Bergrós fékk heilt rúm af fötum til að keppa í á heimsleikunum í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2023 08:30 Bergrós Björnsdóttir er í sjöunda sæti eftir fyrsta daginn á heimsleikunum í CrossFit. @bergrosbjornsdottir Íslenska CrossFit konan Bergrós Björnsdóttir er í sjöunda sæti eftir fyrsta keppnisdag sinn á heimsleikunum í CrossFit. Bergrós keppir í flokki sextán til sautján ára en hún er enn bara á sextánda ári og því yngri en flestir hinir keppendurnir í hennar flokki. Bergrós byrjaði frábærlega og náði öðrum besta árangrinum í fyrstu greininni en datt niður í sjöunda sætið eftir að hafa endað síðust í annarri greininni. Fyrsta greinin snerist um að lyfta sem mestu í snörun annars vegar og svo í jafnhendingu hins vegar. Bergrós lyfti samtals 190 kílóum og fékk að launum 90 stig. Frábær frammistaða. Önnur greinin snerist aftur á móti um alls konar þolæfingar og þrautir á vellinum með mörgum endurtekningum og þar lenti hún í því að fá hitaslag og var borin af velli. Bergrós endaði því í síðasta sæti í þeirri grein en hætti þó ekki keppni þann daginn heldur sýndi mikla hörku með því að snúa aftur í grein þrjú seinna um kvöldið. Leiðrétting: Ástæðan fyrir slæmri útkomu Bergrósar í annarri grein var hitaslag. Bergrós endaði síðan fyrsta daginn á því að ná sjöunda sæti í þriðju greininni sem er skírð í höfuðið á Helenu. Þar voru hlaupnir 400 metrar, þá tók við 21 sveifla með ketilbjöllur og loks endaði hringurinn á tólf upplyftingum á slá en þetta var síðan endurtekið þrisvar sinnum. Bergrós sýndi frá því á samfélagsmiðlum þegar hún skráði sig til leiks og fékk um leið afhent öll fötin sem hún keppir í á heimsleikunum. Hún sýndi meðal annars mynd af öllum fötunum saman og þau tóku allt rúmið hennar. Þetta má sjá með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Bergro s Bjo rnsdo ttir (@bergrosbjornsdottir) Bergrós þarf því ekki að hafa áhyggjur af því að skorta keppnisföt á næstu dögum en keppnin heldur áfram í dag. Breki Þórðarson keppir í flokki fatlaðra, svokölluðum Upper Extremity flokki, en það vantar framan á aðra höndina hans. Breki byrjaði einnig mjög vel og náði öðru sæti í lyftingagreininni. Hann varð síðan síðastur í grein tvö og datt niður í þriðja sætið í heildarkeppninni. Í þriðju greininni náði hann fjórða besta árangrinum og deilir nú fjórða sætinu með Bandaríkjamanninum Samuel Pera. Casey Acree frá Bandaríkjunum virðist vera í sérflokki en hann hefur unnið fyrstu þrjár greinarnar. CrossFit Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Sjá meira
Bergrós keppir í flokki sextán til sautján ára en hún er enn bara á sextánda ári og því yngri en flestir hinir keppendurnir í hennar flokki. Bergrós byrjaði frábærlega og náði öðrum besta árangrinum í fyrstu greininni en datt niður í sjöunda sætið eftir að hafa endað síðust í annarri greininni. Fyrsta greinin snerist um að lyfta sem mestu í snörun annars vegar og svo í jafnhendingu hins vegar. Bergrós lyfti samtals 190 kílóum og fékk að launum 90 stig. Frábær frammistaða. Önnur greinin snerist aftur á móti um alls konar þolæfingar og þrautir á vellinum með mörgum endurtekningum og þar lenti hún í því að fá hitaslag og var borin af velli. Bergrós endaði því í síðasta sæti í þeirri grein en hætti þó ekki keppni þann daginn heldur sýndi mikla hörku með því að snúa aftur í grein þrjú seinna um kvöldið. Leiðrétting: Ástæðan fyrir slæmri útkomu Bergrósar í annarri grein var hitaslag. Bergrós endaði síðan fyrsta daginn á því að ná sjöunda sæti í þriðju greininni sem er skírð í höfuðið á Helenu. Þar voru hlaupnir 400 metrar, þá tók við 21 sveifla með ketilbjöllur og loks endaði hringurinn á tólf upplyftingum á slá en þetta var síðan endurtekið þrisvar sinnum. Bergrós sýndi frá því á samfélagsmiðlum þegar hún skráði sig til leiks og fékk um leið afhent öll fötin sem hún keppir í á heimsleikunum. Hún sýndi meðal annars mynd af öllum fötunum saman og þau tóku allt rúmið hennar. Þetta má sjá með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Bergro s Bjo rnsdo ttir (@bergrosbjornsdottir) Bergrós þarf því ekki að hafa áhyggjur af því að skorta keppnisföt á næstu dögum en keppnin heldur áfram í dag. Breki Þórðarson keppir í flokki fatlaðra, svokölluðum Upper Extremity flokki, en það vantar framan á aðra höndina hans. Breki byrjaði einnig mjög vel og náði öðru sæti í lyftingagreininni. Hann varð síðan síðastur í grein tvö og datt niður í þriðja sætið í heildarkeppninni. Í þriðju greininni náði hann fjórða besta árangrinum og deilir nú fjórða sætinu með Bandaríkjamanninum Samuel Pera. Casey Acree frá Bandaríkjunum virðist vera í sérflokki en hann hefur unnið fyrstu þrjár greinarnar.
CrossFit Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Sjá meira