Dagurinn fór fjörlega af stað þar sem suður-afríski áhugamaðurinn Christo Lamprecht kom öllum á óvart og stal senunni. Lamprecht lék hringinn á fimm höggum undir pari.
A debut major appearance.
— The Open (@TheOpen) July 20, 2023
Christo Lamprecht will go to sleep tonight tied for the lead in The Open. pic.twitter.com/bcYrKlKDz4
Tommy Fleetwood spilaði einnig á fimm höggum undir pari. Þetta var besti opnunarhringur á Opna breska. Fleetwood fór rólega af stað en á seinni níu holunum krækti hann í fjóra fugla.
Tommy Fleetwood joins the lead.
— The Open (@TheOpen) July 20, 2023
Follow Tommy's finish on https://t.co/YKYuYG9FyP. pic.twitter.com/0mey1fOpQX
Efsti maður heimslistans, Scottie Scheffler, spilaði á einu höggi undir pari á meðan Cameron Smith, sigurvegarinn á Opna breska í fyrra, spilaði á einu höggi yfir pari.
Rory McIlroy sem þótti fyrir mót afar líklegur til sigurs byrjaði mótið ekki eins og hann hafði óskað sér. Rory McIlroy spilaði sig þó ekki úr mótinu á fyrsta degi en hann endaði á að spila hringinn á pari.
Could this be a pivotal moment?
— The Open (@TheOpen) July 20, 2023
The challenge and drama of links golf. Encapsulated by @McIlroyRory. pic.twitter.com/KqZHhIm9ZP
Fylgjast má með beinni útsendingu frá Opna breska á Stöð 2 Sport 4.