Vísir hefur nú tekið saman mörkin úr leikjunum þremur frá því í gærkvöldi og má sjá þau hér fyrir neðan. Umferðinni lýkur svo með tveimur leikjum í kvöld.
Topplið Víkinga er enn með sex stiga forskot á toppnum eftir 2-1 sigur á KR í Vesturbænum.
Aron Elís Þrándarson lék sinn fyrsta leik með Víkingi í níu ár og skoraði seinna markið með laglegum skalla en það fyrra skoraði Helgi Guðjónsson eftir að hafa fengið boltann á silfurfati frá markverði KR. Kristján Flóki Finnbogason minnkaði muninn úr vítaspyrnu.
Patrick Pedersen tryggði Val 1-0 sigur á Fram með eina marki leiksins sem kom strax á sextándu mínútu. Pedersen skoraði markið eftir frábæran undirbúning frá Kristni Frey Sigurðssyni og Aroni Jóhannssyni.
HK og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli í Kórnum. Atli Hrafn Andrason kom HK yfir í fyrri hálfleik en Adolf Daði Birgisson jafnaði metin í þeim seinni.
Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leikjunum þremur.