Íslenskir fjárfestar kaupa breytanleg bréf á Alvotech fyrir um níu milljarða

Íslenska líftæknilyfjafélagið Alvotech hefur klárað hundrað milljóna Bandaríkjadala útboð, jafnvirði 13,2 milljarða íslenskra króna, á breytanlegum skuldabréfum sem var beint að hæfum fjárfestum á Íslandi. Fjárfestingafélag Róberts Wessman, sem er stærsti hluthafi Alvotech og hafði sölutryggt útboðið, kaupir skuldabréf fyrir tæplega 30 milljónir dala en afgangurinn er seldur innlendum fjárfestum.
Tengdar fréttir

Á annan tug einkafjárfesta keyptu breytanleg skuldabréf á Alvotech
Vel yfir tuttugu fjárfestar, einkum verðbréfasjóðir og lífeyrissjóðir, komu að kaupum á breytanlegum skuldabréfum upp á samtals um tíu milljarða sem Alvotech gaf út undir lok síðasta árs en innlendir einkafjárfestar voru um helmingurinn af þeim fjölda, samkvæmt gögnum um þátttakendur í útboðinu. Skuldabréfunum, sem bera 12,5 til 15 prósenta vexti á ársgrundvelli, má breyta yfir í almenn hlutabréf í árslok 2023 á genginu 10 Bandaríkjadalir á hlut en markaðsgengið er nú um 40 prósentum hærra, eða rúmlega 14 dalir.