Lifnar yfir Hólsá og Eystri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 29. júlí 2023 10:00 Rögnvaldur Örn Jónsson með glæsilegan 90 sm lax sem veiddist við austurbakka Hólsár Eystri Rangá er stundum sein í gang og það virðist ætla vera bragurinn á henni þetta árið en sem betur fer er veiðin öll að koma til. Þetta sést oft fyrst á veiðitölum frá austurbakka Hólsár sem er í raun neðsta svæðið í Eystri Rangá. Eftir heldur rólegan júlímánuð var holl að ljúka veiðum með 34 laxa sem er flott veiði. Á sama tíma er veiðin í Eystri Rangá að stíga hægt og rólega upp á við og eru núna að veiðast um það bil 40 laxar á dag. Það er greinilegt á neðri svæðunum að lax er að ganga inn af nokkrum krafti svo það er vonandi að ágústmánuður verði veiðimönnum góður þegar göngurnar fara að láta sjá sig. Stærsti laxinn sem við vitum af enn sem komið er af austurbakka Hólsár er 90 sm og er greinilega eins og myndinber með sér nýgengin í ána. Stangveiði Rangárþing eystra Mest lesið Gott framboð af veiðileyfum fyrir sumarið Veiði Flott veiði og stórir fiskar í Baugstaðaós Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði "Markaðurinn gæti hrunið til grunna" Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði Ytri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Gæsirnar streyma enn inn á Gunnarsholti Veiði 35 laxar á land á fyrsta degi í Ytri Rangá Veiði
Þetta sést oft fyrst á veiðitölum frá austurbakka Hólsár sem er í raun neðsta svæðið í Eystri Rangá. Eftir heldur rólegan júlímánuð var holl að ljúka veiðum með 34 laxa sem er flott veiði. Á sama tíma er veiðin í Eystri Rangá að stíga hægt og rólega upp á við og eru núna að veiðast um það bil 40 laxar á dag. Það er greinilegt á neðri svæðunum að lax er að ganga inn af nokkrum krafti svo það er vonandi að ágústmánuður verði veiðimönnum góður þegar göngurnar fara að láta sjá sig. Stærsti laxinn sem við vitum af enn sem komið er af austurbakka Hólsár er 90 sm og er greinilega eins og myndinber með sér nýgengin í ána.
Stangveiði Rangárþing eystra Mest lesið Gott framboð af veiðileyfum fyrir sumarið Veiði Flott veiði og stórir fiskar í Baugstaðaós Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði "Markaðurinn gæti hrunið til grunna" Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði Ytri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Gæsirnar streyma enn inn á Gunnarsholti Veiði 35 laxar á land á fyrsta degi í Ytri Rangá Veiði