Lífið

Frið­rik Ómar selur slotið

Íris Hauksdóttir skrifar
Friðrik Ómar hefur sett eign sína á sölu.
Friðrik Ómar hefur sett eign sína á sölu.

Söngvarinn síkáti, Friðrik Ómar hefur sett hús sitt á sölu en eignin er staðsett norður á Akureyri. Ásett verð fyrir fermetrana 139 eru rúmar 68 milljónir.

Um er að ræða bjart talsvert uppgert 3-4 herbergja einbýlishús á tveimur hæðum. Húsið er að hluta til undir súð og því stærra en birtir fermetrar eða um 165 að gólffleti.

Á fasteignavef Vísis kemur fram að húsið eigi sér mikla sögu en það var byggt árið 1911. Í húsinu var lengi vel reykhús, einnig var það fyrsta aðsetur Ríkisútvarpsins a Akureyri, hljóðver og Lions hreyfingin var með aðsetur í húsinu fyrir fundi og samkomuhalds. Síðar var húsið teiknað upp og breytt í íbúðarhúsnæði.

Hér að neðan má sjá nokkrar vel valdar myndir.

Húsið á sér mikla sögu en það var byggt árið 1911.Kasa fasteignir

Forstofa er flísalögð, opið fatahengi.Kasa fasteignir

Tvö herbergi eru á efri hæð hússins, bæði undir súð með opnanlegum þakglugga. Dúkur á gólfum.Kasa fasteignir

Út úr eldhúsi er gengið á rúmgóða verönd með skjólveggjum.Kasa fasteignir

Tvö herbergi eru á efri hæð hússins, bæði undir súð með opnanlegum þakglugga. Dúkur á gólfum.Kasa fasteignir

Stofan er hin glæsilegasta.Kasa fasteignir

Rúmgóð stofa með flísum á gólfi og gólfhita.Kasa fasteignir

Svefnherbergi er inn af stofu, það er rúmgott með parketi á gólfi, vaski og nýjum opnanlegum glugga. Inn af herberginu er lítil geymsla/lagnarými sem er í dag notað sem þvottahús. Hægt er að setja útihurð inn í herbergið.Kasa fasteignir

Innrétting með neðriskápum og skúffum, gott bekkjarpláss, gas eldavél, uppþvottavél og steinn í borðplötu.Kasa fasteignir

Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf. Lítil innrétting með vask. Sturta með glerjum.Kasa fasteignir

Stiginn upp á efri hæð hússins er dúkalagður.Kasa fasteignir

Timbur sólpallur um 32 fm að stærð. Afar sólríkur og skjólgóður pallur sem er byggður ofan á viðbyggingu sem hýsir herbergi á neðrihæð. Upphituð útigeymsla undir hluta af sólpalli.Kasa fasteignir

Tengdar fréttir

Friðrik Ómar selur húsið á Frakkastígnum

Söngvarinn geðþekki Friðrik Ómar hefur sett hús sitt að Frakkastíg 14 á sölu. Um er að ræða bjarta þriggja herbergja íbúð með sérinngangi og góða lofthæð. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×