Fótbolti

Leik hætt vegna of mikillar hörku

Hjörvar Ólafsson skrifar
Denise O'Sullivan fór meidd af velli í leiknum í dag. 
Denise O'Sullivan fór meidd af velli í leiknum í dag.  Vísir/Getty

Það var ekki mikil vinátta á milli leikmanna Írlands og Kólumbíu í vináttulandsleik liðanna í fótbolta kvenna sem fram fór í dag. Leiknum sem var liður í undirbúningi þessara liða fyrir heimeistaramótið sem hefst í Ástralíu og Nýja-Sjálandi eftir sex daga. 

Denise O'Sullivan, leikmaður Írlands, var flutt á sjúkrahús í Brisbane eftir eina af nokkrum ruddalegum tæklingum en óttast er að miðvallarleikmaðurinn geti ekki spilað á mótinu vegna meiðslanna sem hún hlaut.  

Eftir um það til 20 mínútna leik var leiknum hætt þar sem of mikil harka var í leiknum. Í stað þess að halda leik áfram tók írska liðið frekar æfingu. 

Það kemur í ljós á morgun hvort að O'Sullivan verði klár í slaginn þegar írska liðið mætir öðrum gestgjafa mótsins, Ástralíu, á fimmtudaginn kemur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×