Heimsmeistarinn muni fá á sig refsingu Aron Guðmundsson skrifar 28. júlí 2023 16:00 Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1 Vísir/Getty Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1 og forystusauðurinn í stigakeppninni á yfirstandandi tímabili mun fá fimm sæta refsingu fyrir komandi kappakstur á Spa Francorchamps brautinni í Belgíu sem fram fer á sunnudaginn. Refsinguna hlýtur Verstappen vegna þess að skipt verður um gírkassa í Red Bull bíl hans fyrir keppni og því verður það ljóst eftir tímatökur síðar í dag hvar heimsmeistarinn mun verða staðsettur á rásröðinni á sunnudaginn. Það er Sky Sports sem greinir frá vendingunum en þær hafa ekki verið staðfestar af Alþjóða akstursíþróttasambandinu. Búist er við afar krefjandi aðstæðum á Spa Francorchamps brautinni um helgina, rigningu sem mun gera ökumönnum erfitt fyrir á þessari hröðu braut. Í regluverki Formúlu 1 er kveðið á um að skipta megi um gírkassa í hverjum og einum bíl alls fjórum sinnum yfir eitt tímabil, Verstappen er fyrsti ökumaðurinn sem mun fá fimmta mismundandi gírkassann í bíl sinn á yfirstandandi tímabili. Þó má ætla að í herbúðum Red Bull Racing séu menn ansi rólegur yfir þessari fimm sæta refsingu. Verstappen hefur borið höfuð og herðar yfir keppinauta sína á yfirstandandi tímabili í besta bílnum á rásröðinni og hefur búið sér til 110 stiga forystu á toppi stigakeppni ökumanna. Komandi keppnishelgi í Belgíu er sú síðasta fyrir sumarfrí í Formúlu 1, þar að auki er um sprettkeppnis helgi að ræða og því má búast við nóg af dramatík á blautri Spa Francorchamps um helgina. Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Refsinguna hlýtur Verstappen vegna þess að skipt verður um gírkassa í Red Bull bíl hans fyrir keppni og því verður það ljóst eftir tímatökur síðar í dag hvar heimsmeistarinn mun verða staðsettur á rásröðinni á sunnudaginn. Það er Sky Sports sem greinir frá vendingunum en þær hafa ekki verið staðfestar af Alþjóða akstursíþróttasambandinu. Búist er við afar krefjandi aðstæðum á Spa Francorchamps brautinni um helgina, rigningu sem mun gera ökumönnum erfitt fyrir á þessari hröðu braut. Í regluverki Formúlu 1 er kveðið á um að skipta megi um gírkassa í hverjum og einum bíl alls fjórum sinnum yfir eitt tímabil, Verstappen er fyrsti ökumaðurinn sem mun fá fimmta mismundandi gírkassann í bíl sinn á yfirstandandi tímabili. Þó má ætla að í herbúðum Red Bull Racing séu menn ansi rólegur yfir þessari fimm sæta refsingu. Verstappen hefur borið höfuð og herðar yfir keppinauta sína á yfirstandandi tímabili í besta bílnum á rásröðinni og hefur búið sér til 110 stiga forystu á toppi stigakeppni ökumanna. Komandi keppnishelgi í Belgíu er sú síðasta fyrir sumarfrí í Formúlu 1, þar að auki er um sprettkeppnis helgi að ræða og því má búast við nóg af dramatík á blautri Spa Francorchamps um helgina.
Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira