EHF sá ekkert að vinskap dómara og þjálfara: „Eins og að tala við tóma tunnu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 17. júlí 2023 08:00 Halldór Jóhann var þjálfari FH þegar liðið féll úr leik fyrir Tatran Presov í EHF-bikarnum árið 2017 eftir skrautlega frammistöðu dómarapars sem sakað er um hagræðingu úrslita. vísir/vilhelm Handboltaþjálfarinn Halldór Jóhann Sigfússon var þjálfari FH þegar liðið lenti illa í dómarapari sem er sakað um stórfellda spillingu og hagræðingu úrslita. Kósóvksu-bræðurnir Erdoan Vitaku og Arsim Vitaku dæmdu leik GOG frá Danmörku og Kadetten Schaffhausen frá Austurríki árið 2020 og grunaðir um að hafa haft viljandi áhrif á úrslit leiksins. Frammistaða dómaranna þar hafi leitt til rannsóknar dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og úr hafa orðið tveir heimildaþættir sem sýni fram á spillingu innan EHF. „Það sem TV 2 gerir, er að þeir kíkja þarna á þetta eftir þennan fræga leik 2020, þar sem þetta dómarapar er. Þeir fara að kanna þetta betur og upp úr því hefst þessi heimildamynd. Ásamt því að þeir skoða yfirmann dómaramála Evrópu sem sögusagnir eru um að hafi verið ansi spilltur í gegnum tíðina án þess að menn hafi kannski sannað það,“ „Við getum tekið sem dæmi með þetta dómarapar frá Kósóvó. Ég get ekki ímyndað mér að kósóvska deildin sé mjög sterk en allt í einu voru þeir mættir í það að dæma leiki á mjög háu stigi,“ segir Halldór Jóhann. Hlógu og skemmtu sér með þjálfara andstæðinganna degi fyrir leik Halldór lenti í því dómarapari í Evrópuverkefni FH árið 2017, þar sem liðið mætti slóvakíska liðinu Tatran Presov ytra. Halldór segir þar ekki allt hafa verið með felldu. Degi fyrir leik hafi þeir kósóvsku átt hrókasamræður við og skemmt sér vel með þjálfara andstæðingsins, Króatanum Slavko Goluža. „Sá leikur var ansi skrautlegur að mörgu leyti. Daginn fyrir leik, þegar þeir mæta upp á hótel og við erum þar í hádegismat. Þá sitja þeir með Slavko Goluža, þjálfara Presov, brosandi og hlæjandi yfir kaffibolla og voða vinir.“ „Við létum eftirlitsmanninn vita af þessu og það var bara eins og að tala við tóma tunnu. Það hafði enginn áhuga á að vita þetta og fannst ekkert óeðlilegt við þetta,“ segir Halldór Jóhann. „Síðan í leiknum eru fullt af atriðum, en það versta í þessu er rétt áður en leikurinn er búinn þá dæma þeir línu á Óðin Þór Ríkharðsson sem steig 20 sentímetra frá línunni. Þar hefðum við getað minnkað muninn niður í eitt mark en í staðinn skora þeir síðasta markið og vinna með þremur. Þetta var auðvitað allt til á filmu.“ „Maður fékk smá á tilfinninguna eitthvað siðleysi en auðvitað gat maður ekkert sannað. Við gátum ekkert sannað neitt af þessu en þetta var ansi skrautlegt,“ segir Halldór Jóhann. Viðtalið við Halldór má sjá í spilaranum að ofan. Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sjá meira
Kósóvksu-bræðurnir Erdoan Vitaku og Arsim Vitaku dæmdu leik GOG frá Danmörku og Kadetten Schaffhausen frá Austurríki árið 2020 og grunaðir um að hafa haft viljandi áhrif á úrslit leiksins. Frammistaða dómaranna þar hafi leitt til rannsóknar dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og úr hafa orðið tveir heimildaþættir sem sýni fram á spillingu innan EHF. „Það sem TV 2 gerir, er að þeir kíkja þarna á þetta eftir þennan fræga leik 2020, þar sem þetta dómarapar er. Þeir fara að kanna þetta betur og upp úr því hefst þessi heimildamynd. Ásamt því að þeir skoða yfirmann dómaramála Evrópu sem sögusagnir eru um að hafi verið ansi spilltur í gegnum tíðina án þess að menn hafi kannski sannað það,“ „Við getum tekið sem dæmi með þetta dómarapar frá Kósóvó. Ég get ekki ímyndað mér að kósóvska deildin sé mjög sterk en allt í einu voru þeir mættir í það að dæma leiki á mjög háu stigi,“ segir Halldór Jóhann. Hlógu og skemmtu sér með þjálfara andstæðinganna degi fyrir leik Halldór lenti í því dómarapari í Evrópuverkefni FH árið 2017, þar sem liðið mætti slóvakíska liðinu Tatran Presov ytra. Halldór segir þar ekki allt hafa verið með felldu. Degi fyrir leik hafi þeir kósóvsku átt hrókasamræður við og skemmt sér vel með þjálfara andstæðingsins, Króatanum Slavko Goluža. „Sá leikur var ansi skrautlegur að mörgu leyti. Daginn fyrir leik, þegar þeir mæta upp á hótel og við erum þar í hádegismat. Þá sitja þeir með Slavko Goluža, þjálfara Presov, brosandi og hlæjandi yfir kaffibolla og voða vinir.“ „Við létum eftirlitsmanninn vita af þessu og það var bara eins og að tala við tóma tunnu. Það hafði enginn áhuga á að vita þetta og fannst ekkert óeðlilegt við þetta,“ segir Halldór Jóhann. „Síðan í leiknum eru fullt af atriðum, en það versta í þessu er rétt áður en leikurinn er búinn þá dæma þeir línu á Óðin Þór Ríkharðsson sem steig 20 sentímetra frá línunni. Þar hefðum við getað minnkað muninn niður í eitt mark en í staðinn skora þeir síðasta markið og vinna með þremur. Þetta var auðvitað allt til á filmu.“ „Maður fékk smá á tilfinninguna eitthvað siðleysi en auðvitað gat maður ekkert sannað. Við gátum ekkert sannað neitt af þessu en þetta var ansi skrautlegt,“ segir Halldór Jóhann. Viðtalið við Halldór má sjá í spilaranum að ofan.
Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sjá meira