Þetta segir um veðrið næstu daga á vef Veðurstofunnar.
Í dag má búast við norðan og norðvestan fimm til þrettán metrum á sekúndu en sums staðar hvassari vindstrengir við fjöll. Þá verður dálítil rigning um norðanvert landið, en stöku skúrir syðra, einkum seinnipartinn.
Á sunnudag hvessir suðaustantil en lægir heldur og styttir upp norðvestanlands. Hiti víða um land fimm til tíu stig, en allt að sautján stig sunnan heiða. Í vikunni verður sólríkt á Suður- og Suðvesturlandi og nær hiti þar mest upp í nítján stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Svona verða veðurhorfur næstu daga samkvæmt spá Veðurstofunnar:
Á sunnudag: Norðan átta til þrettán metrar á sekúndu, en hægari vindur inn til landsins. Dálítil væta um norðanvert landið og hiti fimm til tíu stig, en víða bjartviðri sunnantil og hiti að átján stigum yfir daginn.
Á mánudag og þriðjudag: Norðlæg átt fimm til tíu en tíu til fimmtán metrar á sekúndu með norðausturströndinni. Dálítil væta öðru hverju norðaustanlands og hiti fimm til tíu stig, en annars bjart með köflum og hiti að átján stigum.
Á miðvikudag og fimmtudag: Hæg norðvestlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum, en strekkingur og smá væta austast. Hiti átta til nítján stig, hlýjast sunnanlands.
Á föstudag: Hægviðri, bjart með köflum og hlýtt í veðri.