Um er að ræða 146,5 fermetra hæð og ris í tvíbýlishúsi við Guðrúnargötu 10 sem hefur fengið töluverðar endurbætur. Húsið var byggt árið 1946 og er búið þeim tíðaranda þar sem sjarmerandi skrautlistar í lofti og útskotinn gluggi í stofu fá að njóta sín.
Eignin er búin þremur svefnherbergjum og tveimur björtum stofum sem hægt er að loka á milli með rennihurð. Úr eldhúsi er gengið upp stiga á rúmgott ris þar sem útgegnt er á hellulagðar svalir með útsýni yfir Miklatún og að Öskjuhlíð.
Á fasteignavef Vísis kemur fram að rúmgott herbergi í kjallara fylgi eigninni sem tilvalið væri til útleigu.
Kristinn starfar sem skólastjóri og kennari hjá Allegro Suzukitónlistarskólanum. Þau Lilja reka skólann saman þar sem Lilja kennir á fiðlu. Hún hlaut fálkaorðuna í sumar fyrir framlag hennar til tónlistaruppeldis og menntunar.
![](https://www.visir.is/i/5D25429960D9F90EEE1AB7975307E4E913C05C62FB2F25C232A3B6B8DFC7D6AE_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/38F3273996AE06EAAF71B7C3DB0E9CF6911AF3E659521617AF44A046EDBACD52_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/D021DADB13EFE2D269FBD31B70FCC8525FAD329ECAD09EA9E565A5E74FDEFE54_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/2E5397A59FCDEF8B6D22C3BC049C50E372CA256FE110105BD7D97EDAF24154A5_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/E085E0CFA7676563CC95F9BEC34CB9D5B2CD68D0F602BCE9AB99C97FBE33DF2E_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/96FB03ECA43D74E8BC69C674C893C1EF75BF6F75E8FC346CA604830505B5151C_713x0.jpg)