Kjartan Henry: Er ekki að standa í neinu PR-stunti fyrir þá Andri Már Eggertsson skrifar 18. júlí 2023 22:40 Kjartan Henry í leik kvöldsins gegn KR Vísir/Pawel Cieslikiewicz Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður FH, var svekktur eftir 1-0 tap gegn KR. Kjartan Henry svaraði fyrir það hvers vegna hann tók ekki við viðurkenningu frá KR fyrir leik. „Það var frekar súrt að tapa þessu. Mér fannst við spila fínan leik en nýttum ekki færin okkar og þá refsa þeir enda hafa þeir unnið þá nokkra 1-0,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason eftir leik. Leikurinn var markalaus í tæplega 90 mínútur og Kjartani fannst FH vera betri aðilinn næstum því allan leikinn. „Mér fannst við vera ofan á. Næstum því allan leikinn en fótboltinn snýst um það að skora mörk og við náðum ekki að setja boltann inn fyrir línuna. Við klúðruðum vítaspyrnu sem getur gerst og hann [Simen Lillevik Kjellevold] varði það vel. Það var súrt að tapa í leik sem við hefðum getað nýtt færin okkar betur.“ En var erfitt fyrir Kjartan Henry að vera farinn af velli þegar FH fékk vítaspyrnu. „Já já, en ég treysti Úlfi þar sem hann var búinn að skora úr þeim nokkrum í sumar en þetta getur gerst og kemur fyrir alla.“ KR hafði skipulagt fyrir leik að heiðra Kjartan Henry Finnbogason, fyrrum leikmann KR, en rétt fyrir leik kom Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, í blaðamannastúkuna og tilkynnti vallarþuli að búið væri að hætta við. „Ég var að koma hérna inn fimm mínútum fyrir leik úr upphitun og var að einbeita mér að leiknum. Þá var ég gripinn og sagt að ég væri að fá einhverja viðurkenningu eða skjöld. Ég sagði nei takk ég væri að einbeita mér að leiknum. Ég bý á Meistaravöllum og þau geta sent mér hana ef þau vilja. Ég er ekki að standa í neinu PR-stunti fyrir þá. „Þetta var ekkert stórmál. Ef þeir vilja heiðra mig þá geta þeir gert það seinna,“ sagði Kjartan Henry og bætti við að hann hafði ekkert pælt í því að þetta myndi koma upp fyrir leik. KR FH Besta deild karla Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Sjá meira
„Það var frekar súrt að tapa þessu. Mér fannst við spila fínan leik en nýttum ekki færin okkar og þá refsa þeir enda hafa þeir unnið þá nokkra 1-0,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason eftir leik. Leikurinn var markalaus í tæplega 90 mínútur og Kjartani fannst FH vera betri aðilinn næstum því allan leikinn. „Mér fannst við vera ofan á. Næstum því allan leikinn en fótboltinn snýst um það að skora mörk og við náðum ekki að setja boltann inn fyrir línuna. Við klúðruðum vítaspyrnu sem getur gerst og hann [Simen Lillevik Kjellevold] varði það vel. Það var súrt að tapa í leik sem við hefðum getað nýtt færin okkar betur.“ En var erfitt fyrir Kjartan Henry að vera farinn af velli þegar FH fékk vítaspyrnu. „Já já, en ég treysti Úlfi þar sem hann var búinn að skora úr þeim nokkrum í sumar en þetta getur gerst og kemur fyrir alla.“ KR hafði skipulagt fyrir leik að heiðra Kjartan Henry Finnbogason, fyrrum leikmann KR, en rétt fyrir leik kom Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, í blaðamannastúkuna og tilkynnti vallarþuli að búið væri að hætta við. „Ég var að koma hérna inn fimm mínútum fyrir leik úr upphitun og var að einbeita mér að leiknum. Þá var ég gripinn og sagt að ég væri að fá einhverja viðurkenningu eða skjöld. Ég sagði nei takk ég væri að einbeita mér að leiknum. Ég bý á Meistaravöllum og þau geta sent mér hana ef þau vilja. Ég er ekki að standa í neinu PR-stunti fyrir þá. „Þetta var ekkert stórmál. Ef þeir vilja heiðra mig þá geta þeir gert það seinna,“ sagði Kjartan Henry og bætti við að hann hafði ekkert pælt í því að þetta myndi koma upp fyrir leik.
KR FH Besta deild karla Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Sjá meira