Lá beinast við að sýna Björgólfi frænda nýja Rolex úrið Máni Snær Þorláksson skrifar 24. júlí 2023 14:58 Björgólfur Guðmundsson sýndi Gústa B hvernig hann á að stilla sér upp með úrið. Aðsend Útvarpsmaðurinn og samfélagsmiðlastjarnan Ágúst Beinteinn Árnason, eða Gústi B eins og hann er gjarnan kallaður, keypti sér sitt fyrsta úr á dögunum. Hann segir að það hafi legið beinast við að sýna athafnamanninum og stóra frænda sínum Björgólfi Guðmundssyni nýja úrið. „Ég vildi vera svolítið vígalegur eins og Bjöggi frændi, þannig ég fékk mér eitt stykki svona,“ segir Gústi þegar hann sýnir Björgólfi nýja úrið sitt. Björgólfur virðist heldur betur vera sáttur með kaupin hjá Gústa. „Djöfull er ég ánægður með þig, þetta líst mér vel á. Þú verður góður í sjónvarpinu með þetta,“ segir hann. Gústi birtir myndband af þessu í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram. Þar segir hann einnig að nú sé mögulega tímabært að hann fari að læra á klukku. Í samtali við fréttastofu segir hann að það hafi ekki verið einblínt nægilega mikið á klukkuna þar sem hann lærði. „En þetta hlýtur að koma núna þegar maður er alltaf með þetta á sér.“ View this post on Instagram A post shared by Gusti B (@gustib_1) Óhætt er að segja að um sé að ræða nokkuð dýrt úr en Gústi lítur á kaupin sem fjárfestingu. Um er að ræða svart Rolex úr af gerðinni Submariner Date. „Þetta er úr sem ég ætla að passa upp á og eiga að eilífu. Svo í framtíðinni fær barnið mitt auðvitað að eiga það,“ segir hann. „Ég vildi auðvitað fyrst og fremst vera svalur eins og Bjöggi. Hann er með stíl - það neitar því enginn." Þurfi að læra á klukkuna áður en hann kaupir annað Gústi segir að þetta sé í fyrsta skipti sem hann kaupir sér úr. „Það hefur verið talað um það að maður verði maður með mönnum þegar maður kaupir sér fyrsta úr. Það var því bara tímaspursmál hvenær ég myndi kaupa mér einhvern svona grip,“ segir hann. Þá vildi Gústi sýna stóra frænda sínum úrið sökum reynslu hans í þeim efnum. „Það lá svona beinast við að sýna Bjögga Rolex úrið af því hann á auðvitað nokkur slík og hefur mikið vit á þessu,“ segir hann. Björgólfur var sáttur með úrið sem Gústi keyhpti.Aðsend „Ég var ekki viss hvernig hann myndi taka í þetta af því að ég er auðvitað töluvert yngri en hann var þegar hann kaupir sitt fyrsta úr. En mér til mikillar lukku þá var hann bara ánægður með þetta og peppaði mig, hvatti mig áfram. Ég er ekki frá því að hann hafi orðið smá afbrýðissamur því mitt er svo nýlegt. Nú vill hann kaupa sér annað, nýtt og stærra.“ Gústi líkir því að kaupa fyrsta úrið við það að fá sér sitt fyrsta húðflúr. „Nú vill maður kaupa sér annað um leið. Ætli ég þurfi ekki að læra á klukkuna fyrst.“ Samfélagsmiðlar Tíska og hönnun Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira
„Ég vildi vera svolítið vígalegur eins og Bjöggi frændi, þannig ég fékk mér eitt stykki svona,“ segir Gústi þegar hann sýnir Björgólfi nýja úrið sitt. Björgólfur virðist heldur betur vera sáttur með kaupin hjá Gústa. „Djöfull er ég ánægður með þig, þetta líst mér vel á. Þú verður góður í sjónvarpinu með þetta,“ segir hann. Gústi birtir myndband af þessu í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram. Þar segir hann einnig að nú sé mögulega tímabært að hann fari að læra á klukku. Í samtali við fréttastofu segir hann að það hafi ekki verið einblínt nægilega mikið á klukkuna þar sem hann lærði. „En þetta hlýtur að koma núna þegar maður er alltaf með þetta á sér.“ View this post on Instagram A post shared by Gusti B (@gustib_1) Óhætt er að segja að um sé að ræða nokkuð dýrt úr en Gústi lítur á kaupin sem fjárfestingu. Um er að ræða svart Rolex úr af gerðinni Submariner Date. „Þetta er úr sem ég ætla að passa upp á og eiga að eilífu. Svo í framtíðinni fær barnið mitt auðvitað að eiga það,“ segir hann. „Ég vildi auðvitað fyrst og fremst vera svalur eins og Bjöggi. Hann er með stíl - það neitar því enginn." Þurfi að læra á klukkuna áður en hann kaupir annað Gústi segir að þetta sé í fyrsta skipti sem hann kaupir sér úr. „Það hefur verið talað um það að maður verði maður með mönnum þegar maður kaupir sér fyrsta úr. Það var því bara tímaspursmál hvenær ég myndi kaupa mér einhvern svona grip,“ segir hann. Þá vildi Gústi sýna stóra frænda sínum úrið sökum reynslu hans í þeim efnum. „Það lá svona beinast við að sýna Bjögga Rolex úrið af því hann á auðvitað nokkur slík og hefur mikið vit á þessu,“ segir hann. Björgólfur var sáttur með úrið sem Gústi keyhpti.Aðsend „Ég var ekki viss hvernig hann myndi taka í þetta af því að ég er auðvitað töluvert yngri en hann var þegar hann kaupir sitt fyrsta úr. En mér til mikillar lukku þá var hann bara ánægður með þetta og peppaði mig, hvatti mig áfram. Ég er ekki frá því að hann hafi orðið smá afbrýðissamur því mitt er svo nýlegt. Nú vill hann kaupa sér annað, nýtt og stærra.“ Gústi líkir því að kaupa fyrsta úrið við það að fá sér sitt fyrsta húðflúr. „Nú vill maður kaupa sér annað um leið. Ætli ég þurfi ekki að læra á klukkuna fyrst.“
Samfélagsmiðlar Tíska og hönnun Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira