemur fram að búist sé við kuldahreti, allar líkur séu á kaldri stroku sem fari yfir landið seint á morgun og á föstudag. Þá segir að það eigi eftir að snjóa í hærri fjöll og jökla um norðanvert landið. „Kaldast verður á föstudagsmorguninn og hita spáð niður undir frostmark á Hveravöllum svo dæmi sé tekið,“ segir í færslunni. Hiti geti orðið lægstur um fimm gráður á láglendi vestanlands. Líklega sé betra að vara tjaldbúa, sérstaklega þá sem eru á hálendinu, við vosbúð aðfaranótt föstudags. Helga Ívarsdóttir, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við fréttastofu að sumarið sé þó ekki búið. „Þetta gerist alveg. Það er lægð sem kemur að landinu úr norðaustri og hún dregur með sér svolítið kaldara loft og úrkomu. Þannig á norðanverðu landinu má búast við rigningu og hitinn er ekki mikill.“ Búist sé við fjögurra til níu stiga hita á láglendi en kaldara verður á fjallvegum og hálendinu. „Þetta verður örugglega slyddukennt þar,“ segir Helga. Einnig sé von á snjókomu í fjallatoppana en ekki sé búist við slyddu á láglendi. Sem fyrr segir mun sumarið koma aftur þó það taki sér pásu í nokkra daga. „Núna næstu daga eru norðlægar áttir en það á að hlýna á þriðjudaginn aftur á þessu svæði. Þá verður vindur aðeins austlægari og það hlýnar. Þannig þetta eru nokkrir dagar. Það verður svalt á þessum slóðum næstu daga en mesta úrkoman er á morgun. Síðan verður ekki eins mikil úrkoma.“
Veður Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Dregur úr vindi þegar líður á daginn Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Hlýnandi veður Veðurviðvaranir um helgina Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Rigning sunnan- og vestantil og kólnar síðdegis Dálítil væta og bætir í vind Hæg suðlæg átt og hiti að tíu stigum Mild sunnanátt og dálítil væta Væta af og til Íbúar á austari hluta landsins gætu séð til tunglmyrkvans Norðlæg átt en bjart að mestu sunnanlands Hiti að tíu stigum en víða næturfrost Vestlæg átt leikur um landið Víða allhvass vindur norðantil síðdegis Yfirleitt hægur vindur en allvíða él Breytileg átt og einhver él á sveimi Rólegt veður næstu daga Vindasamt og rigning Sjá meira