Fyrirtækin tíu sem taka þátt í Startup SuperNova í ár Máni Snær Þorláksson skrifar 20. júlí 2023 18:30 Teymin sem taka þátt í Startup SuperNova, Astrid EdTech,GET Ráðgjöf, GæðaMeistari, Lóalóa, Modul Work, Revolníu, Skarpur, Soultech. Á myndina vantar KuraTech og Lykkjustund Þóra Ólafsdóttir Búið er að velja þau tíu sprotafyrirtæki sem taka þátt í viðskiptahraðlinum Startup SuperNova í ár. Framkvæmdastjóri Klak-Icelandic Startups segir ánægjulegt hve margar umsóknir bárust en alls kepptu á þriðja tug sprotafyrirtækja um sæti í hraðlinum. Sprotafyrirtækin tíu sem taka þátt í hraðlinum vinna að nýsköpun á alls konar sviðum. Þar má til dæmis nefna snjallforrit með heilandi tíðnir sem eiga að hjálpa fólki með streitutengd vandamál, gagnvikar prjónauppskriftir og gæðastjórnunarkerfi fyrir byggingariðnað. „Það er sérstaklega ánægjulegt að okkur bárust umsóknir frá fjölmörgum öflugum frumkvöðlum.Við óskum topp 10 teymunum til hamingju og hlökkum til að vinna náið með þeim næstu vikur,” er haft eftir Ástu Sóllilju Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Klak - Icelandic Startups, í tilkynningu um hraðalinn. Hér fyrir neðan má sjá sprotafyritækin tíu sem taka þátt. Astrid EdTech Astrid EdTech segir sögur um loftslagsmál og hvetur ungt fólk til að fræðast, ræða nýjar hugmyndir og taka af skarið. Í teyminu eru þau Ásta Olga Magnúsdóttir, Vanessa Carpenter, Geir Borg, Beatriz Prados, Sunna Mogensen, Lemke Mejer, Haukur Hilmarsson og Laufey Stefánsdóttir GET Ráðgjöf GET Ráðgjöf kynnir nýja nálgun á Mínar síður þar sem fyrirtæki vinna með viðskiptagögn margra aðila en í gegnum eitt viðmót á hraðan, þægilegan og öruggan hátt. Í teyminu eru þau Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir og Eyvindur Tryggvason GæðaMeistari GæðaMeistarinn er gæðastjórnunarkerfi fyrir einyrkja, lítil og meðalstór fyrirtæki í byggingariðnaði. Einföld, skýr og hagstæð lausn sem bætir gæði og lækkar kostnað. Í teyminu eru þau Sunna Ösp Þórsdóttir, Sara Hvanndal Magnúsdóttir, Reynir Viðar Ingason og Jón Andrés Vilhelmsson KuraTech KuraTech margfaldar virði þrotabúa með sjálfvirknivæðingu og aukinni yfirsýn fyrir skiptastjóra. Í teyminu eru þau Kristján Óli Ingvarsson, Árni Steinn Viggósson og Sara Árnadóttir Lykkjustund Lykkjustund (e. Knittable) eykur sköpunargleði prjónara með því að bjóða upp á gagnvirkar prjónauppskriftir sem aðlagast hugmynd prjónarans, virka fyrir allar garntegundir og koma í öllum stærðum. Lausnin styttir tímann frá hugmynd yfir í prjón úr klukkutímum niður í mínútur fyrir almenna prjónarann og tímann frá hugmynd yfir í fullbúna uppskrift frá mánuðum niður í klukkustundir fyrir prjónahönnuði. Í teyminu eru þau Nanna Einarsdóttir, Renata Sigurbergsdóttir Blöndal og Jón Þorsteinsson Lóalóa Lóalóa er einföld lausn fyrir söfn af myndböndum og öðru efni. Kerfið bæði geymir efni og dreifir því á ýmsa miðla auk þess að hverju safni fylgja sérsniðnar vefsíður sem hægt er að koma fyrir undir hvaða vef sem er. Í teyminu eru þeir Tinni Sveinsson, Valur Hrafn Einarsson og Sverrir Vilhjálmur Hermannsson Modul Work Modul Work er skýjalausn sem eykur starfsánægju með virkri þátttöku fólks í starfsþróun sinni í gegnum beinan eignarhlut í sínu starfi með notkun lifandi starfslýsinga. Lifandi starfslýsingar eru gagnvirk sniðmót sem smætta störf í verkefni þar sem teymi hafa yfirsýn og samstarf um verkaskiptingu í síbreytilegu vinnuflæði með aðstoð gervigreindar.Í teyminu eru þau Kristinn Freyr Haraldsson, Vilborg Þórðardóttir, Mats Lennartsson og Jónas Óskar Magnússon Revolníu Revolníu býr til heilandi tíðnir til að hjálpa fólki með streitutengd vandamál, svefn og einbeitingu, og hjálpa fólki með heyrnarsuð (tinnitus). Við erum að búa til snjallforrit og erum að þróa heyrnartól/heilaskanna. Í teyminu eru þau Baldur Vignir Karlsson, Georg Holm, Kristján Þór Héðinsson og Einar Jón Einarsson Skarpur Skarpur þróar nýja hugbúnaðarlausn til að umbylta plönunargeiranum. Kerfið býr sjálfvirkt til og viðheldur bestuðum plönum sem gerir þér kleift að bregðast snögglega við breytingum, minnka handavinnu og taka reksturinn þinn á nýtt stig í hagkvæmni og skilvirkni. Í teyminu eru þeir Aron Ásmundsson og Eyþór Helgason Soultech Soultech þróar hugbúnað sem umbreytir samvinnu almennings & sálfræðinga. Okkar sýn er að allir, óháð