Lífið

Bíósalur, körfuboltavöllur og líkamsrækt í 500 fermetrum í Garðabæ

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Húsið er teiknað af Sigurði Hallgrímssyni arkitekt og um innanhússhönnun sá Guðbjörg Magnúsdóttur, innanhúsarkitekt.
Húsið er teiknað af Sigurði Hallgrímssyni arkitekt og um innanhússhönnun sá Guðbjörg Magnúsdóttur, innanhúsarkitekt. Fasteignaljósmyndun

Afar glæsilegt fimmhundruð fermetra einbýlishús í Garðbæ er til sölu. Óskað er eftir tilboði í eignina. Húsið var byggt árið 2005 og teiknað af Sigurði Hallgrímssyni arkitekt og sá Guðbjörg Magnúsdóttur, innanhúsarkitekt, um að hanna húsið að innan. 

Um er að ræða eign við Brúnás 3 í Ásahverfinu í Garðabæ. Húsið er á tveimur hæðum með aukinni lofthæð og óhætt er að segja að allt sé til alls en húsráðendur hafa komið fyrir afar glæsilegri líkamsræktaraðstöðu, bíósal og körfluboltavelli. Auk þess er tvöfaldur bílskúr og heitur pottur. 

Í húsinu eru sérsmíðaðar innréttingar, gólfhiti, niðurlímt parket, ljósar flísar og innihurðir úr hnotu.

Í lýsingu eignarinnar á fasteignavef Vísis kemur fram aðalhæðin sé afar björt með aukinni lofthæð og gólfsíðum gluggum sem vísa á móti suðri. Eldhús, stofa og borðstofa er á efri hæð hússins auk hjónasvítu með útsýni í suður. Samtals eru fjögur barnaherbergi og þrjú baðherbergi.

Húsið var byggt árið 2005.Fasteignaljósmyndun
Grasflötur er kringum húsið.Fasteignaljósmyndun
Svört stálhilla yfir eyjunni setur punktinn yfir i-ið í eldhúsinu.Fasteignaljósmyndun
Hjónasvítan er notaleg og rúmgóð.Fasteignaljósmyndun
Stofa og borðstofa er með útsýni yfir Reykjanesskagann.Fasteignaljósmyndun
Fjögur svefnherbergi eru í húsinu auk hjónasvítu.Fasteignaljósmyndun
Húsráðendur hafa komið upp afar glæsilegri líkamsræktaraðstöðu.Fasteignaljósmyndun
Körfuboltavöllur við húsið.Fasteignaljósmyndun
Heitur pottur er á pallinum.Fasteignaljósmyndun


Tengdar fréttir

500 fermetra hönnunarhús fyrir hálfan milljarð

Rúmlega 500 fermetra einbýlishús með stórbrotnu útsýni yfir Urriðavatn og Heiðmörk í Garðabæ er til sölu. Lágmarks verð fyrir eignina er hálfur milljarður. 

Barnabarn Alla ríka selur hönnunarhús í Garðabæ

Aðalsteinn Jónsson Þorsteinsson, framkvæmdastjóri vinnustofu Kjarvals og barnabarn Alla ríka frá Eskifirði, og Ása María Þórhallsdóttir, verkefnistjóri KLAK, hafa sett hús sitt í Garðabæ til sölu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.