Búist við kuldahreti Máni Snær Þorláksson skrifar 12. júlí 2023 13:46 Samvæmt Bliku er von á kuldahreti. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að sumarið sé þó ekki búið. Veðurstofa Íslands Veðrið hefur leikið við landsmenn síðustu daga en allt sem er gott tekur enda, eða pásu öllu heldur. Búist er við kuldahreti á næstu dögum en veðurfræðingur segir þó að það eigi eftir að hlýna aftur í næstu viku. Veðurfréttavefurinn Blika deilir færslu á Facebook-síðu sinni í dag þar sem farið er yfir veðurspána fyrir næstu daga. Þar kemur fram að búist sé við kuldahreti, allar líkur séu á kaldri stroku sem fari yfir landið seint á morgun og á föstudag. Þá segir að það eigi eftir að snjóa í hærri fjöll og jökla um norðanvert landið. „Kaldast verður á föstudagsmorguninn og hita spáð niður undir frostmark á Hveravöllum svo dæmi sé tekið,“ segir í færslunni. Hiti geti orðið lægstur um fimm gráður á láglendi vestanlands. Líklega sé betra að vara tjaldbúa, sérstaklega þá sem eru á hálendinu, við vosbúð aðfaranótt föstudags. Helga Ívarsdóttir, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við fréttastofu að sumarið sé þó ekki búið. „Þetta gerist alveg. Það er lægð sem kemur að landinu úr norðaustri og hún dregur með sér svolítið kaldara loft og úrkomu. Þannig á norðanverðu landinu má búast við rigningu og hitinn er ekki mikill.“ Búist sé við fjögurra til níu stiga hita á láglendi en kaldara verður á fjallvegum og hálendinu. „Þetta verður örugglega slyddukennt þar,“ segir Helga. Einnig sé von á snjókomu í fjallatoppana en ekki sé búist við slyddu á láglendi. Sem fyrr segir mun sumarið koma aftur þó það taki sér pásu í nokkra daga. „Núna næstu daga eru norðlægar áttir en það á að hlýna á þriðjudaginn aftur á þessu svæði. Þá verður vindur aðeins austlægari og það hlýnar. Þannig þetta eru nokkrir dagar. Það verður svalt á þessum slóðum næstu daga en mesta úrkoman er á morgun. Síðan verður ekki eins mikil úrkoma.“ Veður Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Appelsínugular viðvaranir í kortunum Öflug lægð nálgast landið Viðvaranir í gildi og vætusamt víða um land Lægðagangur og umhleypingar næstu daga Él sunnan- og vestanlands og hvessir í kvöld Von á stormi Frost að sjö stigum og von á næstu lægð Éljagangur sunnan- og vestantil seinni partinn Norðanátt og frystir smám saman Rigningarveður í kortunum Slydda og snjókoma fyrir norðan Útlit fyrir talsverða rigningu Mögulegt hvassviðri fyrir sunnan Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Úrhellisrigning á Vesturlandi Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Gæti sést til eldinga á vestanverðu landinu Myndarlegir úrkomubakkar fara yfir landið Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Óvenjulegt að allt landið sé undir Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Tjón víða í Norðfirði eftir öfluga vindhviðu Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Sjá meira
Veðurfréttavefurinn Blika deilir færslu á Facebook-síðu sinni í dag þar sem farið er yfir veðurspána fyrir næstu daga. Þar kemur fram að búist sé við kuldahreti, allar líkur séu á kaldri stroku sem fari yfir landið seint á morgun og á föstudag. Þá segir að það eigi eftir að snjóa í hærri fjöll og jökla um norðanvert landið. „Kaldast verður á föstudagsmorguninn og hita spáð niður undir frostmark á Hveravöllum svo dæmi sé tekið,“ segir í færslunni. Hiti geti orðið lægstur um fimm gráður á láglendi vestanlands. Líklega sé betra að vara tjaldbúa, sérstaklega þá sem eru á hálendinu, við vosbúð aðfaranótt föstudags. Helga Ívarsdóttir, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við fréttastofu að sumarið sé þó ekki búið. „Þetta gerist alveg. Það er lægð sem kemur að landinu úr norðaustri og hún dregur með sér svolítið kaldara loft og úrkomu. Þannig á norðanverðu landinu má búast við rigningu og hitinn er ekki mikill.“ Búist sé við fjögurra til níu stiga hita á láglendi en kaldara verður á fjallvegum og hálendinu. „Þetta verður örugglega slyddukennt þar,“ segir Helga. Einnig sé von á snjókomu í fjallatoppana en ekki sé búist við slyddu á láglendi. Sem fyrr segir mun sumarið koma aftur þó það taki sér pásu í nokkra daga. „Núna næstu daga eru norðlægar áttir en það á að hlýna á þriðjudaginn aftur á þessu svæði. Þá verður vindur aðeins austlægari og það hlýnar. Þannig þetta eru nokkrir dagar. Það verður svalt á þessum slóðum næstu daga en mesta úrkoman er á morgun. Síðan verður ekki eins mikil úrkoma.“
Veður Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Appelsínugular viðvaranir í kortunum Öflug lægð nálgast landið Viðvaranir í gildi og vætusamt víða um land Lægðagangur og umhleypingar næstu daga Él sunnan- og vestanlands og hvessir í kvöld Von á stormi Frost að sjö stigum og von á næstu lægð Éljagangur sunnan- og vestantil seinni partinn Norðanátt og frystir smám saman Rigningarveður í kortunum Slydda og snjókoma fyrir norðan Útlit fyrir talsverða rigningu Mögulegt hvassviðri fyrir sunnan Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Úrhellisrigning á Vesturlandi Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Gæti sést til eldinga á vestanverðu landinu Myndarlegir úrkomubakkar fara yfir landið Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Óvenjulegt að allt landið sé undir Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Tjón víða í Norðfirði eftir öfluga vindhviðu Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Sjá meira