fjárhag & staðsetningu hafi aðgang að sálfræðiaðstoð & sjálfshjálpar-sálfræðimeðferðum. Í teyminu eru þau Bryndís Lóa Jóhannsdóttir, Davíð Haraldsson, Stefán Ólafsson, Pétur Örn Jónsson og Sophia Barcala Nýsköpun Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Sprotafyrirtækin tíu sem taka þátt í hraðlinum vinna að nýsköpun á alls konar sviðum. Þar má til dæmis nefna snjallforrit með heilandi tíðnir sem eiga að hjálpa fólki með streitutengd vandamál, gagnvikar prjónauppskriftir og gæðastjórnunarkerfi fyrir byggingariðnað. „Það er sérstaklega ánægjulegt að okkur bárust umsóknir frá fjölmörgum öflugum frumkvöðlum.Við óskum topp 10 teymunum til hamingju og hlökkum til að vinna náið með þeim næstu vikur,” er haft eftir Ástu Sóllilju Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Klak - Icelandic Startups, í tilkynningu um hraðalinn. Hér fyrir neðan má sjá sprotafyritækin tíu sem taka þátt. Astrid EdTech Astrid EdTech segir sögur um loftslagsmál og hvetur ungt fólk til að fræðast, ræða nýjar hugmyndir og taka af skarið. Í teyminu eru þau Ásta Olga Magnúsdóttir, Vanessa Carpenter, Geir Borg, Beatriz Prados, Sunna Mogensen, Lemke Mejer, Haukur Hilmarsson og Laufey Stefánsdóttir GET Ráðgjöf GET Ráðgjöf kynnir nýja nálgun á Mínar síður þar sem fyrirtæki vinna með viðskiptagögn margra aðila en í gegnum eitt viðmót á hraðan, þægilegan og öruggan hátt. Í teyminu eru þau Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir og Eyvindur Tryggvason GæðaMeistari GæðaMeistarinn er gæðastjórnunarkerfi fyrir einyrkja, lítil og meðalstór fyrirtæki í byggingariðnaði. Einföld, skýr og hagstæð lausn sem bætir gæði og lækkar kostnað. Í teyminu eru þau Sunna Ösp Þórsdóttir, Sara Hvanndal Magnúsdóttir, Reynir Viðar Ingason og Jón Andrés Vilhelmsson KuraTech KuraTech margfaldar virði þrotabúa með sjálfvirknivæðingu og aukinni yfirsýn fyrir skiptastjóra. Í teyminu eru þau Kristján Óli Ingvarsson, Árni Steinn Viggósson og Sara Árnadóttir Lykkjustund Lykkjustund (e. Knittable) eykur sköpunargleði prjónara með því að bjóða upp á gagnvirkar prjónauppskriftir sem aðlagast hugmynd prjónarans, virka fyrir allar garntegundir og koma í öllum stærðum. Lausnin styttir tímann frá hugmynd yfir í prjón úr klukkutímum niður í mínútur fyrir almenna prjónarann og tímann frá hugmynd yfir í fullbúna uppskrift frá mánuðum niður í klukkustundir fyrir prjónahönnuði. Í teyminu eru þau Nanna Einarsdóttir, Renata Sigurbergsdóttir Blöndal og Jón Þorsteinsson Lóalóa Lóalóa er einföld lausn fyrir söfn af myndböndum og öðru efni. Kerfið bæði geymir efni og dreifir því á ýmsa miðla auk þess að hverju safni fylgja sérsniðnar vefsíður sem hægt er að koma fyrir undir hvaða vef sem er. Í teyminu eru þeir Tinni Sveinsson, Valur Hrafn Einarsson og Sverrir Vilhjálmur Hermannsson Modul Work Modul Work er skýjalausn sem eykur starfsánægju með virkri þátttöku fólks í starfsþróun sinni í gegnum beinan eignarhlut í sínu starfi með notkun lifandi starfslýsinga. Lifandi starfslýsingar eru gagnvirk sniðmót sem smætta störf í verkefni þar sem teymi hafa yfirsýn og samstarf um verkaskiptingu í síbreytilegu vinnuflæði með aðstoð gervigreindar.Í teyminu eru þau Kristinn Freyr Haraldsson, Vilborg Þórðardóttir, Mats Lennartsson og Jónas Óskar Magnússon Revolníu Revolníu býr til heilandi tíðnir til að hjálpa fólki með streitutengd vandamál, svefn og einbeitingu, og hjálpa fólki með heyrnarsuð (tinnitus). Við erum að búa til snjallforrit og erum að þróa heyrnartól/heilaskanna. Í teyminu eru þau Baldur Vignir Karlsson, Georg Holm, Kristján Þór Héðinsson og Einar Jón Einarsson Skarpur Skarpur þróar nýja hugbúnaðarlausn til að umbylta plönunargeiranum. Kerfið býr sjálfvirkt til og viðheldur bestuðum plönum sem gerir þér kleift að bregðast snögglega við breytingum, minnka handavinnu og taka reksturinn þinn á nýtt stig í hagkvæmni og skilvirkni. Í teyminu eru þeir Aron Ásmundsson og Eyþór Helgason Soultech Soultech þróar hugbúnað sem umbreytir samvinnu almennings & sálfræðinga. Okkar sýn er að allir, óháð fjárhag & staðsetningu hafi aðgang að sálfræðiaðstoð & sjálfshjálpar-sálfræðimeðferðum. Í teyminu eru þau Bryndís Lóa Jóhannsdóttir, Davíð Haraldsson, Stefán Ólafsson, Pétur Örn Jónsson og Sophia Barcala
Nýsköpun Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira